Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1980, Side 6
95 ára:
Hólmfríður Björnsdóttir
Hólmfriður Björnsdóttir, fyrrum hús-
freyja i Nesi við Loðmundarfjörð, nú til
heimilis i Álfheimum 52, Reykjavik átti 95
ára afmæli 8. nóvember s.I. — Þó rann
sóknir muni hafa leitt það i ljós, að meðal-
aldur þjóðarinnar hafi farið hækkandi á
þessarri öld, eru slik afmæli ekki viku eða
mánaðarlegur viðburður meðal þegna
þjóðfélagsins og þvi siður, að þeir sem svo
háum aldri ná beri hann svo vel sem
Hólmfriður frá Nesi. Slikt heyrir til fárra
undantekninga.
Hólmfriður er fædd i Dölum Fáskrúðs-
firði 1884, dóttir hjónanna Björns Stefáns-
sonar, er bjó þar lengi, sem þekktur
sveitarhöfðingi á Austurlandi, og konu
hans Margrétar Stefánsdóttur prests á
Kolfreyjustað i sömu sveit. Standa að
Hólmfriði merkar bænda- og prestaættir á
Austurlandi, er á sinni tið gerðu þar garð-
inn frægan. — Hjónin i Dölum, Björn og
Margrét, eignuðust 5 dætur er allar urðu
mætar og velmetnar konur og húsmæður
og einn son, sr. Stefán, er lengi var prest-
ur á Hómum i Reyðarfirði og fluttist siðan
ti! Eskifjarðar, er prestssetrið var flutt
þaðan frá Hólmum. Séra Stefán var og
um mörg ár prófastur i Suður-Múla-
prófastsdæmi.
Arið 1916 giftist Hólmfriður sveitunga
sinum Halldóri búfræðingi Pálssyni i
Tungu I Fáskrúösfirði. Var Halldór sonur
hjónanna i Tungu, Páls hreppstjóra Þor-
steinssonar og konu hans Elinborgar
Stefánsdóttur. Tengdust, með giftingu
þeirra Halldórs og Hólmfriðar, saman tvö
þau heimili, sem rnest fór myndarorð af,
ekki einungis á Faskrúðsfirði heldur viðar
um land, bæði á Austfjörðum og annars-
staðar.
Vorið 1917 fluttust þau Halldór og Hólm-
friður að Nesi i Loðmundarfirði, þar sem
þau bjuggu góðu menningarbúi til ársins
1941, er þau létu af búskap og fluttu til
Suðurlands, fyrst að Saltvik á Kjalarnesi,
þar sem þau tóku að sér bústjórn um hrið,
en siðar alfarið til Reykjavikur, þar sem
heimili þeirra stóð æ siðan.
Halldór, maður Hólmfriðar, lést fyrir
nokkrum árum og hefur Hólmfriður siðan
haldið heimili með Birni syni sinum.
Halldór og Hólmfriður eignuðust þrjú
börn, en þau eru: Auöur.kona séra Jóns
Kr. ísfelds fyrrum sóknarprests á Bíldu-
dal og viðar, Leifur, frummótasmiða-
meistariog Björn.gullsmiður. 011 eru þau
systkinin nú búsett i Reykjavik Eru þau
öll velgert og velmetið fólk, svo sem þeim
stendur ætterni til.
Hér hefur verið stiklað á stóru um
helstu æviatriði Hólmfriöar frá Nesi, enda
ekki hægt i stuttri afmæliskveðju að fara
þar yfir sögu, svo sem vert væri.
6
<
6g var 10 ára drengur, þegar Halldór og
Hólmfriður fluttu i Nes og hef ég æ siðan
haft af Hólmfriði kynni. Og það þykist ég
geta um hana sagt, að þar sem hún fór og
hvar sem hún fór, þar hafi farið kona sem
var og er góðrar gerðar.
Hólmfríður hefur alla sina tið verið mikil
húsmóðir. Heimili sitt og fjölskyldu sinn-
ar, hvort sem það stóð austur á Nesi, eða
það fluttist til Reykjavikur, hefur hún
byggt upp af einskærri smekkvisi, snyrti-
mennsku og umhyggju, og yfir þvi hefur
vakað blær heilbrigðrar hófsemi og þjóð-
legs virðuleika. Bæði voru þau hjón þekkt
fyrir rausn og gestrisni og þótti öllum gott
til þeirra að koma.
