Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Qupperneq 7
Adolf Bjömsson
rafveitustjóri
F. 28. febrúar 1916
I). 3. febrúar 1976
Adolf Björnsson, rafveitustjóri á
Sauöárkróki, íézt á Borgarsjúkrahús-
inu i Reykjavik, 3. febrúar s.l., eftir
stutta legu. Hann hefði orðið sextugur
28. þ.m., hefði honum enzt aldur til.
Adolf var fæddur i Vestmannaeyjum
°g voru foreldrar hans þau Björn
Erlendsson, formaður þar og kona
hans Stefania Jóhannsdóttir.
Snemma hefur Adolf markað sér
starfsbraut, þvi hann innritaðist i Iðn-
skólann i Reykjavik og lýkur þaðan
prófi 1937. Hann tekur sveinspróf i
rafvirkjun 1939og verður löggiltur raf-
virkjameistari 1945, háspennupróf
tekur hann 1949 og fær leyfisbréf til há-
spennuvirkjunar sama ár.
A árunum 1938—1949 starfar Adolf
sem rafvirkjasveinn og meistari i
Reykjavik, og m.a. á þeim árum var
hann um skeið við framkvæmdir við
Skeiðsfossvirkjuni Fljótum og á Siglu-
firði, en það er svo 15. marz 1949 að
hann ræður sig sem rafveitustjóra til
Rafv. Sauðárkróks, og gegndi þeim
starfa til dauðadags. Samhliða þvi
starfi var Adolf falið að hafa eftirlit
með raflögnum i Skagafjarðarsýslu
fýrir Hérðasrafmagnsveitur rikisins,
oggegndi hann þeim starfa 1950—1959.
Hann var ritari i Félagi isl. rafvirkja
1944—1945. Formaður i Iðnaðar-
mannafélagi Sauðárkróks 1952—1968.
Hann var formaður stjórnar félags-
heimilisins Bifrastar á Sauðárkróki
1953—1958. 1 stjórn Sambands Ísl.
rafveitna, 1960, 1962 og siðan frá 1974
og til dánardægurs.
Adolf tók mikinn þátt i starfi
Rotaryfélagsskaparins, og var m.a.
forseti Rotaryklúbbs Sauðárkróks
1960—1961. Hann var i stjórn Stanga-
veiðifélags Sauðárkróks 1956—1961.
Hann var forseti Iönþings íslendinga á
Sauðárkróki 1962. Adolf var einnig i
stjórn Norræna félagsins á
Sauðárkróki.
Þetta er orðinn löng upptalning, en
miklu lengri gæti hún verið, þvi viða
hefur Adolf komið viö og lagði gjörva
hönd á margt, hlaupið undir bagga og
aðstoðað i margháttar störfum er til
heilla hafa horft fyrir byggðirnar hér i
Skagafirði.
Það er alveg sama að hverju Adolf
gekk, þar var enginn hálfvelgja i hlut-
unum, hann snérisér að þvi sem hann
tók sér fyrir hendur af miklum krafti,
og hljóp ekki frá þvi, þótt eitthvað
blési á móti og var þannig bæði þraut-
seigur og framsýnn.
Rafveita Sauðárkróks mun lengi búa
að starfi hans. Hann skipulagði raf-
veituna og dreifikerfið sem er til mik-
illar fyrirmyndar, og ávallt hafði
Rafveitan lokið sinum lögnum um ný
bæjarhverfi áður en notendur þurftu á
þvi að halda, þanni^ að þeir þurftu
aldrei að biða eftir framkvæmdum hjá
Rafveitunni.
Fjárhagslegur rekstur og innheimta
Rafveitunnar voru einnig til sérstakr-
ar fyrirmyndar. Þar var aldrei bruðl-
að með fjármuni, án þess þó, að neitt
vantaði til þess að dreifikerfið stæöist
fullkomlega.
Eitt siðasta verk rafveitustjórans
hjá Rafveitu Sauðárkróks, var að
bjóða út og ganga frá tilboði i raf-
strengi, er duga muni Rafveitunni nú á
næstuárum.og er þetta verk táknrænt
um starf Adolfs alla tið, hjá þessu
öskafyrirtæki sinu.
