Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Side 8

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Side 8
100 ára minning Sólborg Matthíasdóttir frá Svalvogum Sólborg Matthiasdóttir var fædd að Haukabergi, Barðaströnd. Hún var dóttir Ingibjargar Sakaríasdóttur og Matthiasar Péturssonar. Þau voru þá heitbundin og voru vinnuhjú að Haukabergi. Þau áttu 2 dætur en önnur dó rétt eftir fæðingu og var skirð skemmri- skirn og var nefnd Petrina. Um það leyti slitnaði upp úr sam- vistum þeirra Ingibjargar og Matt- hiasar og var þá Ingibjörg ein með Sólborgu litlu i fanginu. En fyrir unga stúlku með barn i fanginu á átjándu öldinni var lifið eng- inn leikur. Ingibjörg lét Sólborgu aldrei frá sér, hún gerðist vinnukona á ýmsum stöðum. Frá Barðaströnd mun hún hafa flutt árið 1879 sem vinnukona að Fremri Hvestu I Arnarfirði tilKristjáns Ólafs- sonar Thorlacfus. Tveim árum siðar fluttu þær mæðg- ur að Staðarhóli i Selárdal i sömu sveit, til séra Benedikts Þórðarsonar sem þá var hættur prestsskap og maddömu Ingveldar. Arið 1882 flytja þær að Lokinhömr- um Auðkúluhreppi, Arnarfirði til þeirra sæmdarhjóna Guðrúnar og Gisla Oddsonar, þá mun Sólborg hafa verið 7 ára gömul og námstimi hennar að byrja. Ingibjörg var trúhneigð kona og dygg i störfum sínum og vann sér vin- sældir hjá húsbændum og öðrum vinnuhjúum svo allir vildu styðja hana i að segja Sólborgu litlu til að læra að lesa, en hún var bókhneigð og vel greind, gekk vel að læra svo allir höfðu gaman af að segja henni til en hún mun hafa launað fólkinu með þvi að lesa fyrir það sögur þegar hún stækkaði og var oröin læs. í Lokinhömrum var fjölmennt og 8 stórt heimili eða kringum 30 manns allan ársins hring. Þar var útgerð á sumrin frameftir hausti og stórt fjárbú og þar af leið- andi mikil tóvinna. Ingibjörg móðir Sólborgar var i eldhúsinu og eins og nærri má geta hefur verið þar mikið að gera og þurft að fara snemma á fætur og seint i rúmið. 1 Lokinhömrum undu þær vel hag sinum og þaðan var Sólborg fermd i Alftamýrarkirkju. Eftir 10 ára dvöl á heimili Gisla Oddsonar i Lokinhömrum flytja þær til Dýrafjaröar að Neðsta Hvammi i Þingeyrarhreppi, Ingibjörg til Steins Kristjánssonar en Sólborg til Gisla Björnssonar og Sveinbjargar Kristjánsdóttur konu hans. t Hvammi náði Sölborg i sinn lifs- förunaut Þorvald Jón Kristjánsson frá Efri Miðhvammi. Þegar Sólborg var 20 ára voru þau bæði i Meðaldal i Dýrafirði og þar voru þau gefin saman i hjónaband 30. nóvember 1895. Siðan flytja þau að Hvammi og byrjuðu þar búskap, en árið 1905 flytja þau að Svalvogum sem er yzti bær i Þingeyarhreppi i Dýrafirði. Þar munum við Sólborgu glæsilega og röska við sin margvisl. störf, þar gekk hún að öllum störfum. Við sjáum hana i anda ganga frá orfinu að mjöltunum, koma úr smalamennsku að matseldun, þá setti hún bátinn með bónda sinum og dró hrognkelsanetin. A sunnudögum létu þau hjón sækja vermenn i verbúðir og Sólborg las hús- lestur á hverri helgi og alltaf voru passiusálmarnir sungnir og iesin hug- vekja alla föstuna frá þvi ég man eftir mér. Frá Meðaldal átti Sólborg margar góðar minningar, þar eignuðust þau sitt fyrsta barn og þar lærði hún að sauma karlmannaföt og margt fleira hjá Helgu Bergsdóttur húsfreyju i Meðaldal. Þegar þau fluttu að Svalvogum, Þorvaldur og Sólborg fylgdi Ingibjörg móðir hennar henni eftir og var hún dóttur sinni mikil stoð þegar börnum fjölgaði og eins og var i þá daga, að allur fatnaður var unninn heima bæði ytri og innri föt og allir skór gerðir heima lika. Þá kom sér vel vefnaðar kunnátta Þorvaldar fyrir utan að vefa voðir i föt var salónsofin ábreiða á hverju rúmi. Þegar Ingibjörg varð þess vis, að þau flyttu að Svalvogum, dóttir hennar og tengdasonur, og hún vissi að jörðin væriafskekktogerfið þá varðhenni að orði gamla máltækið,” fáir lofa einbýli sem vert er”. Ingibjörg var hjá þeim þar til hún lézt 1934, þá 82 ára gömul. Sólborg var fædd á jóladag 25/12 1875 og andaðist á afmælisdaginn sinn 25/12 1957 þá 82 ára gömul. Þau hjön Sólborg og Þorvaldur enduðu bæði ævi sina hjá dóttur sinni og tengdasyni Huld og Helga Brynjólfssyni að Þingeyri Dýrafirði. Sólborg var vel greind og góð kona. Hugur hennar var ávallt opinn fyrir jákvæðum áhrifum og móttækilegur fyrir hinu góða. Hún vildi öllum gott gera og frá þeirra bæjardyrum held ég enginn hafi fariö bónleiður, þó oft væri af litlu að taka, en þau voru bæði sam- hent i gestrisni og greiðasemi og áltu þvi láni að fagna að geta alltaf veitt en þurfa aldrei að þiggja. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.