Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Page 16
Þorlákur Aðalsteinn
Hallgrímsson
°g
Aðalsteinn Jóhannsson
„Hvað er Hel? Ollum likn, sem lifa
vel”. bessi orð komu mér i hug, er ég
spurði andlát góðra vina og granna,
borláks og Aðalsteins frá Reistará,
en þeir urðu svo að segja samferða til
hinztu náða á sl. vori. Lengi höfðu þeir
farið saman um lifsveginn og voru svo
samrýmdir að varla var unnt að hugsa
sér annan án hins. bvi fór vel á þvi að
handtak þeirra skyldi ekki slitna nema
örskamma stund. beir höfðu lokið
góðu dagsverki og þreytan eftir langan
dag var tekin að ganga þeim nærri,
enda árin mörg að baki. Gott er að
ganga frá verki með skyggðan skjöld
og við sæmdarorð samferðámanna og
láta eftir þær minningar, sem ylja og
auðga.
borlákur Hallgrimsson fæddist að
Syðri-Reistará i Arnarneshreppi 27.
mai 1885. Foreldrar hans voru Hólm-
friður Jónsdóttir og Hallgrimur Sig-
fússon,er bjuggu á Reistará um árabil.
Ungur að árum varð borlákur að sjá
föður sinum á bak og tók þá fljótlega
við stjórn á búi móður sinnar. Mun sú
ábyrgð, sem það hafði i för með sér,
svo og föðurmissirinn hafa mótað
hann mjög. bótti hann strax hinn mæt-
asti i hvivetna.
Árið 1918 kvæntist borlákur önnu
Jóhannsdóttur frá Nunnuhóli i Arnar-
neshreppi og gekk þar til móts við
mikla gæfu. Var Anna hin ágætasta
kona. Bjuggu þau á Reistará við
vinsældir og sæmd. 1 hlut borláks kom
að gegna trúnaðarstörfum fyrir
sveit sina. Mun hann þó eigi hafa
minnt á sig til sliks kjörs svo hófstillt-
ur sem hann var og laus við löngun til
þátttöku i valdatafli og sviðsýningum.
En sveitungar og vinir sáu góðan full-
trúa i þessum trúverðuga drengskap-
armanni og völdu samkvæmt þvi.
borlákur Hallgrimsson var hár
maður vexti og myndarlegur i sjón.
Bar hann i yfirbragði og framgöngu
virðuleik, sem eftirtekt vakti og virð-
ingu og munu fáir hafa orðið til að
Þorlákur Aðalsteinn
Hallgrímsson
F. 27. mai 1885
D. 22. júni 1972.
gjöra honum á móti. Hóglæti og hiýju
átti hann i rikum mæli og var að öllu
leyti maður þeirrar gerðar, er vinnur
traust og vinsældir, hvar sem hann
fer.
Hlutur húsfreyjunnar á Reistará lá
ekki eftir. Skipaði hún sæti sitt með
prýði, vakti af aluð yfir arni sinum svo
ylurinn var æ samur og ljós lagði út
um alla glugga. A Reistará leið öllum
vel, jafnt mönnum sem málleysingj-
um. Segir það sina sögu um menningu
heimilisins.
Vorið 1948 brugðu þau Anna og bor-
lákur búi og fluttust til Akureyrar.
Aðalsteinn Jóhannsson
F. 29. janúar 1894
D. 27. mai 1972
Samleið þeirra þar varð stutt, þvi að
Anna lézt árið 1951. Mun þá hafa
rökkvað yfir heimilinu, sem fjölskyld-
an frá Reistará hafði búið sér i hinu
nyja umhverfi og ærin reynsla orðið að
svo miklum missi ofan á það að hverfa
frá þeim stöðvum, þar sem ræturnar
stóðu svo djúpt. En æðrulaust var
brugðist við örlögunum og góðar disir
áttu eftir að kveikja raðir ljósa hjá
borláki frá Reistará og þeim sem
hann unni. Börn hans, Hólmfriður, gift
Eiriki Stefánssyni og Árni kvæntur
Kristínu Zophóniasdóttur, sem
bjuggu fyrst i sama húsi, Brekkugötu
21 — og siöar i nálægð, reyndust auðug
16
tslendingaþættir