Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Qupperneq 11

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Qupperneq 11
Brynjar Ananíasson Kveðja til bróður míns Fæddur 2/2 1953 Dáinn 20/4 1972 i Vor gæfa er brigðul sem bylgjan snör, þótt brosi vor sól i heiði, og þessi varð héðan þin hinzta för og hafið þitt mjúka leiði. V>ótt ævislóð þin væri ekki löng ug ungur þú hyrfir sýnum, þá gafstu okkur mikið af sól ogsöng og sumri ástvinum þinum. Nú syrgi ég. bróðir og sakna þin og sárt er við þig að skilja, en minningin ljúfa þá skærast skin, er skuggarnir jörðu hylja. Er þér voru horfin öll lifandi lönd, og liðin var nóttin stranga, og þegar þú eilifðar steigst á strönd var strokið þér blitt um vanga. bvi amma var komin með kærleika sinn kuldanum frá þér að stugga og umvefja hugljúfan ástvininn, ylja, styrkja og hugga. Vér lyftum augum til ljóssins hátt það léttir þrúgandi harmi, sorgþrungin hjörtu þá sefast brátt i sollnum og grátnum barmi. bvi oss hefir skilizt að eilifðin löng er ofan við lifsdaginn hraða. og aftur vér munum við indælansöng eiga samfundi glaða. Ég blessa þig, vinur, við deyjandi dag i dýrlegu sólgeislaveldi, er þrösturinn kveður sitt ljúfasta lag i laufi á húmuðu kveldi. SGFA FREGNIN um að Binni væri dáinn, kom eins og reiðarslag. Við sem þekktum hann gátum varla trúað þvi, að svo miskunnarlaust væri skorið á lifsþráð þessa unga manns. Daginn áður hafði hann verið fullur lifsgleði og starfsorku. en nú var hann ,,dáinn horfin harmafregn". Við dauða Brynjars var eins og dimm regnský hefði dregið fyrir sólu þennan bjarta vordag. Brynjar vann störf sin á hafinu. Hann var duglegur, ósérhlifinn og hlýtur þaðan þau ummæli starfs- bræðra sinna, að hafa verið ágætur sjómaður og félagi. Hann var búinn að ákveða að fara næsta vetur i Stýri- mannaskólann, þvi hugur hans beind- ist að sjónum. Brynjar Ananiassön var fæddur 1953, sonur Brynhildar borleifsdóttur og Ananiasar Bergsveinssonar, og var hann 4. i röðinni af 7 systkinum. Með þessum linum vottum við for- eldrum og systkinum Brynjars heitins innilega samúð og minnumst orða skáldsins, að eigi er allt svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilifa trú. K.G. Arnrós Berta V aldimarsdóttir Y estmannaeyjum F. 25. ágúst 1921. D. 7. júli 1972. Mér er kært að minnast þín, er mannheim kvatt þú hefur og rita litlu ljóðin min til léttis þér, er sefur. Hvíldarinnar þörf var þá eftir þrautar pínu, en trúðir lifið ætið á innst i hjarta þinu. bú áttir trúa og trygga lund er treysti vinaböndin og réttir ætið mér þá mund og máttug var sú höndin. Svo vottum við eiginmanni, börnum, aldraðri móður og systkinum hinnar látnu okkar innilegustu samúð. bakka fyrir langa og góða samveru, elsku mágkona. Jóna og fjölskylda. íslendingaþættír 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.