Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Side 18
hennar þekkti ég frá barnæsku og
vorum við góðir kunningjar. Þar sem
svo stutt var orðið á milli okkar, kom
ég þar oft ýmissa erinda og raunar án
þess, og tel ég mig hafa kynnzt heim-
ilinu allmikið.
Það sem fyrst vakti eftirtekt manns,
var hin einstaka snyrtimennska hvert
sem litið var, og gaf heimilinu
hugljúfan og skemmtilegan svip, jafnt
þvi sem það bar húsmóðurinni gott
vitni um smekk hennar og hæfileika.
Þá var viðmót hennar einstaklega
hlýlegt og aðlaðandi. Og er maður
kynntist henni nánar komst maður að
raun um það að hún bjó yfir óvenju
mikilli hjartahlýju og mannkærleika,
er lýsti sér meðal annars i þvi að bera
ávallt klæði á vopnin og taka aldrei
þátt í vafasömu spjalli um náungann
og vera i öllu dagfari söm og jöfn,
berandi birtu og yl á annarra leið og þá
ekki sizt til þeirra, er áttu við mótlæti
að búa. Það hefur sagt mér góður
vinur minn og næsti nágranni
Kristinar, er varð fyrir miklu áfalli og
ástvina missi, að allir hefðu verið sér
góðir og hjálplegir en enginn eins og
Kristin. Hjá henni hefði hann kynnzt
meiri fórnarlund, næmleika og mann
kærleika en hann hefði áður þekkt.
Svo sem áður er getið. eignaðist
Kristin tværdætur áðurenhún giftist,
Laufeyju, sem alltaf fylgdi móður
sinni og giftist Benóný yngsta bróður
manns hennar og bjuggu þær mæðgur
alltaf saman, fyrst i Miðhúsum og
siðan i Bæ. Benóný og Laufey búá i Bæ
11. Guðrún dóttir Kristinar giftist
Bjarna Andréssyni, kennara i Ölafs-
vik, nú starfsmanni i menntamála-
ráðuneytinu. Þau hjónin heimsóttu
Kristinu oft og hafa alitaf haft mjög
náið samband við heimili hennar, og
mörg af börnum þeirra hafa verið þar
i sumardvöl og notið ástriki og um-
önnunar ömmu sinnar. Með Kristinu
og Guðrúnu var mjög ástúðlegt sam-
band þó að hún ælist ekki upp hjá
henni. Elztu börn Laufeyjar og synir
Kristinar voru á mjög liku reki og
eins og alltitt er hjá börnum koma upp
ýms deilumál, er útkljá þarf með að-
stoð hinna fullorðnu, og það ætla ég að
þar hafi Kristin verið hlutlaus og
góður sáttasemjari og það hef ég fyrir
satt, að börn Laufeyjar hafi alveg eins
leitað til ömmu sinnar eins og
mömmu.efeitthvaðbar útaf. ömmu-
börnin voru orðin mörg, en ömmu-
faðmurinn var stór, og mér sýndist
hún ánægðust þegar hún hafði þau sem
flest i kringum sig.
Ég hef mjög orðið þess var hvað
sveitungar hennar og raunar allir,
sem eitthvað kynntust henni bera til
hennar einstakan hlýhug og það að
Páll Sveinsson
landgræðslustj óri
i.
Gróðurrán i ellefu aldir iðkað
hafðiþjóð,
blinduð, hrakin isi og eldi,
ánauðug og móð.
Rúin þjóð i rændu landi reif sinn
hinzta meið.
Urðuð fold og orpin sandi, eyðimörk
i deyð.
Þér var fengið verk að vinna, virt
af mörgum smátt,
sem við endi ævi þinnar allir meta
hátt.
Eggjan þin og athöfn hefur opnað
þjóðar sýn,
endurgræðslan — málið mesta —
mótuð
stefna þín
Merkisberinn mikli setti markið
fastog hátt.
Fáliðaður, fullum rómi, fékk þvi
liðskost brátt.
tturmennið ókvalráða efldi sókn úr
vörn'
Eyðisandar gróðri gæddir gleðja
landsins börn,
II.
Hvi var tekinn sá, er djarfast sótti,
sá er vann af mestum hug og þrótti,
hann, sem land og þjóð ei missa
mátti,
maðurinn sem stærsta hugsjón átti?
Ekkert svar. En þjóðin þrumu lostin.
Þörfust sókn tif landsins gæfu
brostin.
Minnumst, að hann hefur til vor
talað,
töfraö, vakiö, unniö, frætt og
svalað.
Hræðumst ei, þótt duftið fölni og
deyi,
dáðir lifa, tala, þagna eigi.
Undrið varir. Einhver sætið fyllir:
Algrætt land i vonarframtið hillir.
Kveðjum Pál með gleði en eigi gráti
Gerum heit að forða skák og máti.
Efnum heit, og þá er þakkað Páli.
Þetta er vort — og skiptir öllu máli
Björn Haraldsson
t
vonum. Það var aðall lifsins hennar
að strá blómum á veg annarra og
greiða götu þeirra eftir mætti.
Mann sinn missti Kristin árið 1967.
Hún brá þá búi og lét jörðina i hendur
sonar sins Þórarins, og hjá honum og
konu hans og viö hlið Laufeyjar dóttur
sinnar hygg ég að hún hafi átt gott
skjól er aldur færðist yfir og heilsa fór
aðbila.Hún andaðist á Sjúkrahúsinu
á Hvammstanga 30. mai s.l.
Kæra vinkona.þér þakka ég fyrir
samfylgdina og allar ánægjustundir á
heimili þinu bæði fyrr og siðar. En
mér er i minni, er ég ásamt vanda-
mönnum þinum og fjölda annarra stóð
við gröf þina i kirkjugarðinum á
Prestbakka, að sólin kom allt i einu
undan skýi og hellti vermandi
geislum yfir gröfina þina og okkur,
sem þarna stóðum. Þetta var hinzta
kveðjan, mér fannst þetta táknrænt
fyrir vegferö þina, sólarkveöju áttir þú
skilið eins og allir þeir er tileinka sér
fagurt mannlif.
Jón Kristjánsson.
islendingaþættir
18