Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Qupperneq 15

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Qupperneq 15
Guðmundur E. O mikill eljumaður við vinnu. Þannig var það einnig með Þórunni konu hans,dugnaður hennar var mikill. Þau höfðu sæmilegt bú eftir þvi sem þá gerðist, við þær aðstæður er sveita- búskapur átti við að búa i þá daga. Efnuð urðu þau ekki, enda fyrir mörg- um að sjá. A Starmýri voru á timabili fjögur býli, en löngum þrjú og er svo enn. Þar hefur til skamms tima sama ættfólk búið, þaö eru afkomendur Guðmundar Hjörleifssonar, er flutti þangað úr Borgarfirði éystra árið 1824. Sam- býlismenn Guðmundar Eyjólfssonar á Starmýri voru, mágur hans Þórarinn Jónsson og frændi hans Hjörleifur Brynjólfsson. Þetta voru góðir grann- ar og samlyndi gott þeirra i milli. Starmýri mun hafa kallast hlunninda- jörð, þvi þar eru rekafjörur miklar og veiðiskapur i sjóog vötnum. Fyrr á ár- úm kom oft talsverður reki á Star- mýrarfjörur. Allir girðingastaurar voru fengnir úr rekaviði, svo og til bygginga gripahúsa, smælki, var kurl- 3ð og notað i eldinn. Stærri trjám var. flett með stórviðarsög, úr þeim feng- ust breið og góð borð, sem notuð voru til klæðningar á veggi og þök. 1 firðin- um fékkst silungur og lúra, silungur- inn var veiddur i langnet, en dregið var fyrir lúruna i sikjum og álum. Á stórstraumsfjöru var hægt að fara 'angt út i fjörð með hesta og kerrur, og draga nót eftir álunum svo langt sem vætt var. Rauðsprettan er þar smá en feit °g hinn ágætasti matur. 1 september gekk silungur i ár og tjarnir og veidd- •st fram eftir hausti. Við Styrmishöfn, sem er i Þvottárlandi er gamalt út- r*ði. Þar sögðu gamlir menn að gerðir hefðu verið út sex bátar i eina tið, en nh mun langt siðan svo margir bátar voru þar. Til skamms tima stóðu þó tveir bátar þar i naustum. Guömundur htti þann bát er siðast var róið úr Styrmishöfn. Þaðan var róið á út- mánuðum til fiskjar. Ekki er þó hægt aö stunda þaðan sjó að jafnaði nema i góðum veðrum, þvi að höfnin er við- sJál og ólendandi þar i kviku. Aðeins var þVi um ag ræga ; ládeyðu. En á vorin fékkst stundum góður afli við Styrmishöfn, og stutt var þá yfir- f itt að róa, þvi að göngufiskur kom þá 'ðum upp undir landsteina þar. Menn Ur afskekktustu dalabýlum Álftafjarð- ar settu ekki fyrir sig tveggja klukku- , ma sjógötu eða meir, um vegleysur, auP i myrkri að heiman og heim aft- Ur i myrkri, ef þeir áttu von á þvi að hornast i fisk. ■slendingaþættir Búskapur Guðmundar sem og ann- arra á hans tima, byggðist náttúrlega fyrstog fremst á þvi að erja jörðina. Afla heyja handa búpeningnum að sumrinu og hriða um hann að vetrin- um. Engin stórvirk tæki voru þá komin til sögunnar, til þess að bylta um jörð- inni til ræktunar, enn voru menn með torfristuspaða og rekur. Með þessum frumstæðu tækjum tóksthonum þó að slétta allt tún sitt á Starmýri, svo að þar var engin þúfa eftir. En þegar hann kom að Starmýri þá var þar eng- in slétta, engin nýrækt, þá voru menn ekki almennt farnir aðslétta tún. Þeg- ar hann fór þaðan þá hafði hann aukin heldur stækkað það, hann var búinn að þurrka mýri og rækta mel. Þegar hann kom að Þvottá þá var þar stórt tún, eftir þvi sem tún gerðust þá, en mikill hluti þess var þýfður. Hann sléttaði það allt og stækkaði. Hann byggði tvo bæi á Starmýri, þann fyrri úr timbri, þann seinni úr steini. Hann flutti i gamalt timburhús á Þvottá, sem var að falli komið, og bjó i þvi fyrst, en byggði svo nýtt hús einnig þar. Á sinum efri árum, kominn fast að áttræðu, þegar heilsa og kraftar voru farin að bila, og hann fann sig ekki lengur færan um að ganga til allra verka, þá hóf hann að stunda þá and- legu iðju, sem