Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Side 4
ar. Kem siðar að þvi, hversu traustrar
gerðar þeir þræðir voru.
Disa lærði ljósmóðurfræði og var
ljósmóðir sveitar sinnar og nágrennis i
nær tuttugu ár. Fórust henni þau störf
vel úr hendi.
Disa giftist árið 1955 Sigurgeiri
Tómassyni, Sígurgeirssonar og konu
hans Steinunni Hjálmarsdóttur. Flutt-
ist hún þá að Reykhólum og átti þar
siðan heimili. Þau Disa og Sigurgeir
eignuðust fjóra syni og eru þeir á aldr-
inum átta til sautján ára. Sigurgeir og
Disa reistu nýbýlið Mávavatn i landi
Reykhóla.
Þau hófu búskap sinn kornung með
litinn farareyri, en nokkurn stuðning
af hálfu foreldra Sigurgeirs. Auður
safnaðist þeim ekki, og húsmóðirin
unga varð að sætta sig við ófullkomið
húsnæði, þar til fyrir rúmu ári, er þau
fluttu i nýtt hús. En hvort húsakynnin
eru höll eða hreysi, verður það þó hús-
móðirin, sál hússins, sem mestu ræður
um gerð þess og yfirbragð. Disa var
mikil húsmóðir, þrifin, hraðvirk og
hög. Ekki þurfti glöggt gestsauga til
þess að sjá þess merki. Það var sama
hvort hellt var á könnuna, tekið til i
húsinu eða drengirnir klæddir. Allt
unnið af öryggi og snyrtimennsku.
Hún var kröfuhörð við sjálfa sig og gat
iika verið kröfuhörð við aðra. Listin að
látast var henni viðsfjarri. Hún var
geðrik en þelhlý. Hvers konar óregla
var henni sár þyrnir i augum og gilti
þá einu hver i hlut átti. Einn var sá
þáttur skapgerðar hennar, er hlaut að
vekja athygli þeirra er til þekktu, en
það voru viðbrögð hennar til varnar
þeim, er miður máttu sin, hvort heldur
voru menn eða málleysingjar.
Ég gat þess hér að framan, að Disa
hefði metið móður sina umfram aðra
menn. Það var henni hamingja og
styrkur i hennar þungbæru veikindum.
Móðurminningin var henni helgur
dómur.
Vart trúi ég, að nokkrum, sem fylgd-
ist með Disu síðasta daginn sem hún
hafði fótavist, gleymist sá dagur, en
það var aðfangadagur jóla. Rétt fyrir
jól kom hún heim, þá helsjúk. Siðustu
krafta skyldi neytt svo jólin mættu enn
einu sinni vera haldin innan vébanda
fjölskyldunnar. Fyrir ári siðan hafði
móðir hennar einnig komið heim af
sjúkrahúsi til að halda sin siðustu jól.
A aðfangadag fór Disa að leiði móð-
ur sinnar i kirkjugarðinum á Stað og
tendraði þar ljós. Siðar um daginn
heimsótti hún nokkra kunningja sina
og árnaði þeim gleðilegra jóla. Um
kvöldið var hún ásamt manni sinum og
börnum heima á Reykhólum hjá
tengdaforeldrum sinum. Þannig hafði
það verið á hverju aðfangadagskvöldi.
Öli Anton
Frændi minn Óli Anton Þórarinsson
sem lézt laugardaginn 9. marz fæddist
13.janúar 1928 i Kollsvik i Rauðasands-
hreppi. Hann var sonur afa mins og
ömmu, Þórarins Bjarnasonar og
Guðmundinu Einarsdóttur. Óli fluttist
með þeim til Patreksfjarðar árið 1930
og ólst þar upp. Amma og afi áttu 12
börn og var Óli næstyngstur þeirra.7
systkini hans lifa hann.
