Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1980, Page 8
geta gengiö og starfaö á eggslettum harö-
blatúnum, þar sem allt er unniö meö vél-
um. Enginnskyldi ætla aö slikt gerist
fyrirhafnarlaust. Strit og aftur strit liggur
aöbaki allrar þessarar framvindu. Engin
kynslóö þjóöar okkar hefur skilaö þjóöar-
búinu öörum eins afsrakstri vinnu sinnar
og aldamótakynsloöin. — En engin kyn-
slóö hefur heldur fengiö aö sjá eins ríku-
legan ávöxt erfiöis sfns.
Magga í Seli fékk ekki sem skyldi aö
njóta ávaxta vinnu sinnar. Hún sem heföi
átt aö geta átt svo ánægjulegt ævikvöld f
bænum sinum. Eldri sonurinn kvæntur og
farinn aö búa i túnjaörinum og barna-
börnin farin aö trltla um hlaöiö. — Hún
veiktistaf hægfara erfiöum sjúkdómi sem
geröi hana fljótlega ósjálfbjarga. Þrátt
fyrir góöan vilja og umönnun manns síns
og elskulegrar tengdadóttur fór svo aö
lokum aö hún varö aö fara á sjúkrahús. 1
13 löng ár er þessi starfsama ósérhlffna
kona búin aö liggja rúmföst á sjúkrahúsi
fjarri heimabyggö sinni. Hjúkrunarfólk
og læknar hafa reynt aö létta henni leguna
og gert henni lifiö eins bærilegt og þeim
var unnt og Fúsi flutti suöur, til aö geta
veriö nærri henni og hjá henni. Þolínmóö
og æörulaus er hún búin aö blöa.
En nú er hún öll, hún Magga mfn. Nú
flytur hún aftur heim á æskuslóöir. Guö
blessi hana og varöveiti.
Aö leiöarlokum viljum viö, móöir mfn
og viösystkinin þakka Margréti vináttuna
og alúöina sem viö áttum alltaf vfsa, og
um leiö vottum viö ástvinum hennar okk-
ar dýpstu samuö
Hjördis Þorleifsdóttir.
8
Guðjón E. Jónsson
fyrrverandi bankaútibússtjóri
Guöjón Elfas Jónsson, fyrrverandi úti-
bússtjóri Landsbankans á Isafiröi,
andaöist I Reykjavfk 11. febrúar s.l., nær
85ára gamall. Hann var fæddur 20. febrú-
ar 1895 aö Sæbóli á Ingjaldssandi f
Onundarfiröi, sonur hjónanna Elisabetar
Engilbertsdóttur og Jóns Guömundssonar
er þá áttu þar heima. Þau fluttu af
Ingjaldssandi til Flateyrar á árinu 1900 og
þar ólst Guöjón upp meö þeim.
A árunum 1909-1918 vann Guöjón viö
verslunar- og skrifstofustörf á Flateyri,
en 1919-1920 var hann aöstoöarbókari hjá
Eimskipafélagi íslands h.f. I Reykjavfk.
Aárinu 1920 var Guöjón ráöinn skrifstofu-
stjóri hjá P.A. Ólafssyni I Rvfk. og þvl
starfi gegndi hann þar til hann flutti til
Isafjaröar 1922 og varö bókari hjá Hinum
sameinuöu isl. verslunum þar á staönum
til 1925, en þá hóf hann störf hjá Lands-
banka Islands á tsafiröi. Hann var banka-
ritari viö útibúiö á tsafiröi 1925-1930,
bankabókari 1930-1937 og útibússtjóri
1937-1951 aö hann flutti til Reykjavlkur og
tók þá viö starfi fulltrúa I aöalbankanum
til 1961 og vann aðallega I lánadeild
bankans. Eftir þaö vann Guöjón nokkur
ár aö bókhaldsstörfum, þó ekki fulla
starfsdaga, m.a. hjá tollstjóranum f
Reykjavik og hjá endurskoöunarskrif-
stofu, en hann var jafnan eftirsóttur
maöur til þeirra starfa, enda talinn sér-
lega fær og afkastamikill I þeim störfum.
