Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Page 2
Fjölskyldan á melnum
í urðinni á melnum þar áður bjuggu hjón,
sem elskuðust og störfuðu þar mikið,
þeim hjálpað var að byggja, svo biðu ekki tjón,
með barnahóp sinn, það var allt ósvikið.
Þau eignazt höfðu stóran og blíðan barnahóp og börð-
ust oft af elju hörðum höndum.
Lifið þeim þvi erfiði og angur lika skóp
en ástin var þar sterk i sinum böndum.
Og bóndinn þarna myndaði merkilegra bú
en margur hefði i raun og veru trúað.
Hann ótal hafði kindur, en engan hest né kú
þvi á hans bak var þungum byrðum hrúgað.
Hann elskaði ekki melinn, en mátti til að sjá mergð af
börnum siniím fyrir brauði.
En ástin hans á konunni og barnahópinn brá
bjartri trú á jarðarinnar auði.
Það lagt hafði enginn veg upp að valmennisins bæ
hann varð að sættast lélegan við troðning.
Hann varð að nota bakið við brennisburð frá sæ,
þá breisku daga hann þurfti lika „soðning”
En nú á timum ryðja þeir rikmannlegan veg
þvi raunirnar sem þessi maður hafði —
fáum hinum yngri nú finnst hér trúanleg
hans fyrri saga, er lifið um hann kraföi.
En konan sem var bliðlynd og beitti ráðnum hug,
beztan taldi kjark I þreyttan manninn.
Þótt þreytt hún væri oftast, ei dró af sinum dug
til dáða fyrir fjölskylduna, svanninn.
Hún vann af krafti og elju, kona þessa manns,
og kunni vel til búskaparins verka,
þvi fyrir verkin hennar og velferð barna hans,
hún vann á mál sitt manninn þreytta, sterka.
Þröngt var oft i i.búi og þá var opiðhús
þeim, sem komu i heimsóknir i bæinn.
Það virtist lika siður þessa vingjarnlega húss
að væru annarra börn þar allan daginn.
Þau kvörtuðu þó aldrei þessi yndislegu hjón
ágangs þeirra — hvað sem fátækt liður.
Ef eitthvert þurfti að leita eftir barnalegri bón,
þá bliðu sýndu og veittu þeim er svíður.
Nú börnin þeirra öll eru bezta merkisfólk,
og barna-barnahópur þeirra mikill.
Þeim berst nú ekki lengur brauð né mikil mjólk
á baki hans, sem fjölskyldu var lykill.
Nú i burt af melnum er bóndi horfinn sá
þótt björtum vonum tengdust þar hans kynni.
Nú lagt hefur til hliðar hrifu sina og ljá
þær hetjudáðir hverfa seint úr minni.
Þjóðfélagið skóp ekki bændum býsn sem nú
og bjargaði ekki fjölskyldunum þarna.
Það eitt var þvi að flýja og finna annað bú,
eða fara á burtu, svona var að tarna.
Og þegar striðið hugðist svo hafa þarna dvöl,
var harla litil von til þess að dvelja.
Þetta varð þvi sveitinni býsna mikið böl.
Og bæinn tókst nú alls ekki að selja.
Þarna fór I eyði um fimmtán bæja þorp,
og fjölbreytt útgerð sézt þar ekki lengur
Þar er nú varla eftir nema sjávarströnd og sorp,
og sagan frá þvi ég var litill drengur.
En æskan var nú gleði þótt erfitt væri oft
að ýmsu leyti réttlátlega að breyta.
Ævintýri mörg voru og miklu hreinna loft,
hún mamma fékk þar erfið störf að þreyta.
Hann farinn var að vinna á virðulegri stað
það valda myndi minna lifsins striði.
Hjá fólki sinu býr nú og bezt mun lika það.
Ég betur vona að alla tið þeim liði.
— Kveðið til Guðnýjar og Emils á meðan bæði lifðu. —
Gunnar B. Jónsson
frá Sjávarborg.
Túnið hans var litið og lá um bóndans bæ,
en lifsþrautir hans voru miklu verri.
Þvi afla þyrfti heyja frá engjum yfir sæ
og engin furða að lifskraftarnir þverri.
Ýmis önnur störf annaðist Emil á
langri ævi og oft var vinnudagurinn
langur og erfitt var að afla nægilegrar
bjargar handa stórum hópi barna. Oft
mátti þvi sjá hann berandi þungar
byrðar á baki sér upp melinn, heim i
bæinn, en seiglan ogeljan voru honum
meðfæddir eiginleikar.
Emil var alltaf léttur á fæti og léttur
i máli. Hann lét sig ekkert muna um að
ganga um dali og fjöll, ef lita þurfti
eftir kindum og öðrum fénaði. Hann
hafði mikla frásagnargáfu og virtust
stundum ómerkilegustu atburðir
verða eins og lifandi i frásögn hans,
enda kunni hann frá mörgu að segja og
lifðum við börnin okkur inn i at-
burðina, þegar hann sagði frá.
Hann spilaði einnig oft á harmóniku
fyrir okkur krakkana og var þá venju-
lega lif i tuskunum, þvi hann gæddi allt
sitt spil miklu lifi og kátinu.
En þar sem ég nú kveð frænda minn
Emil, vil ég þakka honum allar þær
ánægjustundir, er hann veitti mér og
minum, bæði fyrr og siðar, og jafn-
framt votta aðstandendum fyllstu
samúð og virðingu.
Jóhann Jónsson.
2
islendingaþættir