Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Qupperneq 16

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1976, Qupperneq 16
Rakel Þórðardóttir Lorange Fædd fi. október 1931 — dáin 22. desember 1975. Blóm og kransar i öllum regnbogans litum. Hækkandi sól glampandi á glugga. Hvít kista. Gat það verið að hún Rakel væri i henni? Margt fólk samankomið i kirkjunni i Fossvogi. Vinir og vanda- menn til að sýna aðstandendum sam- hug og einnig til að rifja upp gömul kynni við hana sem i kistunni lá. Ég renni Jiuganum um það bil 20 ár áftur i timann. Ég sá hana fyrst heima hjá henni tengdamömmu minni. Svona leit hún þá út konan hans Kjartans systursonar bónda mins. Glæsileg, framkoman frjáls og óþvinguð, sólbrún með hvitan hatt, — ættuð vestan úr Ólafsvík. Siðan áttum við langa samleið. &tvikin hög- uðu þvi svo að þau urðu heimilisvinir okkar. Það voru margar glaðar stundir sem viö áttum saman i Sigtúni 25. Við spil- uðum stundum whist, oft reynum við að hafa rangt við og þá var það hinna að hafa athyglisgáfuna vakandi, og að lokum var mikið hlegið þegar sá seki var staðinn að verki. Oft buðu þau okkur i biltúra i sveit- ina á björtum sumardögum einnig ein tvö eða þrjú sumur i nokkurra daga sumarleyfisferðir. Þá var það ævin- lega i Borgarljörðinn sem fariö var, þar var svo hátt til lofts og vitt til veggja. Við slógum upp tjaldi á ýms- um stöðum, bæði i glampandi sólskini og i rigningu, en i tjaldinu var ætið glatt hvernig sem viðraði úti. Þ^Ra var nefnilega áður en almenningur gat veitt sér þann munaö að taka sér sumarfri og helzt að eyða þvi á suðrænum sólarströndum. Ýmsa fegurstu staöi Borgarfjarðar sá ég fyrst i fylgd með þeim, svo sem Húsa- fell og Hraunfossa. Seinna fór svo að hún settist að i Kaupmannahöfn. Þar eignaðist hún vini og kunningja og vann þar ýmis störf sem voru henni hugleikin. Fyrir um það bil þremur árum heimsótti hún mig i siðasta sinn. Þá kom hún heim til að fylgja uppeldis- bróður sinum til grafar vestur i Ólafs- vik, og dvaldi þáhjá mér eina viku. Þá var margt rifjaö upp fra fyrri áram. Rakel kunni skil á svo mörgu. Hún var minnug á það sem hún las og átti mjög gott með aö koma orðum að, hvort heidur það voru hennareigin hugsanir eða frásögn. Rakel var viljasterk og áræðin. Kn mannlifið er nú einu sinni svona, — það er ekki nærri þvi öllum samfelld- ur dans á rósum eða eins og íagur draumur sem ekki má vakna frá. Og s litli hluti af okkur sem snýr að hinum stóra heim.i, gefur lika svo ófullkomna mynd af lifi einstaklingsins, en manneskjan sjálf er dæmd eftir þvi hvernig henni tekst að leika hvort heldur er litla eða stóra hlutverkið til enda i ævintýrinu sem við köllum lif. Einmana erum við svo fjarskalega smá, þótt heimili okkar séu glæst i vel- ferðarþjóðfélagi. Nokkrum nóttum fyrir jól dreymdi mig hana, og næstu daga var hún svo ofarlega i huga mér að það var nærri þvi eins og ég skynj- aði nálægð hennar. Og einn morguninn þegar dagurinn var hvað stytztur og myrkrið grúfði yfir og var nærri áþreifanlegt, lagðistþað svofastað, er ég var stödd niðri i bæ að kaupa jóla- gjafirhanda börnum, barnabömum og maka var eins og hvilsað væri að mér: skyldi hún Rakel ekki koma heim til gamla Fróns fyrir jólin? — ég myndi bjóða hana velkomna i mitt hús. Og þó eitthvað amaði að i bili myndi aftur birta upp. Hún var svo ung. Hún kom að visu heim, en ekki á þann hátt sem ég hafði vonað. Hún kom i hvitu kistunni sem stóð þarna innan um öll blómin, gul, rauð, bleik, hvit og blá. En einmitt svona hefði hún sjálf viljað hafa þetta, þvi fegurðin var hálft hennar lif. Og innan stundar myndi fósturjörðin falla þétt að hvitu kistunni, á sama hátt og hvi'tur snjór- inn minntist svo fast við fölnaðan svöröinn. Ef til vill eiga leiðir okkar eftir að liggja saman að nýju. Þá verður hún gestgjafinn og visar veginn — og sýnir mér máske nýjan Borgarfjörð. Ég kveð þig kæra vinkona og sendi mömmu þinni, syni, tengdadóttur og litla ömmubarninu beztu árnaðarósk- ir. Anna Þóra Steinþórsdóltir. islendingaþættir 16

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.