A ísafjaröarárum slnum voru Guöjóni
falin margvlsleg trúnaöarstörf. Hann átti
sæti í niöurjöfnunarnefnd Isafjaröar 1933-
1935 og i yfirskattanefnd Isafjaröar var
hann I mörg ár. 1 stjórn Styrktarsjóðs
verslunarmanna á Isafiröi var Guöjón
1927-1951, þar af átta ár formaður stjórn-
arinnar. 1 stjórn Leikfélags ísafjarðar
1936-1950, þar af formaöur i 3 ár. Hann var
í stjórn félagsins Berklavörn á Isafiröi
1944-1951 og um skeiö I stjórn Byggöa-
safns Vestfjaröa. Norskur vararæöis-
maöur á Isafiröi var Guöjón 1940-1952.
Ýmsum öörum trúnaöarstörfum gegndi
Guöjón á Isafiröi þó þau veröi ekki talin
hér. En af framansögðu má sjá aö hann
hefur látiö sig miklu varöa framfara- og
menningarmál og hann var liötækur I
besta lagi viö öll þau störf sem hann tók
sér fyrir hendur.
Guöjón E. Jónsson var tvlkvæntur.
Fyrri konu sinni, Halldóru Jóhönnu
Bjarnadóttur frá Bolungarvfk, kvæntist
Guöjón 19. maí 1928. Hún var fædd 13.
desember 1907, en hún lést 4. marz 1934.
Þau eignuðust einn son, Baldur
ráöningarstjóra, sem er búsettur I Kefla-
vfk.
Eftirlifandi kona Guöjóns er Jensína
Sigurveig Jóhannsdóttir frá Auökúlu I
Arnarfiröi, fædd 5. ágúst 1907, en henni
kvæntist Guöjón 11. júnl 1939. Börn þeirra
eru: Guðlaug Brynja, húsmóöir, búsett
I Bandarfkjunum, Jóhanna, húsmóöir, á
heima aö Grund f Skorradal, Skúli, flug-
maöur, á heima I Reykjavlk og Friörik, -
einnig flugmaöur, á heima f Luxemburg.
(Guölaug Brynja er kjördóttir Guöjóns,
en Jensína átti hana áöur en hún giftist.)
Eina dóttur átti Guöjón áöur en hann
kvæntist, hún heitir Elísabet og er hús-
móöir f Reykiavik.
Guöjón Elfas var mjög nærgætinn og
umhyggjusamur heimilisfaöir. Þau
hjónin áttu mjög myndarlegt heimili og
gagnkvæmt traust var rikjandi meö þeim
hjónunum, börnum þeirra og tengda-
börnum. Gestrisni var i heiöri höfö á
heimili þeirra hjónanna og ánægjulegt
þangaö aö koma. A sá sem þessar lfnur
ritar margar góöar og ánægjulegar minn-
ingar frá heimsóknum á heimili þeirra
hjónanna, bæöi meöan þau áttu heima á
Isafiröi og slöar f Reykjavik.
Guöjón var maöur mikillar geröar,
gáfaöur, fróöur og víölesinn, oröheppinn
og skemmtilegur i viöræðu. Hann var
ágætlega hagmæltur, þó fremur lltiö léti
hann á þvi bera. Hann átti mikið og gott
bókasafn. Nokkrar bækur þýddi Guöjón af
enskri tungu og hafa aö minnsta kosti
tvær þeirra veriö gefnar út, báöar á Isa-
firöi. A siöari árum sinum lék hann sér viö
þaö aö þýöa af ensku allmörg ljóð nokk-
urra þekktra breskra höfunda og hafa
nokkur þessara ljóöa birst á prenti, undir
dulnefni. Sýnir þetta glögglega fjölhæfni
Guðjóns.
Útivistkunni Guöjón vel aö meta. Fram
eftir árum var hann göngugarpur hinn
mesti og fór oft f lengri eöa skemmri
gönguferöir. Hann haföi gaman af feröa
lögum innanlands sem utan og þau hjónin
fóru margar utanlandsferðir, bæöi til
Evrópulanda og til Bandarlkjanna.
Sföustu árin gekk Guöjón ekki heill til
skógar, enda árin orðin mörg. Meö
Guöjóni E. Jónssyni er mætur og eftir-
minnilegur maöur genginn.
Ég og kona mfn vottum Jensfnu og
börnunum, sem og öllum aöstandendum
dýpstu samúö.
Jón A. Jóhannsson
islendingaþættir