Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1974, Blaðsíða 16
Björg María Elísabet Jónsdóttir Björg Maria Elisabet Jónsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, var jarðsungin frá Neskirkju hér i borg, þriðjudaginn 22. janúar s.l., en hún andaðist i Landakotsspitala sunnudaginn 13. janúar. Elisabet, en undir þvi nafni þekktu hana langflestir af öllum þeim mikla fjölda vina og kunningja, er hún eignaðist á sinni löngu og starfsömu ævi, var fædd að Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð hinn 26. des. (annan dag jóla) árið 1891. Hún var þvi nýlega orðin 82ja ára, er hún lézt. Foreldrar Elisabetar voru merkis- hjónin Þórunn Bjarnadóttir, fædd að Núpi á Berufjarðarströnd, og Jón Bjarnason, ættaður frá Dölum i Fáskrúðsfirði. Móðir Þórunnar var Máifriður Jóns- dóttir frá Núpshjáleigu, systir Jóns hreppstjóra i Borgargarði við Djúpa- vog, Ásdisar i Stakkagerði i Vest- mannaeyjum, ömmu Ásdisar Johnsen og Elisabetar, sem kölluð var Lisibet, föðurömmu Rikarðs Jónssonar, hins alkunna myndhöggvara og listamanns á svo mörgum sviöum, og þeirra systkina. Foreldrar Jóns Bjarnasonar voru hjónin Elisabet Þórólfsdóttir og Bjarni Jónsson, er þá bjuggu i Dölum. Bjarni faðir Jpns var bróðir Þorbjargar konu séra Ólafs Indriðasonar, prests að Kolfreyjustað, en þau voru foreldrar Jóns Ólafssonar ritstjóra, sem var mjög þekktur maður á sinum tima. Meðal barna Jóns Ólafssonar var Sigriður kona Ágústs H. Bjarnason, en eitt barna þeirra er Hákon, núverandi skóggræktarstjóri. Til Reykjavikur fluttist Elisabet með foreldrum sinum, þremur systrum sinum og fleira skyldfólki árið 1903, og hefir hún átt hér heimili siðan. Strax eftir fermingu fór hún að vinna við hússtörf hjá góðu fólki hér i bænum, siðast um allangt skeið hjá frú Ingibjörgu og Þorláki Ó. Johnson, og annaðist hún hann siðustu árin er hann liföi. Hinn 3. marz 1913 lluttist hún svo til unnusta sins, Meyvants Sigurðssonar. Þau giftu sig svo þann 15. mai 1915, og höfðu þvi verið samvistum i rúm 60 ár. Meyvant er mjög þekktur maður hér i borg, og einnig viða um landið. Hann er i hópi þeirra manna, er fyrstir lærðu hérlendis að aka bifreið. Þá atvinnu hefir hann stundað um fjölda ára, og eigin vörubifreiðastöð rak hann i mörg ár. Einnig starfaði hann sem verk- stjóri i allmörg ár. Þau Elisabet og Meyvant eignuðust niu börn. Elzta barn þeirra var sonur, er hét Sigurbjörn, (Diddi). Hann var verzlunarmaður að atvinnu, enda hafði hann hlotið menntun til þess. Sigurbjörn fórst með flugvélinni Glit- faxa, hinn 31. jan. 1951. Lét hann eftir sig konu, Unni Guðnadóttur, og þrjár dætur. önnur börn þeirra hjóna Þórunn, gift Halldóri Þórhallssyni bifreiða- stjóra. Valdis, gift Kristni Kristvarös- syni kaupmanni, Sverrir bifreiðastjóri, kvæntur Jónu Ágústs- dóttur, Þórólfur bifreiðastjóri, kvæntur Guðrúnu Eyjólfsdóttur, Sigriður, gift Birni Steindórssyni, verziunarmanni, Rikaröur sjómaður, ókvæntur. Elisabet, heitbundin Jóhanni Árnasyni bifvélavirkja, og Meyvant bifreiöastjóri, kvæntur Huldu Harðardóttir. Afkomendur þeirra Elisabetar og Meyvants eru nú 73 talsins. Árið 1934 fluttust þau hjónin að Eiöi, og hafa búið þar siðan. Elisabet var mikil frið- leikskona, og er slikt ávallt mjög ánægjulegt, en hitt er þó miklu meira um vert, hve vel gerð og góð kona hún var. Ástúð hennar og umhyggja, hjálpsemi og fórnfýsi virtust engum takmörkum háðar. Gilti það jafnt hver sem i hlut átti, „menn eða málleys- ingjar” eins og það er stundum orðað. Ég sem þessar fáu linur læt hér frá mér fara, hefi alveg sérstaklega mikla ástæðu til þess að þakka Elisabetu, eiginmanni hennar, börnum þeirra og barnabörnum, fyrir framúrskarandi góða og einlæga vináttu og hjálpsemi, sem ég hefi notið i rikum mæli um mörg undanfarin ár. Þvi héfir oft verið haldið fram, að eitt það bezta, sem þetta lif getur gefið hverjum manni, sé aö fá tækifæri til þess að umgangast, kynnast og vera samtiða góðu fólki. Þetta hefir verið rökstutt með þvi ,,að þar sem góðir menn fara, séu Guðs vegir.” Þá má einnig minnast þess ,, að þar sem er hjartarúm. þaner einnig húsrúm.” Þetta hvort tveggja tel ég að Elisa- bet hafi sannað svo greinilega i umgengni sinni viö allan þann mikla fjölda fólks, er hún kynntist i lifi sinu, að betur muni það varl gert verða. Til dæmis má minnast þess, að er maður hennar gengdi húsvaröarstöðu á ,,Nýja-Garði” leituöu Ibúar þar oft til hennar um ýmiss konar aöstoð, sem hún veitti þeim ævinlega sem sjálf- sagðan hlut. Aldrei mun hún hafa óskað greiöslu fyrir, en ávallt greitt fyrir þeim, svo sem væru þeir allir hennar eigin börn, ævinlega með glöðu geði og brosi á vör. Sterk og fölskva- laus vinátta skapaðist þvi milli hennar Frh. á bls. 15 16 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.