A siðasta ári átti Rafveita Sauðár-
króks 50 ára afmæli, og var þess sér-
staklega minnztmeð hófi i lok nóvem-
ber. Þrátt fyrir það að Adolf væri þá
orðinn fársjúkur, hvildi mest á honum
allur undirbúningur og framkvæmd
þess og fór það bæði virðulega og eft-
irminnilega fram, og mun öllum þeim
er þar voru verða það minnisstæð
stund.
Þegar sjónvarpið hóf útsendingar i
Skagafirði, beitti Adolf sér fyrir stofn-
un sérstaks áhugamannafélags er
gerði hagstæða samninga við inn-
fiytjendur sjónvarpstækja, til mikilla
hagsbóta fyrir sjónvarpskaupendur i
héraðinu. Jafnframt gerðist Adolf
fréttaritari sjónvarpsins þá þegar og
varð um leið kvikmyndatökumaður
þess i Skagafirði.
Fyrir nokkrum árum var Adolf kos-
inn i stjórn Sauðárkrókssafnaðar og
starfaði þar til æviloka. Hann kom til
starfa fyrir söfnuðinn þegar mikið lá
við. Kostnaðarsamar endurbætur voru
geröar á kirkjunni að innan, og þurfti
þvi að fá bæði gætinn og úrræðagóðan
rikum mæli rólegt og hljóðlátt viðmót
en það er einkenni góðra manna sem
öiiuin vilja vel og láta aðeins það bezta
af sér leiða Þess vegna gerði glaðlyndi
og góðlátleg glettni hennar i tilsvörum
það að verkum að öllum leið vel i ná-
vist hennar þvi sannast á henni orð
Bjömsterne Björnsson þar sem góðir
menn fara, þar eru guðs vegir.
Asta var dul að eðlisfari og gaf sig
þvi ekki að félagsmálum þótthún væri
svo i stakk búin að vitsmunum að hún
þess vegna hefði vafalaust getað orðið
framá kona i félagsmálum sveitar
sinnar. En þar sem áhuga hennar
þraut á þjóðmálum, þá varð henni
meira i mun að verja starfskröftum
sinum i þágu barna sinna og heimilis.
Sem hún þá rækti með elju og fyrirsjá.
Enda er árangurinn augljós i dagleg-
Islendingaþættir
um samskiptum þeirra við samfélag-
ið.
Asta gekk ekki heil til skógar siðustu
mánuðina sem hún lifði. Það var
reyndar hverjum manni ljóst sem
hana þekktu bezt aö hverju fór, þótt
henni tækist með einbeitni sinni og
sjálfsögun að leyna sjúkdómi sinum
svo að með ólikindum gat talizt, þar til
hana þraut svo megn að ekki varð
lengur leynt sjónum og vitund manna.
Ég fæ aldrei fullþakkað Astu og
manni hennar fölskvalausa vináttu
þeirra við mig og konu mina, þar til
yfir lauk samskiptum þeirra að henni
látinni. Vinir og vandamenn Astu
þakka henni af einlægum huga sam-
ferðina á iöngum starfsdegi.
Lát Astu hefur fært manni hennar
sorg og söknuð, en skilið hann eftir
þess I stað á ókomnum árum auðugan
af fögrum minningum úr samlifi
þeirra. Og hann er stoltur af að hafa
eignast slikan lifsförunaut, börnum
sinum að móöur og niöjum þeirra að
ættmóður.
Að leiðarlokum þakka ég persónu-
lega þessari látlausu og háttprúðu
konu ógleymanlegar samverustundir
og óska henni velfarnaðar á hinni nýju
vegferð hennar.
Asta var lögð til hinstu hvildar að
Görðum á Akranesi þann 25. septem-
ber siðastliðinn að undangenginni
kveðjuathöfn i Akraneskirkju að
viðstöddu miklu fjölmenni.
Vertu sæl Asta min á Akrarlæk og
hittumst heil fyrir handan.
Kristján Þórsteinsson.
7