Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Qupperneq 8
Guðjón Guðmundsson
aðila til þess að sjá um gjaldkerastörf-
in fyrir söfnuðinn, og var þvi leitað til
Adolfs,sem ekki brást i þvi starfi frek-
ar en öðru er hann gekk að.
Adolf Björnsson var mikill
áhugamaður um eflingu iðnfyrirtækja
og stofnun nýrra á Sauðárkróki, og sat
i mörgum nefndum er höfðu það að
markmiði. Forgöngumaður var hann
um byggingu minkabús á Nöfunum á
Sauðárkróki ogleiddi það starf fyrstu
árin.
Adolf var mikill baráttumaður alla
tið fyrir vatnsvirkjunum á Norður-
landi vestra, en þvi miður fékk hann
aldrei að sjá þá drauma rætast. Hann
hafði áhrif bæði á ráðherra og þing-
menn i þessum virkjunarmálum, og
kom þvi m.a. til leiðar að frumvarp
var flutt á Alþingi um virkjun
Reykjarfoss i Svartá i Skagafirði, og
var það samþykkt, þó að ekkert yrði úr
framkvæmdum. Adolf hafði þó undir-
búið það mál þannig, að hann lét gera
á vegum Rafveitu Sauðárkróks miklar
jarðvegsrannsóknir og athuganir þar,
og i framhaldi af þvi áætlanir
um virkjun og voru þær áætlanir til-
búnar til útboðs, þegar séð var að
opinberir aðilar höfðu dregið sig til
baka, og varð þvi ekkert úr
íramkvæmdum.
Adolf Björnsson, var að verðleikum
skipaður af ráðherra til þess að taka
sæti i nýkjörinni stjórn Norðurlands-
virkjunar.
Eitt var það áhugamál, er var Adolf
dýrmætara en flest annað, en það var
starf innan Frimúrarareglunnar á
tslandi. Hann var i forustuliði Skag-
firzkra Frimúrara og auðnaðist þar að
gera hreint kraftaverk á þvi sviði, i
heimahéraði og leiða þar fámennan
hóp reglubræðra til myndarlegra
átaka.
Þann 28. febrúar 1947, kvæntist
Adolf eftirlifandi konu sinni Stefáníu
önnu Frimannsdóttur, frá
Austara-Hóli i Fljótum, og hefur hún
reynzt Adolf tryggur förunautur gegn-
um árin, og stutt hann dyggilega i oft
erfiðu starfi. Þarsem Adolf hefur mik-
ið þurft að ferðast i sinu starfi, þá hef-
ur Stefania lagt það á sig, að ferðast
með honum, Adolf til mikilla ánægju
ogstyrks. Þeim hefur ekki orðið barna
auðið, en son átti Stefán áður en
Adolf gekk i fööur stað.
Nú þegar Adolf er kvaddur að
leiðarlokum, með þakklæti fyrir
ánægjuleg kynni og ógleymanlegt
samstarf, þá verða viða eyður sem
vandfylltar verða.
Ég og fjölskylda min, sendum þér
Stebba min, innilegar samúðarkveðj-
ur og biðjum Guð að blessa þig og
veita þér styrk i sorg þinni.
Ilelgi Rafn Truustason.
Fæddur 16. mai 1916
Dáinn 30. september 1975.
Inn í dauðans hljóðu hallir
hurfu þeir mér einn — og tveir.”
E.ftir þvi sem á ævina liður, verða
þeir æ fleiri og fleiri, sem hverfa inn i
hinar „hljóðu hallir” hins ókomna, er
bfður okkar allra. Þetta er lögmál lifs-
ins, en þó er alltaf eins og maður
hrökkvi við, sérstaklega þegar góður
vinur hverfur skyndilega af sjónar-
sviðinu — og lif hans allt i einu orðið
minningin ein.
