Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Blaðsíða 7
"reyrer; Guðmundur Jóhannesson, frá Fremri-Fitjum Fæddur 10. febrúar 1899 Dáinn 15. janúar 1983 Guðmundur vinur minn lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Hann var búinn að ganga lengi með þann sjúkdóm sem að lokum dró hann til bana. Var hann oft sár þjáður og gladdist ég því mjög svo þegar ég frétti að hann hefði fengið hvíldina stuttu eftir að ég var í heimsókn hjá honum þann sama dag. Við áttum oft margar skemmtilegar stundir saman þó að 36 ára aldursmunur væri á okkur. Hann talaði oft um heimili sitt á Fremri-Fitjum og var hann þá ætíð brosleitur og hafði hann ágæta frasagnar gáfu og naut ég þess að hlusta á hann. Hann var orðinn næstum því blindur og löngu hættur að geta lesið. Las ég því stundum fyrir hann og var hann mjög þakklátur fyrir. Ég hef ekki hugsað mér að skrifa neina ættartölu í þessari grein enda aðrir betur færir um það. Á seinni árum fékkst hann við að setja saman V|sur sér til dægrastyttingar og kom þá greinilega fram i þeim hvaða mann hann raunverulega hafði jo geyma. Mörgum fannst hann bitur út í h'fsbaráttuna og má það vel vera að það sé rétt. En innst inni þegar maður var kominn inn úr skelinni þá bar hann hlýhug til margra sem :■ höfðu reynst honum vel síðustu æviárin. Mér fyndist að ungt fólk ætti að gera meira af því að heimsækja gamalt fólk. Ég hef gert þó nokkuð af Því og haft mikla ánægju af og ég held ég megi segja það með sanni að þakklátari fólki hef ég vart kynnst; og alltaf fylgja mér þvílík bænar og þakklætis orð þegar ég kveð það. Fer því ætíð sælustraumur um sálu mína. Guðmundur og 1 ryggvi bróðir hans tóku við búinu á Fremri-Fitj- um árið 1932, og sá Lára systir þeirra um heimilis störfin meðan heilsa og kraftar leyfðu, en hún er dáin fyrir all mörgum árum síðan, en Tryggvi dvelur ennþá á Fremri-Fitjum. Meðan Guðmund- ur hafði fulla sjón þá las hann afar mikið af góðum bókum, enda átti hann talsvert mikið og gott bókasafn. Hann var sjálfmcnntaður í orðsins fyllstu merkingu, þó mun hann hafa verið á bændaskólanum á Hvanneyri 1924-1926 og var síðan í eitt ár í Noregi og Danmörku og vann við landbúnaðarstörf. Við ræddum um ýmislegt m.a. um líf eftir dauðann og höfðum við orð á því áð ef hann færi á undan mér þá skyldi hann taka á roóti mér, eins skyldi ég taka á móti honum ef ég feri á undan. Hann var mjög trúaður. Las ég nokkrum sinnum fyrir hann úr Davíðssálmum, sem við héldum bæði mikið upp á. Eins var hann afar félagssinnaður og var hann einn af stofnend- um Ungmennasambandsins í V.-Húnavatnssýslu anð 1931 0g Var hann þá kosinn varaformaður. seinna tók hann við formennsku, því að formaðurinn flutti í burtu úr héraðinu. Hann fylgdist mikið með stjórnmálum og var hann fylgjandi Sjálfstæðisflokknum. Þó að við værum •slendingaþættir á öndverðum meiði í stjórnmálaskoðunum þá skyggði það aldrei á okkar vináttu. Einnig átti hann sæti í hreppsnefnd í all mörg ár. Hann eignaðist marga góða og trausta vini, m.a. ræddi hann oft um Sæmund Friðriksson frá Efri-Hólum N-Þing, og hans draumur var að honum yrði reistur minnisvarði hjá bændahöllinni í Reykja- vík, en sá draumur varð ekki að veruleika. Vonandi getur