hugurinn löngum stóð til. Hann hófst þá handa um að skrá þætti um menn og málefni eystra, og næsta merkilegt hve miklu hann hefur komið i verk svo aldraður maður. Sumir þættir hanshafa birzt i blöðum og timaritum m.a. i Múlaþingi. Hann hefur skráð sveitarlýsingu Álftafjarð- ar og lýsingu allra bæja i Geithellna- hreppi. Hann var fróður um ættir manna eystra og rakti þær i marga ættliði. Siðastliðinn vetur og sumar undi hann sér enn við að skrásetja ýmsan fróðleik. Þessi eljusemi hans og áhugi á verkefninu gerði honum ell- ina léttbærari en ella mundi. Guð- mundur Eyjólfsson hafði alla tið lif- andi áhuga á þjóðmálum og var fram- farasinnaður maður. Hann var vitur maður, hófsamur i hvívetna, úrræða- góður og gætinn. Hann var traustur vinur vina sinna. Allra manna frá- bitnastur hverskonar hégóma, blessunarlega laus við alla yfirborðs- mennsku. Hann var fróður og sagði skemmtilega frá. Þvi miður mun margskonar fróðleikur hafa farið með honum. Hann var jarðsettur að Hofi i Alftafirði þann 12. september s.l. Lifið gengur sinn veg, maður kemur og fer. En sumir menn eru jafnan birtugjafar sínu umhverfi á vissan hátt. Þeir eru einsog hlaðnir einhverju dularfullu ljósmagni, sem iljar og gleður. Guðmundur bar slikt með sér hvar sem hann fór og hvenær sem hann kom. Og lifsblys hans var bæði litrikt og ljúft, svo þó hann sé nú horf- inn, er eins og eitthvað frá honum sé rikjandi i umhverfinu. Það eru hin góðu kynni, endurskinið frá mannin- um sem ekki gleymist. Ég trúi þvi að lifsbraut hans haldi áfram, þótt hérvist sé lokið. Hann hef- ur aðeins liðið fram og út yfir sjón- hring okkar, til þeirra vina og vanda- manna, sem á undan honum voru farnir. Hann kveið heldur engu, er hann kaddi og fór, það var eðlilegt og gott, þvi hann vænti hins bezta og vissi að þaö yrði tekið á móti sér. Ég þakka Guðmundi tengdaföður minum góð kynni og ánægjulegar stundir og bið honum guðs blessunar. Matthea Jónsdóttir. Guðmundur G. O túnið litið og engjaslægjur út um hag - ann á við og dreif, en siðustu árin var allur heyskapurinn tekinn af túninu, þótt bústofn hefði margfaldazt. Guð- mundur var alla tið leiguliði á jörð sinni. Hvanneyrarkirkja átti og á hana. Það hefir löngum fylgt jörðum i rikiseigu, að þangað hrykki litið og naumlega skammtað fjármagn. Guð- mundur hafði oft úr litlu að spila, en gerði jörðinni þó til góða, eins og efni stóðu til. Þeir sem nú eiga leið um veg- inn framhjá, sjá hinsvegar hvernig áhugaleysi og tómlæti þeirra sem nú eiga hlut að máli, litur út. Það mátti heita að Guðmundur byggi i þjóðbraut, eftir að hann flutti að Stóru Drageyri. Vegurinn eftir Geldingadraga liggur við túnið. Um hann hefir umferð aukizt jafnt og þétt, einkum þó eftir að bilar fóru að fara þar um meiri hluta ársins. Meðan árnar voru brúaðar, urðu þær i vatnavöxtum slæmur farartálmi, fest- ust þá bilar og áttu i brösum, leitað var þá oft að Stóru Drageyri og ekki stóð á aðstoð þaðan, ef tök voru á, að hún kæmi að gagni. Eins og með alla að- hlynningu er hægt var að veita innan- bæjar, hún var ekki talin eftir, þótt húsakynni væru i þrengra lagi og ekki sniðin til fjölmennis. Guðmundur var sérlega greiðvikinn og hjálpsamur, aldrei bað ég hann svo bónar, að hún væri ekki veitt ef unnt var. Flestír sveitungar hans munu geta sagt það sama. Þau hjónin eignuðust sjö börn, eina dóttur misstu þau i blóma lifsins. Börn þeirra eru öll búsett i Reykjavik, þvi var það sjálfgert að þau flyttu hingað og nytu hjá þeim skjóls og trausts, er heilsa bilaöi og elli sótti að. Ég þakka Guðmundi sveitunga minum samfylgdina og þeim hjónum báðum liðin ár. Gainall sveitungi 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.