Fyrir aðeins fáum dögum kom dálit-
ill vinahópur saman hér heima hjá
okkur eina kvöldstund, þar á meðal
var Guðjón Guðmundsson mágur
minn, og Elin kona hans. Þá var hann
hress og óvenju glaður, og ekki hefði
neinum dottið i hug þá, að þetta yrði i
siðasta sinn, sem hann væri meðai
okkar. En þannig varð það.
Guðjón Guðmundsson fæddist 16.
maf 1916 að Reykjanesi i Grimsnesi.
Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg
Hróbjartsdóttir og Guðmundur
Guðjónsson, er þar bjuggu þá, bæði
Arnesingar að ætt.
Um það bil, að Guðjón var 7 ára
flutti fjölskyldan til Reykjavikur og
nokkru seinna slitu hjónin samvistum.
Tvö'börnin urðu eftir með móður sinni,
en fjórir elztu drengirnir, og þar á
meðal Guðjón fóru með föður sinum að
Melum i Melasveit i Borgarfjarðar-
sýslu. Guðmundur hafði þá fest kaup
á þeirri jörð. Ölst Guðjón þar upp
með föður sinum og stjúpu. Innanvið
tvitugsaldur varð hann fyrir þvi áfalli
að fá höfuðmeinsemd. Var hann þá
fluttur tjl Danmerkur og gekkst undir
aðgerð hjá hinum fræga dr. Bush —
var einhver fyrsti sjúklingurinn héðan,
sem til hans fór. Aðgerðin tókst vel, en
þó gekk Guðjón aldrei heill til skógar
siðan. Það vita þeir, er kunnugir voru.
En um veikindi sin talaði Guðjón
aldrei. Hann ,,bar ekki erfiðleika sina
á torg” eins og sagt er, Þan 31. ágúst
1940 gekk Guðjón að eiga Elinu Gisla-
dóttur frá Akranesi, sem staðið hefur
siðan við hlið hans sem styrkasta
stoðin i bliðu og striðu liðinna ára. Þau
eignuðust tvö myndarleg og vel gefin
börn Guðmund húsgagnameistara
kvæntan Jóhönnu Sigurðardóttur og
Þóru Elinu hjúkrunarkonu, gifta Jóni
Backman húsasmið. Barnabörnin eru
orðin þrjú.
Guðjón og Elin áttu sitt fyrsta
heimili á Akranesi, siðan nokkur ár i
Skógum undir Eyjafjöllum, þar sem
bróðir hennar var fyrsti skólastjóri en
siðustu 20 árin hafa þau átt heima i
Reykjavik. Hvar sem heifnili þeirra
hefur staðið, hefur jafnan rikt kyrr-
látur friður, og ég er viss um, að það
átti sinn mikla þátt i þvi, hve lengi
Guðjóni entist lif og starfskraftar.
Guðjón kunni lika vel að meta heimili
sitt og ástvini, og þá hamingju sem
lifið gaf honum i gegnum þau.
Eftir1 að Guðjón settist að hér i
Reykjavik fékk hann réttindi sem hús-
gagnasmiður, og vann siðan i þeirri
iðn hjá ýmsum meisturum, en lengst
hjá Herði Þorgeirssyni. Hann var
framúrskarandi vandvirkur og laginn.
Og mér finnst það lýsa vel huga þeirra
manna, sem hann vann hjá, að þó að
Guðjón væri oft vikum saman i
veikindafrii, þá var hann alltaf
velkominn aftur hvenær sem hann gat.
Já, Guðjón Guðmundsson var lika
einstaklega vandaður og grandvar
maður til orðs og æðis, prúður,
góðviljaður og hjálpsamur. Þvi
gleymum við seint, sem ótal sinnum
nutum greiðasemi hans og góðvildar.
Ég vil svo að endingu þakka Guðjóni
mági mium vináttu, sem aldrei bar
skugga á — og bið honum blessunar
guðs.
Hans „hlýja bros
og hljóða prúða ró”
mun geymast i minningu vina hans, þó
árin liði. _ .
C* .A.
íslendingaþættir
8