Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Blaðsíða 9
Sólborg og Þorvaldur eignuðust 9 börn sem öll komust til fullorðinsára og 1 fósturson ólu þau upp frá þvi hann var nýfæddur og unni hún honum ekki siður en sinum börnum. Nú eru liðin 100 ár frá fæðingu Sól-. borgarogniðjahópurinn orðinn um 200 manns, sem myndað hafa með sér félagsskap sem hefur það markmið að láta eitthvað gott af sér leiða og þá sérstaklega er hugur afkomendanna heima i sveitinni þeirra og munu þeir ásamt tengdafólki minnast þeirra hjóna Sólborgar og Þorvaldar i tilefni 100 ára afmælis Sólborgar og Þorvald- ar, rétta hönd sina heim i héraðið með eitthvað sem mætti gott af sér leiða. BLESSUÐ SÉ MINNING ÆTT- FEÐRA OKKAR. Af þvi við stöndum á timamótum minninganna og áramótum erfiðra tima og berjumst fyrir afkomu okkar og frelsi þá læt ég þessa áramótaósk mina fylgja. Gefðu oss Drottin gæfu ár, gleði vektu sanna. Linaðu þjáðra sviða sár, sefaðu fólsku manna. Ottó Þorvaldsson frá Svalvogum f 1. Hvað er öld af ævi þjóða? andartak sem flýgur brott, höfuðstafur, hending ljóða horfinn neisti dauðra glóða ber þó sinni sambúð vott. 2. Aldarminning einstaklinga *vinlega krefur svars, afkomendur þar um þinga þræði sundur rekja slynga blása glóð i brunans skars. 3. Ef við litum ögn til baka andartak á vorri ferð. Minningarnar munu vaka myndir þeirra engan saka indælar að allri gerð. 4. Þvi er gott að mega minnast nianna og kvenna liðins dags. Gleðistundir við það vinnast viða týndir þræðir finnast binda hnúta bræðra lags. 5. Nú er kvenna ár að enda Þú ævinlega muna skalt. Að hvert sem forlög fingri benda ng framtið verði illt að henda þh verður konan, okkur allt. ■slendingaþættir 6. Um Sólborgu það segja mætti hún sjálf var bóndans önnur hönd. A jólum fædd að fornum hætti og framtiðinni broshýr mætti að Haukabergi á Barðaströnd. 7. Erfitt var þá oft að lifa yfir þjóð og landi húm. Þó lærði hún að lesa og skrifa en litlir fætur götur tifa eftir bæði ám og kúm. 8. Þá var krafizt alls af öllum engin reis gegn boðum þeim. Flestir stóðu fæti höllum fiskinn þraut á stærstu hjöllum og sultur margan sótti heim. 9. Við þessi kjör hún þroska náði þegar timar liðu fram. Baráttuna hugprúð háði hennar lifshlaup enginn skráði teygði vonin glæstan gamm. 10. Til Dýrafjarðar fluttist mærin frumvaxta og æskuglöð. Gnúði strendur gjöfull særinn greiddi lokka sumarblærinn, létt var að bera lifsins kjör. 11. Einmitt þar hún Þorvald hitti þennan trausta glæsta mann. Armur féll að meyjar mitti margir sögðu að vart hún dytti og ýmsir vildu vera hann. 12. I Meðaldal svo glöð þau gengu glæst og ung I hjóna band. Lifsins reynslu fulla fengu forlög manna vægja engu heimur þeirra haf og land. 13. 1 Svalvoga þau siðan fluttu og saga þeirra raunar hefst. Um auðlegð gulls þau ekki duttu önnur grös i túni spruttu lifið alls af ungum krefst. 14. Um 40 ár þau áttu einmitt heima á þessum stað. Berjast hart og mikið máttu minnug bæði um eigin háttu kom hann seint af sjónum að. 15. Heima mátti hún þá annast húsverk öll og búskapinn. Við það sumar konur kannast kann hér enn sem fyrr að sannast þreytan merkti að kvöldi kinn 16. Kviðinn henni var þó verri væri bóndinn úti á sjó. Stundum einn á opnum knerri ofurseldur hættu hverri Aldrei þó hún af sér dró. 17. Að visu fórna vinnan krafði valt á ýmsu ljós og húm. 1 niu munna mat til hafði móður kærleik hópsins vafði klæddi bæði og kom i rúm. 18. Fóstur son þau til sin tóku trúðu á vorsins gróðurmátt. Við eigin börn þvi barni jóku beina stefnu jafnan óku til allra sem að áttu bágt. 19. I Svalvogum var gott að gista gagnkvæm rausn á flestu þar. Deilt af forða dagsins vista dvölin góð við hafið yzta öllum beini unninn var. 20. Sólborgu myndi sjálfsagt ekki sýnast kjörin þung i dag. Rými nóg um borð og bekki burtu færða alla hlekki bjart og rúmt um heimahag. 21. Sjötiu ár hefir sama ættin Svalvogunum búið á. Brást þar aldrei bjargarvættin báðum hefir dugað sættin eins og lika allir sjá. 22. Af þeirra stofni greinar greindust gildur ættar boginn var. Eðliskostir aldrei leyndust erfingjarnir nýtir reyndust hátt þar hverja hugsjón bar. Meðkærrikveðju. Elias Þórarinsson, frá Keidudal. 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.