Hólmfriður er að eðlisfari gædd rikri
listhneigð og handlagni og eru verk henn
ar rómuð meðal allra er séð hafa. Hef ég\
heyrt ýmsa, sem betur hafa en ég þekk-
ingu á að meta slíka hluti, láta þau orð
falla, að margt af þessarri tómstundar-
iðju hennar heyrði til sannri listmunaiðn.
Og svo hefur þessi listsköpun verið henni
ástfólgin, að allt fram á þennan dag, þó
aldur hennar sé orðinn óvenju hár, hefur
hún siður en svo lagt hana á hilluna. Og
áreiðanlega er henni það óblandið
fagnaðarefni, að börn þeirra hjóna öll,
hafa hvert á sinu sviði, erft listhneigð
hennar og verksnilli.
Hólmfriður Björnsdóttir er kona trú-
hneigð og trúrækin. Veit ég, að nú þegar
hún litur yfir farinn veg frá hinu háa
aldurssæti, verður henni rikt i huga þakk-
læti til þeirrar forsjónar lifsins, sem hún
hefur ávallt trúað á, fyrir handleiðslu
hennar svo langt og farsælt æviskeið.
En það er fleirum sem á sliku afmæli
má vera þakklæti i huga. Auðlegð hverrar
þjóðar, þó mörgum sjáist titt yfir það, er
ekki fyrst og fremst fólgin i fjármunum,
skrauti eða öðru fallvöltu gengi. Farsæld
og auður hvers þjóðfélap byggist á þvi,
að meðal þess fæðist, lifi og starfi sem
mest af góðum þjóðfélagsborgurum, kon
um og körlum, sem með lifi sinu og starfi
lyfta þjóðinni fram til þroska og bjartara
mannlifs, i smáu og stóru — Þess vegna
stendur hvert þjóðfelag i þakkarskuld, er
slikum mönnum, hvar i stöðu og stétt sem
er, auðnast að lifa langar og farsælan
starfsdag.
Hólmfrfður frá Nesi er einn þeirra góða
þegna, sem þjóðfélagi okkar er hollt að
hafa mátt njóta, sem lengst. Þess vegna
þakka ástvinir hennar, ættingjar, vinir og
kunningjar einnig á þessu stórafmæli
hennar og gifturika samfylgd hennar og
færa henni hugheilar keðjur og óskir á
þessum merkisdegi.
Knútur Þorsteinsson.
1 þvi meistaralega og þjóðkunna kvæði
Steingrims Thorsteinssonar: „HAUST-
KVÖLD” segir svo i upphafi:
„Vor er indælt ég það veit,
þá ástar kveður raustin,
en ekkert fegra á fold ég leit
en fagurt kvöld á haustin.”
Kvæðið fjallar um allt árið og niunda
erindið, sem gæti átt samhljóm við
september, er ekki sizt enda oft notað sem
ljóðperla:
„Elli! þú ert ekki þung
anda guði kærum:
Fögur sál er ávallt ung
undir silfurhærum.”
Sannar eru þessar likingar báðar, með
náttúruna og æsku og elli.
1 12. erindinu hugsar skáldið liklega
sem um lok ársins, 12 mánaða ævi þess og
einnig um lok sins æviskeiðs, og sjálfsósk:
„Fagra haust, þá fold ég kveð,
faðmi vef mig þinum.
Bleikra laufa láttu beð
að legstað verða minum.”
Eftir sömu reglu, skyldi maður þvi ætla
fimmtugum 5 erindi, 6tugum 6, o.s.frv.
sem sagt eitt erindi á einingu, eitt á hvern
tug ára, en, hvernig kæmi það
út hér i dag?
Hvað um það, byrjum á vorinu eins og
skáldið:
Mér er, sem ég sjái bros á brá-
blómarósir i morgunljóma.
Tápmikla hnátu til og frá
tritlandi millum annarra blóma,
ólgandi af vorhugans æskuþrá,
alheimsinsradda dýrðarhljóma.
Rósin að morgni, hún kviðir ei
kvelds
og hvenær að húmi, þess spyr hún
eigi,
hádegisins nýtur, þess ylgeislaelds,
þess unaðar lifsins, á sólbjörtum
degi
Þótt hausti, er skrautið húmsins
felds
hlýjast og mildast á ævinnar vegi.
Lán er, að vaxa i vermandi reit,
vafin ástúð á menningarsetri,
fanga hið besta i fagurri sveit,
fagnandi gestum á sumri og vetri,
réttandi hönd þeim er hörslið sleit,
háskóli lifsins, þeim lögskráðu betri,
Islendingaþættir