Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Side 15

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1974, Side 15
Jón Lýðsson verkstjóri Ekki kveikja menn heldur ljós og setja það undir mæliker, heldur á ljósa- stikuna og þá lýsir það öilum, sem eru á húsinu — (Matteus 5-15) Hinn 14. mai s.l. lézt Jón Lýðsson, verkstjóri á sjúkrahúsi eftir lang- varandi veikindi og legu, ýmist á sjúkrahúsum eða á heimili sinu Grettisgötu 73. Jön var fæddur að Hjallanesi i Land- sveit þann 12. mai 1890, og var þvi réttra 84 ára er hann lézt. Jón var sonur merkishjónanna Lýðs Árnasonar og Sigriðar Sigurðardóttur, sem bjuggu að Hjallanesi, Jón var þriðja elzt barn þeirra hjóna, en þau komu upp stórum og myndarlegum barnahópi, alls 12 börnum, 10 sonum og 2 dætrum. Ætt Jóns rek ég ekki, en get þess, að rætur hennar eru sterkar, svo og ættareinkenni, en Jón mun hafa borið nafn hins þekkta eldklerks Jóns Stein- grimssonar. Jón gekk að eiga eftirlifandi konu sina Guðrúnu Gisladóttur þann 15. október 1921, mikillri ágætis konu, sem verið hefur hans stoð og stytta i yfir 50 ár. Aðuren Jón gekk að eiga Guðrúnu eignaðist hann eina dóttur, en þeim Guðrúnu varð fimm barna auðið, öll eru börnin gift og er barnabarnahóp- urinn orðinn stór og samheldni þeirra ((D Asgrímur Asgrimurlngikvæntist hinn 8. októ- ber 1961 eftirlifandi konu sinni, Astu Magnúsdóttur frá Hólmatungu i Jökulsárhlið og áttu þau fjóra syni unga. Ógleymanlegt var að koma á heimili þeirra hjóna og njóta þeirrar glaðværu hlýju og frábæru gestrisni, er þar rikti. Fyrir þær stundir vil ég mega þakka, þótt aldrei skiljist betur en á slikum stundum, hversu mannleg orð eru fátækleg og vanmáttug. Með fráfalli Ásgrims Inga hefur Borgarfjörður misst ötulan son og góð- an dreng i fornri og fullri merkingu. Sigurður Óskar Pálsson. Islendingaþættir allra og nærgætni við Jón og Guðrúnu á timum veikinda er lofsverð. Foreldrar Jóns, Lýður og Sigriður voru ekki auðug talin á landsvisu, en þau áttu þann auð, sem mölur og ryð fær ekki grandað og barnalán þeirra var mikið, þótt nú séu stór skörð komin i þennan stóra og myndarlega hóp, þvi eftir lifa nú tvær systur og tveir bræður. Ég man hve stoltur ég var af þessum föðursystkinum minum, á unga aldri, og það stolt hefur ekki minnkað, þótt aldurinn færlýst yfir mig og oft verður mer hugsað til þeirra og annarra, sem hófu lifsstarf sitt á svipuðum tima og þau. Engin kynslóð mun hafa lifað svo breytilega tima, og það er hún er lagði hornstein og byggði grunnmúra þeirrar velmegunar, sem við búum við i dag. Hún hefur staðið af sér tvær heimsstyrjaldi, breytt hreysum i hallir, kotum i stórhýsi, þolað kreppur og góðæri, en haldið þó jafnvægi sinu og sálarró. Þessir vormenn Islands báru fram til sigurs frelsi og framtak og hafa arf- leitt okkur að þvi, hvernig sem til tekst með varðveizlu þessa arfs. Þegar Jón og systkini hans i Hjalla- nesi, óxu úrgrasi leituðu þau sér vinnu utan heimilis og gerðu þau það með ýmsum hætti, en hvaða störf sem þau völdu sér, gerðust þó dugandi og vel metin, vegna dugnaðar og trú- mennsku. Jón neitinn stundaði lengi vel sjó- mennsku á togurum i Kanada og viðar en lengst vann hann sem verkstjóri við Grjótnám Reykjavikurhafnar. Ég held, að Jóni hafi fallið vel gliman við grásteinsklöppina, klöppin var sterk og traust eins og hann sjálf- ur og hann naut þess að geta sprengt hana og klofið i haganleg björg, sem féllu vel i hleðslu hafnarmann- virkjanna, en þessi glima endaði þó þannig, að hann féll fyrir þeim sjúkdómi.sem leiddi hann til dauða, en dauðastrið varð langt og erfitt, þvi aö lifsorka Jóns var meö eindæmum og mörgum atrennum dauðans hrinti hann frá sér, áöur en yfir lauk. t þessum veikindum Jóns var kona hanshonum hin styrka stoð, enda þótt hún væri ekki heil heilsu sjálf, en Guðrún er gædd einstökum dugnaði, og hún annaðist eiginmann og heimili af þeirri alúð og glaðlyndi, sem ein- kennt hafa hana alla tið. En þau hjón voru ekki ein og yfir- gefin, þvi að börn þeirra, tengdabörn og barnabörn slógu verndarhring um þau, aðstoðuðu og glöddu á þessum erfiðu timum. A þessum óvenju góðu vordögum, þegar sól nálgast hápunkt og gróöur jarðarinnar teygir sig i átt til sólar, eru jarðneskar leifar þinar huldar moldu, en andi þinn gengur á vit feðra þinna, til að fagna með þeim sumri og hefja göngu á nýjum leiðum, þá kvarflar hugur minn til unglingsára minna og þeirra kynna, sem ég hafði af þér. Ég minnist þeirra tima, þegar ég ungur maður fluttist til Reykjavikur og varð heimagangur á heimili þinu um margra ára skeið, naut þar um- hyggju og alúðar, eins og ég væri eitt barna ykkar hjóna. En hjá ykkur var ávallt opið hús fyrir þá, sem að garði bar — og þeir voru margir einkum aðkomufólk úr sveitunum austan Hellisheiðar, oft var þröngt þótt húsakynni væru góð, en gestrisni og hjartarúm skorti aldrei. Jón var einhver sá traustasti maður sem ég hefi kynnzt, ekki orðmargur né afskiptasamur, en hjálpsamur, ráð- hollur og vinafastur. Hann var sterkur maður andlega og likamlega, svo hann minnti á bjargið, sem ekki bifast þótt holskeflur gangi yfir. Störf sin öli rækti hann á hljóðlátan hátt, en af dugnaði og elju meðan heilsan entist. Við andlát þitt, frændi, hverfur maður, sem ég virti mikils og sakna, en ég hryggist ekki, þvi þreyttum manni og sjúkum er hvildin góð. Þér auðnaðist langt lif og skilaðir góðu dagsverki, ég er þess fullviss að þessi lífsganga þin er leið til annarrar og betri tilveru. Ég færi þakkir fyrir allt, sem þú varst mér og þér, Guðrún, vil ég flytja samúðarkveðjur vegna missis eigin manns, sem svo lengi hefir verið föru- nautur þinn i gleði og sorg daganna. Megi minningin ylja þér og gleðstu yfir þvi, að hann er nú laus við allar þjáningar. Megi góður guð styrkja þig, ásamt börnum þinum og fjölskyldum þeirra. Bergstcinn Sigurðsson frá Hjallanesi. 1S

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.