Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Page 11

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Page 11
Sverrir Olafsson Fæddur 30. ágúst 1808 Dáinn 16. marz 1074. Hinn 22. marz fór fram frá Foss- vogskirkju útför Sverris Ólafssonar, llæðargar&i 22 hér i borg. Sverrir ólafsson var fæddur 30. ágúst 1898 i Tjarnarkoti i Njarðvikum. Foreldrar hans voru ólafúr Nikulás- son sjómaður, ættaður af Suðurnesj- um, og Ingibjörg Benónýsdóttir frá Ormskoti undir Eyjafjöllum Hinriks- sonar. Kona Benónýs var Sigriður Jónsdóttir bónda á Lækjarbakka i Kirkjubæjarsókn og siðar (1839) að Drangshlið undir Eyjafjöllum, Sverrissonar. Meðal barna Benónýs og Sigriðar i Ormskoti, auk Ingibjarg- ar, voru Benóný, lengi kaupmaður i Keykjavik og Friðrik i Gröf i Vest- mannaeyjum, faðir Binna i Gröf (Benónýs Friðrikssonar), sjógarpsins alkunna, er lézt árið 1972. Ólafur og Ingibjörg, foreldrar Sverris, fluttust úr Njarðvikum með fjögur börn sin til Hafnarfjarðar á fyrsta tug aldarinnar. Þar var meira um atvinnumöguleika á hinum stærri fiskiskipum fyrir dugandi menn. Sú varð lika raunin, ólafur fékk brátt skiprúm og þótti þar vel skipað sem hann var. Ellefta febrúar 1912 lét fiski- skipið Geir úr höfn i Hafnarfirði með 27 manna áhöfn. Ólafur Nikulásson var einn þeirra. Það skip kom aldrei aftur, en þrettán urðu ekkjurnar og sextiu börnin föðurlaus. Tveimur ár- um siðar fluttist Sverrir til Rvikur, unglingur að aldri, og hér átti hann heima siðan i sextiu ár. Fyrsta sumarið var hann kaupmað- ur i Viðey hjá Páli Gislasyni kaup- rnanni, er hal'ði búið þar á leigu, og var jafnframt mjólkurpóstur til bæjarins. Um haustið tók Páll hann i verzlun sina, Kaupang, og var hann þar af- greiðslumaður i fjögur ár. Þá réðst hann til Alfreðs Rosenberg til fram- reiðslustarfa. Var hann á sumrin á Þingvöllum við veitingarekstur Rosenbergs þar en annars i bænum, i Biókjallaranum og siðar á Hótel Is- land. Nokkru fyrir 1930 varð Sverrir starfsmaður hjá Olg. Egill 'Skalla- grimsson og vann þar siðan samfleytt til 1960. Þó var hann við framreiðslu hjá sinum gamia húsbónda við einstök tækifæri svo sem á Þingvöllum 1930. Er Sverrir hætti störfum hjá ölgerð- inni, fékk hann vinnu á vegum Reykja- vfkurborgar. Var hann tvö ár ganga- vörður við Laugarnesskóla, en siðan við Vogaskóla, og hætti þar störfum 1970. Sverrir kvæntist 1942 Soffiu Kristjánsdóttur, dóttur Kristjáns H. Jónssonar ritstjóra á tsafirði og konu hans Guðbjargar Bjarnadóttur frá Vöglum Jónssonar (Reykjahliðarætt). Börn þeirra eru tvö, Björg, gift Guð- mundi llervinssyni húsasmiðameist- ara og Björn vélstjóri kvæntur Sól- veigu Indriðadóttur. Nokkur siðustu árin var Sverrir heilsuveill og hafði dvalizt m.a. þri- vegis á Vifilsstöðum um skeið, en hresstist jafnan á ný. Fyrir nokkrum dögum fékk hann hægfara heilablæð- ingu og var fluttur á sjúkrahús en það varð ekki til langrar legu. Á fjórða degi lézt hann af hjartabilun, en henn- ar hafði hann kennt um skeið. Kynni okkar Sverris voru ekki löng, aðeins ein sex ár, eða frá þvi að börn okkar stofnuðu til hjúskapar, en þau kynni voru þess háttar, að mig langar til að þakka þau er leiðir skilja. Það hef ég sannfrétt að samvizku- semi, heiðarleiki og trúmennska hafi einkennt öll störf hans. Þetta kemur \c! heim \ ið kynni min af honum, sem hófust þó ekki fyrr en starfsdagur hans var að kalla allur. Það, sem mér fannst um Sverri við fyrstu kynni, var, að hógværð og kur- teisi og hlýleg hlédrægni i öllu viðmóti einkenndu framkomu hans, og þetta sannreyndi ég. Þetta voru honum eðlislægir mannkostir. Þess vegna var gott með honum að vera. Vegna þessa þakka ég éinstaklega bjarta og við- felldna kynningu og sakna þess, að hún er numin á brott úr mynd dagsins. Kona hans og börn hafa mikið misst, en þau hafa lika margt að þakka og frá þeim minningum, er þau eiga, stafar birtu fram á veg ókominna daga. Indriði Indriðason. í Kynni min af Sverri Ólafssyni hóf- ust, er ég kom til Reykjavikur i fyrsta sinn fimmtán ára gömul. Ég dvaldist þá i nokkra daga á heimili hans og konu hans, Soffiu móðursystur minn- ar. Þau höfðu þá veriö gift i nokkur ár og bjuggu ásamt tveimur ungum börn- um sinum i litilli ibúð við Skólavörðu- stig. Sverri hafði ég ekki séð fyrr, og yar þvi ekki laust við að ég væri kviðin og feimin, þegar ég kom á heimili þeirra i fyrsta skipti. Feimni min hvarf þó á augabragöi um leið og Sverrir tók i höndina á mér hlýlegur og brosandi og bauð mig velkomna. Ég fann að óþarfi var að vera feimin við þennan yfirlætislausa og ljúfa mann, og ég held, að strax við þessi fyrstu kynni hafi mér orðið ljóst hvilikur á- gætismaður hann var. Seinna kynntist ég enn betur mannkostum hans, er ég bjó einn vetur á heimili þeirra hjóna, en þá voru þau flutt i eigin ibúð, sem þau höfðu komið sér upp af miklum dugnaði. Minnist ég margra ánægju- legra stunda frá hinu hlýlega heimili þeirra fyrr og siðar. Oft var gest- kvæmt hjá þeim. tbúðin var að visu ekki stór á nútimamælikvarða, en það kom ekki að sök, þvi gestrisnin var mikil og þau hjónin samhent i þvi sem öðru. Höfum við ættingjar Soffiu utan af landi ekki hvað sizt notið þess, þeg- ar við dvöldumst i Reykjavik um lengri eða skemmri tima. Sverrir var hæglátur maður og hlé- drægur og framkoma hans einkenndist islendingaþættir 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.