Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Qupperneq 11
Þór Vilhjálmsson
Bakka, Svarfaðardal
begar ég 1930 fluttist búferlum frá
Völlum i Svarfaðardal að Þverá i
sömu sveit, flutti ég búslóðina á hest-
vagni. Og þó að hún væri ekki stór,
þurfti ég að fara nokkrar ferðir. Þá
var það eitt sinn þegar ég var i þessum
flutningum,að maður stendurá vegin-
um við útleggjarann að Bakka, en sá
bær er skammt norðan við Þverá. Sýnt
var að þessi maður átti erindi við mig.
Er við hittumst tókum við tal saman.
hin mesta gæfa foreldra að eiga slik
börr..
Hjónaband þeirra Valborgar og
Kristins var alla tið mjög gott. Þau
voru svo samhent, að á betra varð ekki
kosið. Þetta var mér, stjúpföður henn-
ar, sem þessar linur ritar, vel kunnugt
um, veit ég þvi, að nú er honum
söknuðurinn sár. En öll sár gróa og
þetta lika ef trúin er nógu sterk og við
felum drottni öll okkar sár i einlægni
og bæn.
begar börnin voru uppkomin og
farin að heiman, fékkst Valborg,
nokkuð við ýmiss konar listiðnað, sem
átti hug hennar allan, þvi að hún var
að eðlisfari mjög listhneigð. Nokkur
hin siðari ár vann hún utan heimilis,
þegar tækifæri gafst.
Valborg var hlýlynd kona. Hún
hafði stórbrotna lund, framkoma
hennar var hrein og bein og var hún
ætið tilbúin að rétta öðrum hjálpar-
hönd. Þannig var hennar upplag. Val-
borg var mér alla tið sem dóttir og á ég
hlýjar endurminningar um glaðlyndi
hennar og gæzku. Vissulega er gott að
minnast vináttu þar sem engan
skugga hefur borið á.
Að lokum ert þú svo kvödd Valborg
min með söknuði og þakklæti fyrir allt
og alltaf aldraðri móður þinni, sem nú
hefur orðið að sjá á bak tveimur af
þremur börnum sinum. Einnig ertu
kvödd af hálfsystur þinni, Huldu, og
móðursystur, Herdisi. Felum við þig
svo góðum guði og biðjum þér allrar
blessunar hans á landinu hulda og
dulda.
Kristinn Gunniaugsson.
Á vegamótum, á mærum lifs, og
dauða, þegar vegir skilja, nemum við
islendingaþættir
En ekki leið löng stund þar til viðmæl-
andi minn segir: ,,Ef þú þarft á hjálp
eða aðstoð að halda, þá leitaðu til
min." Þessi vingjarnlega kveðja ylj-
aði mér sannarlega. Hér var ég að
koma i nýtt umhverfi þar sem ég
þekkti ekki nógu vel til, og auk þess
efnalitill frumbýlingur. Þá kemur
þarna tilvonandi nágranni minn og
býður fram bróðurhöndina. Og svo fór
að til fárra hef ég oftar leitað um dag-
staöar og nverium a vit mmninganna.
Um árabil lágu leiðir okkar Val-
borgar Steingrimsdóttur saman á
Siglufirði, og leiddu fyrstu kynni okkar
þar til þeirrar vináttu, sem aldrei bar
skugga á.
Lalla, en svo var hún nefnd af vinum
sinum, var búin sérstaklega litrikri
eðlisgerð, en hlédræg og vönd að vin-
um. Hún var góðum gáfum gædd og
lifsvitur, trygg glaðlynd og góð.
Ekki skildu leiðir okkar, þótt ég
flyttist burtu frá Siglufirði, þvi að allt-
af var samband á milli okkar, — töluð-
um oft saman og heimsóttum hvor
aðra. Það var alltaf hátið á heimili
minu, þegar hún kom, og áttum við
saman marga góða stund hin siðari ár-
in sem hin fyrri.
Hún átti fallegt og hlýlegt heimili á
Siglufirði, þar sem rikti friður og and-
aði á móti gestum hljóð lifshamingja
heimilisfólksins. Mikið gagnkvæmt
ástriki var með þeim hjónum Val-
borgu og Kristni og var hjónaband
þeirra sérstaklega innilegt og farsælt.
Valborg var hamingjunnar barn og
áttu þau hjónin jafnan hlut að þeirri
gæfusmið, sem sambúð þeirra var og
heimili alla tið.
6g kveð Löllu vinkonu mina með
söknuði og trega og þakka henni
einlæga vináttu hennar og tryggð. Ég
votta eiginmanni hennar, Kristni Guð-
mundssyni, börnunum þeirra og öðr-
um ástvinum innilega samúð mína i
sárri sorg þeirra og harmi eftir mæta
konu, sem var þeim svo mikils virði.
Valborg, Lalla, átti sér ómetanleg
fyrirheit um góða heimvon að leiðar-
lokum.
„Sælir eru hjartahreinir þvi að þeir
munu Guð sjá.”.
Guðný óskarsdóttir.
ana og enginn verið fúsari að veita
greiðann.
En hver var hann þessi maðuí?
Hann hét Þór Vilhjálmsson bóndi á
Bakka i Svarfaðardal. í þá tið hafði ég
litil persónuleg kynni haft af Þóri. Ég
vissi þó ýmislegt um hann. Vissi að
hann var röskleika maður og kjark-
góður, var Búnaðarskólagenginn,
hafði um skeið staðið framarlega i
skemmtanálifi unga fólksins og verið
að minnsta kosti tvisvar álfakóngur,
þegar hafður var álfadans og brenna
nálægt þinghúsinu, sem jafnframt var
skemmtistaður sveitarinnar. Var álfa-
dansinn haldinn til ágóða fyrir veginn,
sem verið var að leggja fram sveitina.
Þá var mér dálitið kunnugt um bónda-
feril Þórs og þátttöku hans i félags-
málum.
Foreldrar Þórs á Bakka voru þau
Kristin Jónsdóttir frá Jarðbrú og mað-
ur hennar Vilhjálmur Einarsson. Vil-
hjálmur var fæddur i Þingeyjarsýslu,
en fluttist ungur vestur fyrir Eyja-
fjörð. Hann var kappsfullur, geðrikur
hugsjónamaður og hjartahlýr. Hann
var i ýmsu á undan sinni samtið, til-
einkaði sér fljótt nýjungar og fitjaði
uppá mörgu, sem þótti nýstárlegt og
jafnvel fávislegt, en timinn sannaði að
var hagkvæmt. Hann stóð framarlega
11