Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Blaðsíða 8
Márus Guðmundsson Fæddur 25. júlí 1902 Dáinn 18. nóv. 1982 „Gleðinnar hátíð vér höldum í dag.... Ekki get ég varist því, að í huga minn komu þessar ljóðlínur, úr sálminum alkunna, æ ofan í æ þann átjánda dag nóvembermánaðar, síðast liðinn, þegar ég frétti skyndilega andlát tengda- föður míns Márusar Guðmundssonar, Bjarna- stöðum. Hann hafði aldrei kvillasamur verið um ævina, en daginn fyrir andlátið hafði hann kennt sér meins þess, sem olli dauða hann. Því er það í raun og veru fagnaðarefni þegar gamall og slitinn maður fær að fara yfir móðuna miklu, með svo skjótum hætti, sem raun var á með Márus. Vafalaust á það ekki við nokkurn mann að þurfa að liggja rúmfastur, kannski lengi, og berjast á móti því, sem koma skal. Slíkt hefði verið kvöl fyrir Márus. Márus var fæddur í Fljótum norður, að Illugastöðum í Flókadal 25. júlí árið 1902 og var því liðlega 80 ára gamall, þegar hann andaðist. Foreldrar hans voru hjónin, Guðmundur Jónsson og kona hans Salbjörg Jónsdóttir. Þau bjuggu á ýmsum stöðum í fljótum, síðustu 3 árin á Bakka meðallagi hár, fríður í andliti með nokkuð hátt enni, dökkhærður, vel vaxinn en varð dálítið lotinn í herðum á efri árum. Prúður og snyrtilegur í framkomu, ræðinn og athugull og myndaði sér ákveðnar skoðanir á málefnum, gestrisinn og glaðlyndur og hafði gaman af græskulausu spaugi, vinfastur og hjálpfús ef á þurfti að halda. Hafði gaman af bókum og las mikið á seinni árum, áður en sjón fór að daprast, skilningsgóður og mundi vel. Fékk í æsku enga fræðslu aðra en lestur og einfaldasta reikning, reiknaði alltaf í huganum. Þuríður Jóhannesdóttir var tæplega í meðallagi há, með rauðbrúnt hár, hátt enni. svipmikið og myndarlegt andlit, frjáls og röskleg í framgöngu. varð barn að aldri að vinna á fátæku heimili foreldra sinna og eftir það á mannmörgu heimili í Víðidalstungu. Fræðslu fékk hún enga aðra en lestur og barnalærdóm undir fermingu en var námfús og bókhneigð og lærði og mundi sem hún las, enda kunni hún mikið af sögum, kvæðum og rímum, sem hún las eða heyrði. Hafði gott vit á skáldskap og mun sjálf hafa verið hagmælt, þó hún ekki stundaði það. Hún var áhugasöm um búskap og aðra heimilisvinnu, vel verki farin og féll ekki vcrk úr hendi meðan heilsa og kraftar entust“. Guðmundur, sem og systkini hans, erfði marga af eðliskostum foreldra sinna. Hann stundaði búfræðinám á Hvanneyri 1924-26 og dvaldi síðan eitt ár í Noregi og Danmörku við landbúnaðar- störf. Hann var télagsiega sinnaour og var m.a. einn af stofnendum Ungmennasambands V-Hún- vetninga árið 1931 ogvarþá kjörinnvaraformaður 8 á Bökkum. Bregða búi 1919 og flytjast í Frostastaði í Blönduhlíð til Magnúsar hreppstjóra Gíslasonar og konu hans, Kristínar Guðmunds- dóttur. Márus elst upp hjá foreldrum sínum til 16 ára aldurs en árið 1918 fer hann í vinnumennsku en tók fljótlega við formennsku, er formaðurinn flutti burt úr héraðinu. í hreppsnefnd átti hann sæti í mörg ár og ýmis fleiri félagsmál lét hann til sín taka. þótt það verði ekki rakið nánar hér. Árið 1932 tóku þeir bræður Guðmundur og Tryggvi við búi á Fremri-Fitjum og var Lára, systir þeirra, ráðskona hjá þeim. Þegar Guðmundur var kominn um og yfir sextugt réðist hann í það stórvirki að reisa nýbýli í landi Fremri-Fitja. Nefndi hann býlið Ásland. Byggði hann þar fjárhús fyrir á fjórða hundrað fjár, fjós og geymslur o.fl. Allt var þetta sérlega vandað og traust, enda var Guðmundur smiður góður og eínstaklega vandvirkur að hverju sem hann vann. Því miður naut Guðmundur ekki þessara