hann reist honum minnisvarða núna þar sem þeir dvelja báðir, því ég efast ekki um að nú hafa þeir hittst og geta rifjað upp gamlar stundir sem þeir áttu saman hérna á jörðinni. Útför Guðmundar fór fram frá Hvammstanga- kirkju 21. janúar sr. Guðni Þór Ólafsson jarðsöng, og fór ég með eftirfarandi ljóð við kistuna hans sem hann orti sjálfur fyrir rúmu ári síðan,og bað mig þá um að flytja það í kirkjunni, þessu lofaði ég með þeim skilyrðum að það skyldi ég gera ef presturinn gæfi leyfi til þess. Til Hildar Kr. Jakobsdóttur Þegar llfs míns göngu hér Ijúft mér vœrí að þú fylgdir mér til hinstu hvílu i mæðra og feðra fold og flyttir bæn við grafarinnar mold Að lykla-Pétur Ijúki upp himna lilið og heimili mér þar dvöl er þess ég bið og Jesús sem ég kalla bróður minn, mig kœrleiksríkum taki í faðminn sinn I Pétursók minn syndalisti er sjálfsagt mjög svo langur því er ver og alltof lítið lagt hef ég þar inn svo lakan sé ég reikningsjöfnuðinn Dauða mínum kvíði ég ei hót ég held mig beri þá á vegamót og Jesús Kristur kenni mig að finna sinn kærleiksveg til föðurhúsa sinna Ég vona að drottinn fyrirgefi mér öll flónskuverk sem unnið hef ég hér og Kristur hefur syndabagga minn á sínar herðar tekið það ég finn Hann sagði við hinn syndumspillta mann sem á krossi píndur var sem hann en iðrast hafði og herrans kraftaverk hafði séð, og drottins kœrleik merkt Sannarlega ég segja vil nú þér seinna í dag þú vera skalt með mér í paradís með drottni alls sem er og þín synd er fyrirgefin þér. Að lokum vil ég óska tslandsþjóð að eignast megi hún gildan varasjóð að drengskap Kolskeggs dirfsku þori og dug en dekri og prjáli og svikum vtsi á bug. Ég ræddi við sr. Guðna Þór Ólafsson um þessi mál og var alveg sérstaklega gott að ræða við hann um þetta og ótal margt fleira sem að lá mér á hjarta. Ég sendi öllum ástvinum Guðmundar innilegar samúðar kveðjur. Ég bið góðan guð að blessa minningu hans. Hildur Kr. Jakobsdóttir Hvoli Hvammstanga V - Hún. Guðmundur Jóhannesson frá Fremri-Fitjum lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga s.l. laugardag. Andlát hans kom ekki á óvart vinum hans og vandamönnum. Heilsu hans hafði hrakað hin síðari ár, þrekið orðið lítið og sjónin næstum horfin, en andlegri heilsu hélt hann til hinstu stundar. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Þuríður Jóhannesdóttir og Jóhannes Kristóferson, sem lengi bjuggu á Fremri-Fitjum í Miðfirði. Þuríður var áður gift Skarphéðni Finnssyni á Finnmörk en missti hanneftirtveggjaára hjónaband. Þau höfðu eignast tvo syni, Jakob síðar bónda að Þverá í Núpsdal og Skarphéðin síðar bónda að Króki í Víðidal. Þau Þuríður og Jóhannes eignuðust sex börn. Elstur var Kristófer f. 1893, bóndi á Finnmörk, 2. Lára f. 1896 ráðskona bræðra sinna á Fremri-Fitjum. 3. Guðmundur, sem hér er minnst. 4. Þuríður Anna f. 1902, húsfreyja að Syðra-Langholti, Árn. 5. Tryggvi f. 1903, bóndi Fremri-Fitjum. 6. Lúðvík f. 1905, bóndi Ytri- Völlum. Ennfremur ólu þau upp Marinó Jónsson, sem búsettur er í Reykjavík. Til er umsögn um þau Fremri-Fitjahjón, rituð af kunnugum manni. Um Jóhannes segir hann m.a.: „Jóhannes Kristófersson var maður vel í 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.