Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Blaðsíða 10
Kristjana Kristjánsdóttir Fædd 25. júní 1929 Dáin 19. dcsember 1982 Miövikudag 29. dcs. var til moldar borin Fr. Kristjana Kristjánsdóttir og fór útförin fram frá Fossvogskirkju. Kristjana var kjördóttir hjónanna Kristjáns Jónssonar hifreiðarstjóra og Ingibjargar Guð- mundsdóttur sem lcngst af bjuggu á Grettisgötu 32 B Itcr í borg. Þarslcit Kristjana harnsskónum. Á uppvaxtarárum sínum var hún cins og flcst börn á þcim árum send í sveit yfir sumarmánuðina og var hún send að Lundum í Stafholtstungum í Borgarfirði scm þá var talið mcð stórbýlum landsins. Þar bjuggu þá sæmdarhjónin Gcir Guðmundsson og Þórdís Ólafsdóttir. Rcyndust þau henni mjög vel og hélst með þeim mikil vinátta alla tíð síðan. Þórdís cr nú látin fyrir nokkrum árum. Árið 1948 kynntist Kristjana eftirlifandi manni sínum Björgvin Eyjólfi Ágústssyni bifreiðarstjóra frá Sauðholti í Holtahrcppi Rangárvallasýslu. Þau eignuðust saman þrjá syni. Þcir cru í þcssari aldursröð: Guðbjartur Aðalsteinn bóndi á Sveins- stöðum Dalasýslu giftur Ernu Einarsdóttur og eiga þau fjögur börn. Ágúst bifreiðarstjóri í Rcykjavík giftur Margrcti Höllu Guðmundsdótt- ur og eiga þau tvo syni auk þess scm Ágúst átti áður einn son Pétur Rafn. Guðmundur Ingi scm slarfar við útkcyrslustörf i Rcykjavik giftur Margrcti Andrcsdóttur. Arið 1952 fluttist Kristján taðir Kristjönu scm þá var orðinn ckkjumaður á heimili þcirra Björgvins og Gógóar, (en Kristjana var ávalt kölluð Gógó innan fjölskyldunnar) að Skúlagötu 62 hér í borg, bjó gamli maðurinn hjá þeim nær þar til hann andaðist árið 1968 kominn á tíræðis aldur, en síðasta misserið eða svo dvaldi hann á hjúkrunardeild elliheimilisins Grundar. Kristjana hafði alla tíð mikið dálæti á dýrum og var dýravinur mikill sem sést best á því að þrátt fyrir erfið skilyrði nú í seinni tíð í Reykjavík hafa þau Björgvin og hún allar götur frá 1960 átt nokkrar kindur og hross sér til skemmtunar og augnayndis. Þau voru m.a. bæði félagar í Fjáreigcndafélagi Reykjavíkur. Kristjana var farin að kenna sér lasleika nú í seinni tíð og var hún lögð inn á Borgarspítalann fyrir rúmum fimm vikum síðan til rannsóknar. Heilsu hennar hrakaði svo mjög ört þar til yfir lauk. Hún andaðist í Borgarspítalanum hinn 19. desember s.l. Eg vil fyrir hönd okkar aðstandenda þakka læknum og starfsfólki Borgarspítalans fyrir góða umönnun og aðhlynningu í veikindum hennar. Ég bið góðan Guð að styrkja föður minn,bræður og fjölskyldur þeirra á þessari stundu. Far þú í friði móðir mín. Þinn sonur Guðbjartur. EE Stefanía Ólafsdóttir Fædd 30. nóv. 1900 Dáin 16. nóv. 1982. Amma mín. Stefanía Ólafsdóttir. var fædd þann 30.11. 1900að Jörfa í Kolbeinsstaðarhreppi. Hún ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Ólafi Erlendssyni og Agöthu Stefánsdóttur. ásamt stórum systkinahópi. Þcgar amma var ung stúlka. átti hún þcss kost að komast á námskeið hjá Kvennaskólanum í Reykjavík. Þótti það mikill ávinningur á þeim tíma. Eftir það gerðist hún vinnukona hjá Jóni kaupmanni Björnssyni í Borgarnesi. Þaðan réðst hún að Bæ í Bæjarsveit. til Björns bónda Þorsteinssonar. Kynntist hún þar manni sínum Andrési Björnssyni. Þau voru gefin saman í hjónaband þann 26.09. 1923. Vorið 1926 hófu þau búskap aó Innri-Skelja- brekku í Borgarfirði. Á þessum árum átti amma við mikið heilsuleysi að stríða. Árið 1936 fluttu þau í Borgarnes og keyptu þar hús að Þórólfsgötu 5, sem síðar var byggt við. Amma og afi eignuðust 4 börn, Ólaf f. 20.10. 1924, Guðrúnu Ástu f. 12.08. 1926. Áslaugu f. 26.03. 1929 og Erlu f. 25.08. 1930. Þann 17.02 1967 lést afi Andrés en amma bjó allt til dauðadags 16.11.1982 að Þórólfsgötu 5. 10 Foreldrar mínir Ólafur og Þórey hafa búið alla tíð á efri hæð hússins og við systurnar þrjár. Hjá ömmu og afa ólust upp þrjú barnabörn. Það var alltaf margt um manninn kringum ömmu. gestagangur mikill og ætíð allir velkomnir. Gestrtsni mikil mætti hverjum manni. Það cr svo margt sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar til baka og rifjar upp. Þessi merka aldamótakona var greind, afar fróðleiksfús, er fylgdist vel með öllu sem gerðist jafnt í nálægð sem fjarlægð. Það var svo sannarlega ekki lífsleiðanum fyrir að fara í hjarta hennar. Iðjusemi mikil og vandvirkni í hvívetna einkenndu störf hennar. Hún átti því láni að fagna að halda nánast öllu sínu óskertu allt til hinstu stundar. Gat auk þess verið í sínu umhverfi til síðasta dags. Það voru ekki svo ófáar stundirnar sem við áttum saman héráðurfyrrvið spilamennsku. Hún var alltaf boðin og búin að eyða sínum tíma til slíkra hluta. enda var það óspart notað. Alla tíð var okkar samband náið og þakka ég henni fyrir allt og allt. Þetta eru fátækleg orð um ríka konu. sem ekki var rík af fjármunum. heldur mannkostum. Bið ég að góður Guð geymi þessa góðu trúræknu konu Stefanía Ólafsdóttir islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.