verka sinna svo lengi sem skyldi, því heilsan tók að bila og varð hann að selja jörð sína skömmu eftir 1970. Dvaldi hann um skeið hjá hinum nýja eiganda en stundum á sjúkrahúsi. Bygging dvalarheimilis fyrir aldraða á Hvammstanga var honum mikið áhugamál og barðist hann fyrir framgangi þess máls og gaf eigur sínar til þeirrar stofnunar. Þegar dvalarheimilið var risið af grunni og raunar áður en það væri fullgert flutti Guðmundur þar inn fyrstur manna og átti þar heimili síðan. Dvaldi hann þar svo lengi sem þess var nokkur kostur og naut aðhlynningar á vegum sjúkrahúss Hvamms- tanga og frá ýmsu ágætu fólki og eiga hlutaðeig- andi miklar þakkir skilið. Guðmundur kvæntist ekki og eignaðist ekki afkomendur. Blessuð sé minning hans. Jóhannes Sigmundsson að Frostastöðum til áður nefnds Magnúsar. Þar er hann til ársins 1925, er hann gerist vinnumaður í Sólheimum í Blönduhlíð hjá hjónunum Jóni Björnssyni og konu hans Valgerði Eiríksdóttur. Þar er hann í eitt ár, en fer þaðan að Hjaltastöðum til Stefáns Vagnssonar bónda þar og Helgu Jónsdóttur konu hans. Þar er hann enn í eitt ár, en vorið 1927 tekur hann jörðina Ystugrund á leigu af Magnúsi á Frostastöðum. Þá hefst búskaparsaga Márusar. Hann er ýmist á Ystu- grund eða Frostastöðum til 1944, er hann ræðst í að kaupa jörðina Bjarnastaði í Blönduhlíð og má þá segja, að loksins hafi hann verið kominn heim. Þar bjó hann til dauðadags, eða liðlega 38 ár. Á Bjarnastöðum búnaðist Márusi vel. Dágott bú hafði hann ætíð, og notadrjúgt mjög, - enda mjög góður skepnuhirðir. Árið 1926 kvæntist Márus eftirlifandi konu sinni, Hjörtínu Tómasdóttur, fæddri 25. ágúst 1906. Hjörtína var dóttir hjónanna Tómasar Geirmundar Björnssonar, sem bjó á ýmsum stöðum í Skagafirði, lengst á Spáná í Unadal, og konu hans Ingileifar Ragnheiðar Jónsdóttur. Þau hjón voru einnig í húsmennsku á ýmsum stöðum í Skagafirði. Eins og fyrr sagði hafði Márus lengst af dágott bú, ogþví nóg fyrir sig ogsína. - Gætti þess jafnan að nægur heyforði væri til að haustnóttum handa búpeningi sínum. Eljumaður var hann til hinsta dags, kappsfullur og snerpumaður hinn mesti, má kannski segja um of á stundum, því sá hugsunarháttur var fjarri honum aö hlífa sér. Gerði ætíð meiri kröfur til sjálfs sín en annarra. Laginn var Márus til allra verka, enda leituðu margir til hans og hygg ég að fæstir hafi farið erindisleysu. Oft á tíðum hljóp hann úr sínum eigin verkum til að sinna bón nágrannans. Það hygg ég, að teljandi séu þau heimili í Blönduhlíð, sem hönd hans hafi ekki snert í verki, og býður mér í grun að í fá skipti hafi alheimst daglaun að kveldi. í fleiri tugi ára tók hann hinstu hvílu allflestra þeirra, sem í Flugumýrarkirkjugarði hvíla. Börn hændust mjög að honum enda var hann ákaflega barngóður. Þeim Márusi og Hjörtínu var sjö barna auðið og eru þau hér talin í aldursröð, Hjörtína Halldóra f. 17. júní 1925, Guðmundur f. 1. júní 1928, Sigríður f. 1. mars 1930, Sigurbjörg f. 6. maí 1933, Tómas Ingi f. 26. júlí 1937, Þrúður f. 14. maí 1939, Salbjörg f. 29. september 1945. Þannig er ævisaga þess manns, í örstuttu máli, sem lagður var til hinstu dvalar í Flugumýrar- kirkjugarði hinn 27. dag nóvembermánaðar síðastliðinn. í engu frábrugðin fjölda annarra má vafalaust segja. Hann var borinn í fátækt sem og margir aðrir á þessum tíma, en kemst þó frá henni fyrst og fremst fyrir sinn eigin dugnað og má kalla, að hann hafi verið orðinn vel bjargálna a.m. k. á síðustu árum, enda eitur í hans beinum að skulda islendingaþættir Guðmundur Jóhannesson

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.