Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Qupperneq 12

Íslendingaþættir Tímans - 06.03.1976, Qupperneq 12
i félagsmálum og haföi forgöngu um sum samvinnumál Svarfdælinga. Kristin móðir Þórs, var mikilhæf kona, einörð og föst fyrir, kunni að stilla skap sitt mæta vel og válegir hlutir komu henni ekki úr jafnvægi. Hún var stjórnsöm húsfreyja og góð móðir. Vel var hún verki farin og stundaði tóvinnu fram á siðustu æviár. Fór orð af þvi hve snoturt handbragð var á öllu sem hún vann og þóttu mun- irnir lýsa smekkvisi hennar og kunn- áttu. Vilhjálmur og Kristin eignuðust átta börn sem upp komust. Var Þór næst- elztur. Hann fæddist á Jarðbrú 13. marz 1893. Rétt fyrir aldamótin fluttu foreldrar hans að Silastöðum i Krækl- ingahlið, þau bjuggu það eitt ár. Og árið 1899 fara þau að ölduhrygg i Svarfaðardal. En varla mun jarðnæðið hafa fullnægt athafnaþrá Vilhjálms og stórhug. Honum tekst 1904 að ná ábúð á jörðinni Bakka og var þá seztur á býli, sem talið var i frerr i röð i Svar- faðardal og hafði nægilegt svigrúm fyrir umbótamann. Þór ólst upp hjá foreldrum sinum. Hann var snemma látinn vinna og vandist þvi öllum helztu sveitastörf- um. Heimilið á Bakka var mann- margt. Vinnuhjú nokkur auk fjölskyld- unnar. Mun þar oft hafa verið glað- værð i bænum og gamansemi fariö á milli fólksins. Heimilisbragur var lik- legur til góðra uppeldisáhrifa. A hverjum vetri var tekinn heimilis- kennari,sem kenndi systkinunum þær námsgreinar, er þá voru taldar nauð- syn. Árið 1910 fer Þór i Búnaðarskólann á Hólum, og útskrifast þaðan eftir tveggja vetra nám. Næstu ár vinnur hann ýmist heima eða hér og þar, var t.d. i búnaðarvinnu á Svalbarðsströnd. En 1918 kvænist hann Engilráð Sigurðardóttur frá Göngustöðum, mikilli dugnaðar- og gæðakonu. Varð hún Þór styrk stoð og ákjósanlegur maki. Ungu hjónin hófu búskap á Hnjúki i Skiðadal og voru þar til 1923. Þá taka þau hluta af jörðinni Bakka og búa á honum i lOár. En 1933 deyr Vilhjálmur faðir Þórs og eftir það býr Þór á allri jörðinni til 1960 að tveir tengdasynir hans leigja jörðina, en hana hafði Þór keypt nokkrum árum áður. Atti Þór þó ávallt nokkurn sauðfénað. Þegar þau Þór og Engilráð fóru i Hnjúk voru litil efni fyrir hendi. Þau áttu þvi i nokkrum fjárhagserfiðleik- um eins og þá var algengt pm frum- býlinga. Svo jók það á vandræðin, að 1920 var mjög hart vor og þurfti að kaupa mikið af fóðurbæti til að bjarga bústofninum framúr. En um haustið hrapaði verð á afurðum og varð marg- 12 ur bóndinn hart úti. Þessi ótiðindi komu við á Hnjúki. En hjónin voru ung og hraust, voru bjartsýn og áttu sterk- an baráttuvilja til að sigra hverja þraut. Það tók að visu sinn tima, en smám saman þokaðist i rétta átt. Og þegar Þór fór að búa einn á Bakka tók hagurinn að rýmkast verulega. Urðu þau hjón vel bjargálna áður lauk og hafði þó miklum fjármunum veriö varið til umbóta á jörðinni, svo að á Bakka er komið stærsta tún sveitar- innar og eitthvert reisulegasta ibúðar- hús hér um slóðir. Þau hjón eignuðust sex börn. Eru þau talin hér eftir aldri: 1. Kristin húsfreyja á Bakka, gift Þórarni Jónssyni. Þau eiga niu börn. 2. Ósk til heimilis á Bakka, ógift. 