Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Side 14

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Side 14
Páll Kristjánsson Reykjum á Reykjabraut Það eru nær þrjátiu ár siðan ég kom fyrst að Reykjum. Það var i sumar- leyfi okkar hjóna. Konan var að heimsækja ættaróðal sitt og móður- bróður. Og þó við hefðum sólskin yfir ásana, varð þó á sinn hátt bjartara, þegar við komum heim f hlaðið á Reykjum. Og þær viðtökur, sem við fengum hjá Páli bónda og konu hans Sólveigu Erlendsdóttur, ylja mér enn i hjarta. 1 svip þeirra var svo mikil brosmildi, einhver heiðrikja, sem virt- ist þeim eiginleg þott sitt með hvoru móti væri, eins og allra þeirra, sem bera sin ættareinkenni. Og eitt er vist, að mér fannst ég kenna hinn innri mann Páls á stundinni. Ég sá þegar, að hinn sálræni búskapur hans var með slikum snyribrag, að fátitt mun. Það brást mér heldur ekki við aukin kynni. Og einmitt vegna þess, er mér ljúft að minnast orða hans, að lifsdegi hans gengnum. Og einnig til að þakka honum fyrir mig og fjölskyldu mina. Fyrir þær sólskinsstundir, sem við átt- um gegnum árin á heimili hans. Páll Kristjánsson fæddist að Reykj- um við Reykjabraut i Austur-Húna- vatnssýslu, hinn 17. april árið 1901. Hann var sonur hjónanna Kristjáns Sigurðssonar bónda þar (d. 1945) og Ingibjargar Pálsdóttur frá Akri (d. 1912) Páll var næst yngstur barna þeirra Kristjáns og Ingibjargar. Hin voru: Þorbjörg giftist Birni Magnús- syni frá Ægissiðu, Guðrún, giftist Högna Högnasyni fyrrum vitaverði i Höskuldsey, Sigurður kvæntist Kristjönu Arnadóttur frá Reykjavik, Kristin, sem er yngst og er ein syst- kinanna á lifi, er gift Páli Sigfússyni frá Mælifelli. A vordögum þessarar aldar fór mikill vakningarhugur um landið. Fólkið fór að hugsa meira i félagslegu tilliti og vildi fá aukið sjálfsforræði i landi sinu. Ungmennafélags- hreyfingin, sem hóf göngu sina á fyrsta tug aldarinnar á Norðurlandi og viðar, hafði mikil áhrif á félagslega átt, ekki sizt til aukinnar fræðslu og likamsræktar. Það er ekkert efamál, að Páll á Reykjum var fljótari en margur annar að tileinka sér kosti slikrar hreyfingar. Það var byggð sundlaug á Reykjum á vegum ung- mennasamtakanna, vegna jarðhitans sem þar er. Og með mjög jákvæðum undirtektum Kristjáns Sigurðssonar föður Páls. Páll fór í Hólaskóla árið 1920-’21 og gat sér þar mjög gott orð. Og það hefur m.a. gert hans glaðværi, opni hugur. Og þaðan fór hann með ágætiseinkunn. Þegar Páll kom heim úr skólagöngu sinni, tók hann þegar að kenna sund, og kenndi i fjölda ára, þótt nóg hefði hann annað að starfa. En hann var mjög vel iþróttum búinn og hið mesta karlmenni, sem og Páll heitinn Kolka gat eitt sinn um, fyrir allmörgum ár- um I útvarpseriindi. Það var árið 1929 heima á Reykjum þann 19. júni, að þau gengu i hjóna- band Páll Kristjánsson og Sólveig Er- lendsdóttir frá Giljá. Og einnig systir Páls, Kristin og Páll Sigfússon frá Mælifelli, síðar bóndi að Hviteyrum i Skagafirði. Faðir Páls Sigfússonar, Séra Sigfús Jónsson.gaf brúðhjónin saman. Það hefur áreiðan- lega verið mikill dagur, þessi júnidag- ur heima á Reykjum við Reykjabraut. Og kannski stærstur Kristjáni bónda, sem þá var orðinn ekkjumaður, að sjá börn sin tvö ganga út I lifið. Og vissu- lega var þetta tákn þess, að yngri kynslóðin tekur við af þeirri eldri, til yrkingar jarðar og lifs. Páll og Sólveig hafa nú búið á Reykjum i meira en fjörutiu ár. Og nú, við fráfall Páls, geta margir sveitungar hans og aðrir minnzt góðra stunda á heimili einyrkjans, þvi Páll var mörgum fremur einyrki sökum þess, að Páli og Sólveigu varð ekki barna auðið. Þau tóku kjörson eftir margra ára búskap Kristján að nafni En hann var ekki gefinn fyrir það, sem að búskap laut, og hefur ekki hin siðari ár komið þar nema sem gestur. Og i ljósi þessa eru því störf Páls enn stærri i sniðum. Hann var sannur fulltrúi is- lenzkrar bændastéttar. Hann ræktaði jörð sina og land mjög vel. Hann var fljótur að tileinka sér nýjungar i búskaparháttum. Hann var og mikill fjárræktarmaður að sögn sveitunga hans. Páll var unnandi alls þess, sem laut að fræðslu og likamsrækt, eins og áður er drepið á. Húnavallaskólinn hefði aldrei risið við túnfótinn á bæ hans, ef hann hefði verið þvi and- snúinn. Skólinn er þvi útaf fyrir sig tákn framfarahugar bóndans á Reykjum. Þegar þetta er skrifað, er Sólveig kona Páls ein I Reykjabænum. Þó er henni huggun, að hún á góða ná- granna skólastjórahjónin i Húna- vallaskóla. Við fráfall Páls vil ég votta Sólveigu hluttekningu mina, og einnig systur hans Kristinu og öllum öðrum aðstandendum. En Páll á Reykjum lézt á Heraðs- hælinu á Blönduósi 14. janúar s.l. eftir sjúkleika, sem hann bar með slikri karlmennsku, að glaðværð heiðrikjunnar i svip hans ætlaði naumast að hverfa. Og 19. sama mánaðar fór útför hans fram að Þing- eyrum. Að lokum vil ég segja um Pál á Reykjum, að hann lifir áfram af verk- um sinum. Hann bar islenzkri bænda- stétt gott vitni. Hann braut ávallt nýtt óræktað land. Hann ræktaði einnig uppvaxandi kynslóð i sundmennt, sem kölluð hefur verið iþrótt iþróttanna. Ég vil segja að verkin standi, þótt maðurinn falli. Og einu sinni var sagt um menn, sem eyddu öllu lifi sinu i að yrkja jörðina, að þeir væru ljós heimsins og salt jarðar. Ef svo er, þá var Páll á Reykjum vissulega einn slikur. GIsli T. Guðmundsson. 14 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.