Óli fluttist til Reykjavikur 19 ára
gamall og vann á varðskipum Land-
helgisgæslunnar i nokkur ár. Siðan
stundaði hann sjómennsku á togurum
á meðan heilsan leyfði. Árið 1958 varð
hann fyrir þvi óláni að slasast á togara
við skyldustörf sin. Átti hann alla tið i
þeim meiðslum, m.a. fótbrotnaði hann
illa. Nokkrum árum siðar skeður ann-
að ólán. Hann lenti i bilslysi og slasað-
ist þá svo mikið, að sýnt var að hann
myndi aldrei ná sér að fullu. Brotnaði
fótur hans þá aftur — svo illilega að
hann var bæklaður upp frá þvi. Lif
hans mótaðist mjög mikið af þessum
áföllum þar sem andleg heilsa hans
Hún tók þátt i jólagleði barnanna, en
þjáningum var leynt eftir mætti og
reynt að draga úr þeim með lyfjum.
Ætlunin var ^ð fara i kirkju á jóladag.
En þá var orkan þrotin, starfsdagur-
inn á enda. Leiðin lá aftur á sjúkrahús-
ið og nú i siðasta sinn. Ekki finnst mér
óliklegt að minningin um þessa helgu
stund verði hennar nánustu sá viti,
sem lýsir skært i húmi saknaðar og
trega.
Disa var myndarleg kona, frið sýn-
um og bauð af sér góðan þokka. Ég get
ekki stillt mig um að tilfæra hér nokk-
ur orð, er kunningi minnskrifaði mér
Þórarinsson
var ekki fyllilega sterk. Steinn
Steinarr segir:
Nú ölum við ei lengur
beiskju i barmi
né byrgjum kala neinn i
hjörtum inni,
þvi ólán mitt er brot af
heimsins harmi
og heimsins ólán býr i
þjáning minni.
Óli var alveg sérstaklega barngób-
ur, elskaði öll börn, og nutum við þess i
rikum mæli bræðurnir, ásamt hinum
systkinabörnum hans. A ég honum þó
mest að þakka, umfram öðrum, þar
sem tryggð hans til min var einstök.
Minningarnar um Óla frænda minn
streyma um huga minn allt frá þvi ég
man fyrst eftir mér. Hann passaði
okkur oft, las bænirnar með okkur, lék
með okkur, bauð okkur i bió, göngu-
túra við Tjörnina ofl. ofl. Alltaf var
mikill spenningur hjá okkur þegar Óli
kom heim úr siglingum — alltaf fær-
andi hendi, og engu barninu gleymdi
hann. Hans gleði var mest þegar hann
gat glatt aðra. Hann var svo viljugur
að segja okkur sögur þegar við vorum
litlir. Hann skildi okkur svo vel, jafn-
vel betur en þeir hinir fullorðnu. — Af
hverju? Jú, vegna þess að hann var að
mörgu leyti eins og barn. Hann var
fullorðið barn.
Ég veit að nú liður honum vel hjá afa
og ömmu sem hann saknaði mikið og
talaði svo oft um.
Guð blessi þig, Óli minn, með þakk-
læti frá mér, fjölskyldunni og öllu
skyldfólkinu.
Kristján llelgi Guðbrandsson.
að henni látinni. Hann segir: ,,Ég hitti
Disu oft á sjúkrahúsinu, hún óx með
hverjum degi. Ég dáist að þreki henn-
ar og stillingu. Ég kvaddi hana i kistu
hennar og þá var hún enn falleg og
sviphýr kona. Veikindin höfðu ekki
megnað að taka það frá henni”.
Þessi min fátæklegu orð eiga ekki að
vera nein ævisaga, aðeins ófuilkomin
vinarkveðja.
Að lokum vil ég fyrir mina hönd og
minnar fjölskyldu þakka Disu fyrir
samfylgdina. Eiginmanni henhar,
börnum og öðrum vandamönnum vott-
um við samúð okkar.
Jens Guðmundsson
4
islendingaþættir