Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Qupperneq 16

Íslendingaþættir Tímans - 09.02.1983, Qupperneq 16
Sigurður Einarsson frá Gvendareyjum Fæddur 29. janúar 1890. Dáinn 31. janúar 1983. Ég ætla að minnast hér nokkrum orðum afa míns og alnafna, sem nú er nýlátinn á tíræðisaldri, eða níutíu og þriggja ára og tveimur dögum betur. Sigurður fæddist að Borgum á Skógarströnd 29. janúar 1890, sonur hjónanna Guðrúnar Ikaboðs- dóttur og Einars Sigurðssonar. Hann ólst upp við almenn sveitastörf eins og svo algengt var á þeim dögum. Hann kvæntist 13. október 1913 Magnús- ínu Guðrúnu Björnsdóttur, sem upprunnin var úr næsta nágrenni. Öll þau ár sem þau stunduðu sveitabúskap áttu þau heima á Skógarströnd, bjuggu fyrst á B orgum, 1913-19, sfðan Innra-Leiti 1919-26, Litla-Langadal 1926 -28, en lengst í Gvendareyjum, 1928-46. Ég þekki vitanlega ekki til búskaparára afa nema af afspurn, en mér er sagt að honum hafi haldist vel á, þrátt fyrir lítil efni, og kom þar til hagvirkni hans og iðjusemi, ásamt mikilli natni við hirðingu búpenings. Mikið þótti í ráðist, er Sigurður afi festi kaup á Gvendareyjum og hóf eyjabúskap, sem hann var með öllu óvanur. Börnin voru þá orðin sex, af sjö alls, er upp komust, en hið yngsta fæddist í Gvendareyjum. Gvendareyjar voru einbýli eins og flestar eyjar í Breiðafirði og að landkostum og hlunnindum rétt í meðallagi, en afi keypti fljótlega til þeirra nokkrar eyjar og hafði oftast aðrar á leigu. Hann bætti mjög jörðina að ræktun og húsum og ýmsu öðru sem til hagræðis var. Þótti mér gaman að því er ég kom sem krakki í Gvendareyjar að virða fyrir mér starfsvettvang afa míns og handarverk, þ.á.m. haglega hlaðnarbryggjur. Hefurmér verið satt sitthvað af eyjabúskapnum, sem um margt var svo sérstakur: eggja-og dúntekja, hrognkelsa- og selveiði, heyskapur i uteyjum og heyflutning.- ar, tíðar ferðir með fé milli lands og eyja og úr einni eyjunnnni í aðra o.s.frv. En þar kom að börnin fluttu að heiman eitt af öðru, auk þess sem los komst á búskap í eyjunum eins og svo víða annars staðar í stríðslokin. Brugðu þau afi og amma búi 1946 og fluttust suður, áttu fyrsta árið heima að Hamrafelli í Mosfellssveit, en keyptu sér 1947 gamalt hús í Ytri-Njarðvík, byggðu þar síðar rúmgott hús og bjuggu þar allt til 1969, er þau fluttust til Reykjavíkur. Par komu þau sér fyrir í hentugri íbúð, en heilsa Guðrúnar ömmu fór nú mjög hrakandi og lést hún 16. apríl 1973. Eftir það bjó afi einn í íbúðinni þar til hann fluttist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í mars 1978. Þar dvaldist hann til æviloka eða þar tii hann var fluttur í Landspítalann rúmri viku fyrir andlát sitt. Eftir að afi fluttist suður stundaði hann ýmsa almenna vinnu, svo sem við byggingar og fiskverkun, og mörg síðustu árin hreinsunarstörf o.fl. á Keflavíkurflugvelli, eða allt fram um áttrætt, er hann fluttist til Reykjavíkur eins og áður segir. Afi var kominn talsvert á áttræðisaldur, þegar ég man fyrst eftir honum. Það var alltaf tilhlökkunarefni að koma í heimsókn til ömmu og afa í Njarðvíkum í fallega húsið þeirra. Það var ætíð mikil snyrtimennska í kringum þau og tignarleg ró ríkti yfir öllu. Kristín dóttir þeirra var þar jafnan til staðar um helgar, er okkur bar að garði, og var hún gömlu hjónunum mjög innan handar, er heilsu ömmu hrakaði. Amma og afi áttu kistu eina sem í voru margvísleg leikföng. Þannig var vel fy rir því séð að sístækkandi hópi barnabarna og barnabarna- .barna leiddist ekki meðan á heimsókn stóð. Þessi leikföng voru að ýmsu leyti frábrugðin þeim sem við áttum að venjast, því afi smíðaði mikið af þeim sjálfur á sinn vandvirka hátt. En auk leikfanga smíðaði han ógrynni smárra búshluta, sem hann ýmist gaf eða seldi vægu verði. Aðstöðu til slíks hafði hann ekki eftir að hann fluttist að Grund, en þá sneri hann sér af sama áhuganum að því að rýja teppi og mottur. Ræddi hann eftir það margt um þetta nýja áhugamál sitt við þá sem að garði bar, þ.e.a.s. þá sem voru viðræðu- hæfir á þessu sviði. Afi var ern fram á elliár og fagnaði á níræðisafmæli sínu vinum og ættingjum, en niðjarnir voru þá jafnmargir æviárum afmælis- barnsins. Þeir eru nú við lát hans 107 talsins og eru allir á lífi að þremur undanteknum, sem dóu í bernsku. í sveitinni tók afi talsverðan þátt í félagsmálum, sat m.a. í hreppsnefnd um skeið, og allt fram á sitt síðasta ár fylgdist hann af áhuga með þjóðmálum. Annars var afi hlédrægur og hélt sér lítt fram. Hann var rólyndur að eðlisfari, ætíð í góðu jafnvægi og í sátt við sjálfan sig og aðra. Hann virtist eftirlæti þeirra sem önnuðust hann á elliheimilinu, enda naut hann þar góðs atlætis, sem börn hans og aðrir aðstandendur eru sérstaklega þakklátir fyrir. Ég vil að lokum þakka afa mínum fyrir ómetanleg kynni, sem stóðu aðeins um tuttugu ár af æviskeiði hans. Lokið er farsælli ævi aldraðs manns af þeirri kynslóð, sem lifað hefur meiri breytingar í þjóðlífinu en líklega allar fyrri kynslóðir. Blessuð sé minning hans. Sigurður Éinarsson. 16 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.