Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Síða 1

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Síða 1
ÍSLENDINGAÞATTIR Laugardagur 18. mai 1974.12. tbl. 7. árg. nr. 163. TIMANS Dr. Róbert A. Ottóson Þegar mikilmenni hverfa af sjónar- sviðinu, myndast tóm hjá fjöldanum. Leiðtoginn er fallinn og fólkið stendur eftir sem tvístruð og ráðvillt hjörð. En andinn er eilifur og i hans nafni er reynt að reisa merkið við að nýju. Með dr. Róbert er fallinn i valinn einn mikilhæfasti einstaklingur þessarar þjóðar. Maður sem á frábær- an hátt sameinaði vald á list og visindum. Til sliks þarf ekki aðeins at- gjörvi og gáfur, heldur einnig við- kvæmar tilfinningar og gott hjartalag. Allir þeir mörgu, sem hafa unnið með honum, lotið stjórn hans i tónlistinni eða verið nemendur hans á annan hátt, bera þess vitni. Það var mikill viðburður að syngja hjá dr. Róbert. Vegna næmi hans og skarpleika var alltaf eins og kórfélag- ar stæðu einir frammi fyrir honum, þótt til dæmis i Filharmoniunni væru reyndar hálft annað hundrað manns. Valdið á verkefninu var lika algjört, þótt oftast væri það skærustu eðal- steinar tónbókmenntanna og erfitt eft- ir þvi. Mannúð dr. Róberts kom fram i þvi, hversu mjög hann vildi, að fólki liði virkilega vel undir hans stjórn. Þannig leysti hann aldrei vandamál með þvingandi endurtekningaraðgerðum og tilheyrandi vanmáttakennd og leiða einhvers litilsiglds byrjandi á hálli braut sönglistarinnar. Á slikum timum vatt hann oft upp segl lét, alla standa uppog syngja fullum hálsi hinn erfiða kafla i gegn til miklu meira hjálpræðis þeim vankunnandi, heldur en löng ræðuhöld eða flóknar útlisting- ar gátu megnað. Á þennan hátt fékk hann lika miklu betri hljóm i kórinn, þvi enginn þvingaður maður getur sungið vel, hversu náið sem hann annars kann sina rödd. Þannig leiddi dr. Róbert fólk til betri vegar af um- hyggju og vináttu i sönnum anda þeirra eilifu meistaraverka, sem voru höfuðviðfangsefni hans siðustu árin. Ég votta konu hans, Guðriði Magnúsdóttur, syni, Grétari Ottó, og öðrum i fjölskyldunni mina dýpstu samúð. Þeirra missir er mestur, en gjörvöll islenska þjóðin hefur mikið misst. Guðlaugur Tryggvi Karlsson t Þessi siðbúna kveðja kemur raunar allt of snemma, þvi sá raunveruleiki, sem maður lifir i, neitar enn að viður- kenna og skilja, að dr. Róbert A. Ottósson sé látinn. Þessum fáu orðum er ekki ætlað það hlutverk að skýra frá starfsferli dr. Róberts hérlendis og erlendis. Það hafa aðrir þegar gert, sem færari eru til slikra hluta. Dr. Róbert var slikur atorkumaður á tónlistar- og visinda- sviðinu, að seint verða talin og metin stórvirkin, sem hann réðst i og skildi ævinlega eftir sig fullunnin. Sem ungur maður kom hann til ts- lands og hófst þegar handa að styðja og byggja upp tónlistarlif, sem enn var frekar veikburða. Honum verður aldrei þakkað nógsamlega fyrir það starf, er hann vann sem Kór- og hljóm- sveitarstjóri, kennari, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar og siðast en ekki sizt sem visindamaður. A sviði miðalda kirkjutónlistar er hann þekktur vis- indamaður erlendis, sem titt er vitnað i af þeim, er um þau mál skrifa. Þótt hér sé ekki ætlunin að dvelja viö músikölsk stórvirki dr. Róberts, get ég ekki látið hjá liða, að minnast á þann fjölda af fegurstu perlum tónbók- menntanna, sem hann frumflutti hér á landi með óskabarni sinu, Fil- harmóniukórnum og Sinfóniuhljóm- sveit Islands. Flutningur þessara stór- verka er öllum þátttakendum og áheyrendum ógleymanlegur, enda músikölsk gæði og túlkun meistarans ævinlega i hámarki og hefði sómt sér hvar sem er á alþjóðlegum tónlistar- vettvangi. Það er erfitt að skilgreina þá mann- legu og músikölsku þætti i dr. Róbert sem ollu þvi, að flutningur tónverka undirhans stjórn var ævinlega áhrifa- mikill, innblásinn eldmóði og ef svo mætti segja, trúarlegur i eðli sinu. Ef til vill kom hér tvennt til: Músikölsk nákvæmni og heiðarleiki, sem hélzt i hendur við þjónandi afstöðu til listar- innar. Þótt dr. Róbert væri skapmikill maður og gerði háar og harðar kröfur til listtúlkenda, þá var hann fyrst og fremst hógvær og hæverskur þjónn listarinnar. Hans efsta takmark og æðsta markmið var, að gera hlutina .t

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.