Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1972, Síða 19
Friðrik Halldórsson
loftskeytamaður
Friðrik Halldórsson loftskeyta-
maður, Vifilsgötu 23, hann var fæddur
19. marz 1907 i Hafnarfirði, sonur
Halldórs Friðrikssonar skipstjóra og
konu hans önnu Ragnheiðar Erlends-
dóttur.
Friðrik lauk námi við Flensborgar-
skólann i Hafnarfirði 1924 og við Loft-
skeytaskólann 1926. Hann var siðan
um hrið loftskeytamaður á togurum,
en réðst á skip Skipaútgerðar rikisins
1972 og starfaði hjá þvi útgerðarfirir-
tæki á varðskipunum og siðar á
strandferðaskipunum til 1941, að hann
hætti sjómennsku og vann á loft-
skeytastöðinni i Reykjavik siðan,
þegar heilsa hans leyfði.
1 mai 1936 kvæntist Friðrik eftir-
lifandi konu sinni Helgu Ingibjörgu
Stefansdóttur, ættaðri úr Hunaþingi.
Þau eignuðust þrjár dætur: Sjöfn,
Öldu Guðrúnu og Huldu Guðriði Þær
systur eru nú 8, 6 og 5 ára.
Friðrik Halldórsson var meðal-
maður á vöxt og vel á sig kominn,
hann var gáfaður, vel hagmæltur, góð-
gjarn og glaðlyndur: félagsmaður
góður og drengur hinn bezti, viðsýnn,
óbilandi atorkumaður og sistarfandi
Hann tók mikinn þátt i félagsmálum
sjómanna, var i stjórn Félags
islenzkra loftskeytamanna um 12 ára
skeið,oftast formaður. Meðstjórnandi
i stjórn Farmanna og fiskimanna-
sambandi tslands um 5 ára skeið.
Löngum I sjómannadagsráði og rit-
stjór Sjómannadagsblaðsins 1943 og
1944. Hann átti sæti i stjórn Slysa-
varnarfélagi Islands frá siðasta
landsþingi þess. Hann var ritstjóri
timarits Alþýðusambandsins,
„Vinnunnar” frá stofnun þess til
siðustu áramóta, er hann lét af þvi
starfi sakir vanheilsu.
Fjölmörgum öðrum trúnaðar-
störfum gengdi hann fyrir samtaka
sjómanna og önnur félagssamtök.
Friðrik vann nokkuð að þýðingum og
þýddi meðal annars bókina ,,1 sjávar-
háska” sem M.F.A, gaf út.
Öll þessi trúnaðarstörf vann Friðrik
af sérstakri fórnfýsi, lipurð og skiln-
ingi. A málbingum málþingum var
hann mikill málafylgjumaður en svo
drenglundaður að af bar, enda
sköpuðu afskipti hans af opinberum
málum honum enga óvini, þótt hann
ætti andstæðinga nokkra. Hann var
frjálslyndur i stjórnmálaskoðunum og
heigðist að jafnaðarstefnunni. Sár
harmur er kveðinn að eftirlifandi
ekkju Friðriks heitins og dætrum
þeirra ungu, fráfall góðs og um-
hyggjusams eiginmanns og vöðurs
verður aldrei bætt. En sú er huggun i
raun, að Friðrik Halldórssyni fylgja út
yfir hafið óþekkta óskiptir vinarhugir
stéttarbræðra og samstarfsmanna,
sem lúta höfði i þögulli sorg yfir hinu
sviplega fráfalli hugþekks ágætis-
manns.
Við vinir og samstarfsmenn Friðrik
Halldórssonar munum ávallt geyma
minninguna um hann meðal okkar
helgust dóma. Minningin um hann er
okkur tákn þess hvernig bezt verður
barizt til sigurs yfir öfgum og aftur-
haldi án þess að skilja eftir þyrna ó-
samlyndis og óvildar. Með Friðriki
Halldórssyni, er horfin einn af glæsi-
legustu forsvarsmönnum sjómanna-
stéttarinnar, skarð hans þar verður
vandfyilt, en dæmi hans visa fram á
veginn til samstarfs og samhyggju,
við skulum heiðra minningu hans,
með að vinna ótrauðir áfram að
hugðarefnum hans. Friðrik Halldórs-
son var ekki auðugur maður á fé, þótt
hann væri vel bjargala, en hann var
flestum sérjafngömlum mönnum
auðugri á vinsldir og vinarhugi sam-
borgaranna. Sá mun reynast dætrum
hans arfurinn beztur, að þær eiga kyn
eitt að rekja til heilsteypts ágætis-
manns og engann skugga ber á minn-
ingu þeirra um látinn föður. Friðrik
lézt á Landakotsspitalanum 18 þ.m.
pg verður jarösettur á kostnað félaga
sinna úr hópi loftskeytamanna, á þann
hátt vilja þeir votta honum þakklæti
sitt og virðingu fyrir farsæla forustu
og ánægjulegt samstarf.
Samúð og vinarhugir umvefja harmi
lostna ættingja og vini hins látna
ágætismanns blessuð sé minning hans.
S.E.Ó.
islendingaþættir
19