3. Eva húsfreyja i Reykjavik, gift Daniel Einarssyni tæknifræðingi. Þau eiga 5 börn. 4. Helga húsfreyja á Bakka, gift Yngva Baldvinssyni. Þau eiga 4 börn. 5. Rannveig húsfreyja á Litlu-Há- mundarstöðum, gift Jóni Guðmunds- syni. Þau eiga 6 börn. 6. Vilhjálmur, búsettur i Reykjavik, ókvæntur. Auk þessara afkomenda Þórs á dóttursonur hans, Vilhjálmur Þór, eitt barn. Þór á Bakka var góður fulltrúi sinn- ar stéttar. Hann fylgdist vel með allri framvindu og nýjungum og var fljótur til að notfæra sér þær i búskapnum. Hann átti nægan metnað til að reka at- vinnugrein sina af stórhug og atorku. Rak hann á siðustu búskaparárum sin- um stærsta bú sveitarinnar, sem gaf góða afkomu, enda voru allar skepnur vel fóðraðar. Þór var mikill félagshyggjumaður. Samvinnumál voru honum hug- stæð og lagði hann þeim jafnan lið. Hann var um áraraðir fulltrúi á aðal- fundum K.E.A. Hann var stuðnings- maður allra félaga sveitarinnar, sem hann áleit að til heilla horföu, og var kosinn i stjórn sumra þeirra svo sem nautgriparæktarféiagsins. 1 hrepps- nefnd sat Þór nokkur ár, þá i skóla- nefnd var lengi i sóknarnefnd og var safnaðarfulltrúi mörg siðustu ár ævi sinnar. Það var gott að vinna með Þór. Hann var tillögugóður og nokkuð fund- vis á úrræði. Hann kom vel fyrir sig orði á mannfundum en gerði ekki mik- ið af þvi að taka til máls. Hann var fljótur að mynda sér skoðun á málum og þegar hún var tekin, komst ekkert hik eða hálvelgja að. Þá var unnið af kappi og heilindum fyrir þann málstaö sem aðhyllzt var. Þvi að Þór nægði ekki að lýsa stuðningi sinum við eitt- hvert mál, athafnir voru látnar fylgja. Og það munaði vissulega um liðsemd- ina, þvi að ekki var horft i, þó að hún kostaði ærna fyrirhöfn og fjárútlát. Þór vildi fylgjast vel með þvi, sem var að gerast i byggðarlagi hans og viðar. Og á landsmálum hafði hann ærinn áhuga. Var hann einbeittur stuðningsmaður Framsóknarflokksins og var i stjórn Framsóknarfélags Svarfaðardals um skeið. Þór var létt um að vekja samræður og halda þeim uppi. Og þar sem margir komu á Bakkaheimilið og hann fór nokkuð viða, gafst honum tækifæri til að spyrja margs og frétta um hluti, sem fóru framhjá öðrum. Og vegna þess að hann var býsna minnugur varð hann fróðari en margir aðrir um þá atburði, sem höfðu gerzt og voru á döfinni. Ég hygg að Þór á Bakka hafi verið trúmaður. Ekki var honum gjarnt að ræða eilifðarmálin, en þó kom fyrir, að að þeim væri vikið. Var ljóst af tali hans, að bænamál og guðstraust voru sterkir þættir i lifi hans. Þór var ákaflega kirkjurækinn. Það taldist til undantekningar ef hann var ekki viðstaddur, þegar messa fór fram i sóknarkirkju hans. Þá mun hann hafa stutt drengilega hjálparstarf kirkjunnar. Þess má einnig geta, að ef sveitungar hans urðu fyrir meiriháttar óhöppum eða sárum áföllum var hann fljótur að koma til hjálpar og skar þá ekki við neglur það sem af mörkum var látið. Bar það vott um kristilegt hugarfar og höfðingslund. Þór hafði mikla ánægju af bóka- lestri. Það var þó ekki fyrr en á efri ár- um að hann hafði tóm til að lesa mikið. Þá varði hann lika talsverðum fjár- munum til að eignast góðar bækur. Mestar mætur hafði hann á ævisögum og ferðaþáttum, þó að ýmislegt fleira væri honum hugleikið. Þór á Bakka var rúmlega meðal- maður á hæð og þéttvaxinn. Enginn friðleiksmaður, en yfirbragðið hrein- legt og svipurinn djarflegur. Hann var vel að manni, kjarkmikill og ótrauður. Á yngri árum tók hann að sér ýmis verk, sem kröfðust harðfengi og karl- mennsku, enda mun hann stundum naumlega hafa sloppið við hættur og skaða. Hann átti auðvelt með að blanda geði við aðra, var glaðlegur i viðmóti, skrafhreifinn og vingjarnleg- ur. Þá var hjálpsemi hans mjög rómuð og gestrisnin setti skemmtilegan blæ á Bakkaheimilið. Hann eignaðist ótal- marga kunningja og vini og voru vin- sældir hans tvimælalaust miklar. Þór var að eðlisfari skapheitur og örgeðja. En honum tókst með árunum að aga og temja lundina svo, að ég tel, að geðriki hans hafi ekki valdið honum teljandi erfiðleikum i samskiptum við aöra. Var hann þó stundum stórorður og hlifðarlaus, ef hann átti i orðasenn- islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.