Íslendingaþættir Tímans - 10.05.1980, Page 12
Meðan Jóhann átti heimili á Gularási
var hans leitað viða að til smiöa og
margskonar lagfæringa er hann var
ávallt reiðubáinnað veita, hversem í hlut
átti. Mikiö má hann hafa breyst ef hann
hefur orðið loðinn um lófa af flestu er
hann lét öðrum i té. Það er þungamiðjan i
lifsgerð Jóhanns, að hann var ávallt að
gefa, en hafði ekki hugmynd um þaö
sjálfur. Að minu viti, er slik sálargerð sú
eftirsóknarveröasta, þvi þaö er hinn
sannasti kærleikur er hægt er að láta I té
er einskis krefst. Til þess aö nema þetta
þurfti Jóhannenga skólagöngu. Þetta var
hans veganesti og af þvi veitti hann svo
rikulega sem hann mátti.
1 upphafi lét ég þess getið að Jóhann
muni haf a sótt hagleik sinn til föður sins.
Allt sem ég þekki til almennra siða, held
ég að hann hafi tileinkaö sér og tiunda ég
það ekki hér. Þaö er annað sem ég get
ekki látiö hjá liða að minnast. Aldrei
heyrði ég Jóhann hallmæla einum einasta
manni. Hinsvegar veit ég það að vini átti
hann marga og f leiri en s vo að ég geti hér
tjáö. Ég held að Friðrik bróðir minn sé
einn I þeirra hópi, þótt tílikir séu, enda lá
lifsferill þeirrasamsiöa um langt skeið og
þótt leiðir skyldu var heimili Friðriks og
Þóru konu hans hinn fasti viðkomu og
dvalarstaður þá sjaldan hann kom til
Reykjavikur. Ég get ekki skilið svo við
þessa fátæklegu minnispunkta um Jóhann
en get eins manns og hans heimilis. Mér
fannst að ávallt væri hann næst hjarta
hans. Um langt skeið hefur Jóhann
starfað hjá Vegagerðinni. i gegnum það
starfkynntisthann Eysteini Einarssyni á
Brú I Austur-Landeyjum. Eysteinn og
heimili hans var honum að ég hygg jafn
kært og Gularásheimilið var, þegar það
stóð honum næst, er báðir fósturforeldrar
hansvoruá lffiSigriöurog Arni. Eysteinn
mun hafa reynst Jóhanni svo vel sem
besti bróöir. Fyrir það vil ég þakka hon-
um svó vel, sem hann hefði mér gert.
Börn Eysteins voru Jdhanni einkar kær og
munu þau geta borið reynslu sina saman
við það sem ég haföi af honum sjálfur
reynt.
Aö lokum þakka ég Jdhanni vini minum
örlæti hans við mig. Allan þann tima er
við áttum hið sama heimili var hann si og
æ gefandi. öllum er réttu honum vinar-
hönd, hvenær sem það hefur verið á lifs-
leiðinni sendi ég hans innilegustu þakkir.
1 dag veröur hann lagöur til hinstu
hvildar viö hlið fóstúrforeldra sinna I
Krosskirkjugarði. Það ersagt að i sporum
góöramanna grói lifgrös og kjarngrdður.
Fyrir áratugum hefi ég i draumsyn séö
allar Landeyjarnþr sem einn samfelldan
akur frá sjávarhiörkum til Gunnars-
hólma. Megi sá draumur rætast sem
fyrst. Það er hugsyn er verður mér tákn-
minning þessa ágæta manns ásamt öðr-
um frábærum samferðamönnum Jóhanns
Jónassonar.
Kveð ég þig svo kæri vinur hinstu
kveðju.
Stefán Baldursson
Og
Sveinbjörn Beck
Stefán Baldursson
F. 7.12 '60 D. 6.3 ’79
Það var hljóður hópur, sem sat tima I 5.
bekk X i Menntaskólanum I Reykjavik
árdegis miðvikudaginn 7. mars. Þrjú auð
sæti minntu á þá hörmulegu frétt, sem
borist hafði snemma um morguninn.
Tveir voru horfnir úr okkar hópi, og við
vissum, að þeim yrði ekki afturkomu auð-
ið
Daginn áður hafði annar andi einkennt
þennan bekk, andi bjartsýni og lífsgleði,
sem svo oft rikir, þegar ungir eru saman
komnir. Engan grunaði þá, að þessi
gönguferð á Esju, sem þeir höfðu rætt um
við okkur, fullir gáska og tilhlökkunar
myndi verða þeirrahinsta för. Við vissum
öll, að þeir höfðu farið margar slikar
ferðir jafnt að sumri sem vetri, enda voru
fjallgöngur og náttúr.uskoðun sam-
eiginlegt áhugamál þeirra. Þeir lögðu af
stað strax að loknum skóladeei oe klifu
Sveinbjörn Beck
F. 26.7 ’60 D. 6.3 ’79
fjallið, en á niðurleið brast snjóhengja og
tók Stefán og Sveinbjörn með sér.
Stefán Baldursson var óvenju brosmild-
ur og bjartsýnn piitur. Hann var ritstjóri
De rerum natura, blaðs Visindafélags
M.R. og nutu námshæfileikar hans og
brennandi áhugi sin vei á þeim vettvangi.
Sveinbjörn Beck var ekki einri þeirra,
sem sifellt trana sér fram, en í augum
þeirrasem þekktu hann, var hann maður
glaðlyndur og gefinn fyrir gáska. í okkar
hópi naut hann sin jafnan vel, og þvi er
skarð fyrir skildi við fráfall hans.
Nú. er við fylgjum félögum okkar
tveimurtil grafar, þökkum við þeim hina
allt of stuttu, en ánægjulegu samfylgd.
Fjölskyldum piltanna og öllum þeim, er
þá þekktu, vottum við dýpstu samúð.
Bekkjarsystkin i 5. bekk X, M.R.
Ekki eru birtar greinar
sem eru skrifaðar fyrir
önnur blöð en Tímann
Látið myndir af þeim
sem skrifað ér um fylgja
greinunum
12
Hafsteinn Guömundson.
islendingaþættir