Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Blaðsíða 14
NG Hinrik Jórmundur Sveinsson Fæddur 25. febrúar 1897 Dáinn 26. desember 1982 Fyrir þremur áratugum og einu ári betur bar fundum okkar Hinriks Jórmundar Sveinssonar fyrst saman. Atvikin böfðu hagað því á þann veg að ég og kona mín höfðum fcst kaup á íbúð á jarðhteð í húsinu Granaskjóli 5 hcr í borg, en Hinrik hafði á sínum tíma staðið fyrir byggingu þessa húss. Hinrik og kona hans Laufcy Ba’rings- dóttir bjuggu þá á efri hæðinni í umræddu liúsi ásamt dætrum sínum Guðrúnu og Margréti. þá ungum að aldri. Brátt mvndaðist mikill kunnings- skapur milli okkar hjónanna og íbúanna á efri hæðinni, þeirra Laufeyjarog Hinriksogdætranna ungu. Aldursmunur var að vísu töluverður milli hjónanna á þcssum tveimur hæðum í húsinu í Granaskjóli 5. en stundum virðist það ekki skipta svo miklu máli. Kynslóðabilið gctur oft orðið cins og lítil grunn vík milli vina. Enda varð sú raunin á í þessu tilviki. Milli okkar myndaðist brátt gott samband og vinátta, sent entist meðan öll voru ofar moldu. Hinrik og Laufey voru fróð og lífsreynd og höfðu gcngið í harða skóla lífsins og gátu miðlað okkur svo mörgu. I’au kunnu frá ýmsu fróðlegu að scgja og voru gædd ríkri kímnigáfu og gátu á auðveldan hátt séð það spaugilega í flestum málum. Þessi eiginleiki varsnar þáttur í eðli þeirra beggja. Gaman var á góðum stundum að spjalla við þau hjón og ég kom aíltaf fróðari og léttari í lund af þeint samfundum. Bæði höfðu þau mikið yndi af því að grípa í spil og mörg kvöldin sat ég hjá þeim að spilum. Margt var þá spjallað og oft hlegið hátt. Eg og kona mín þökkum Hinriki og Laufeyju fyrir þá miklu vinscmd og hlýju. sem þau sýndu tveiinur ungum börnum okkar á þessum árum. Börnin okkar áttu alltaf öruggt athvarf hjá þeim hjónum á efri hæðinni og þar var vel litið eftir þeim og við vissum þau í öruggum höndum. Hinrik var fæddur þann 25. febrúar árið 1897 og var því á áttugasta og sjötta aldursári þegar hann lést. Fæddur var hann i Miðseli vestast við Vesturgötuna örskammt frá Selsvör, þar sem sást út á úfinn sæ. Sjávarseltan var lionum því í blóð borin og átti eftir að hafa sín áhrif og marka djúp spor í allt hans ævistarf. Segja má með sanni að Hinrik hafi verið sannkallaður Vcsturbæingur því árið 1907 byggði faðir hans húsið að Brekkustíg 10, sem enn stendur á sínum stað og þar ólst Hinrik upp, og í þessu húsi dvöldust foreldrar hans til æviloka. Faðir Hinriks, Sveinn Jónsson, mun hafa stundað sjómennsku alla sína ævi og ungur að árum fór Hinrik að stunda sjóinn með föður sínum. Gamalt máltæki segir að snemma beygist krókurinn að því scm verða vill, enda mun það sannmæli hvað Hinrik snertir. Móðir Hinriks var Guðrún Hinriksdóttir. Mjög var kært nteð Hinriki og henni og minnist ég frá þessum árum okkar í Granaskjólinu hversu oft hann fór í heimsókn til aldinnar móður sinnar á Brekkustíg 10, til að líta eftir henni, en þar bjó hún áfram eftir lát eiginmanns síns í hárri elli. Enn sé ég fyrir mér rúnirnar í andliti þessarar gömlu og lífsreyndu sjómannskonu, sem svo margt hafði reynt á langri ævi. Hinrik útskrifaðist úr Stýrimannaskóla íslands vorið 1922 og má segja að allt hans ævistarf hafi vcrið tengt sjónum, sjómcnnsku. útgerð og aflabrögðum upp frá því á einn eða annan hátt. Hann kvæntist Laufeyju Bæringsdóttur árið 1932 og eignuðust þau tvær dætur eins og fyrr getur. Guðrúnu og Margréti, sem báðarcru giftar og búsettar hér í borginni. Skömmu eftir að þau hjón gengu í hjónaband fluttust þau til Flateyjar á Skjálfanda og stundaði Hinrik þar sjómennsku og rak útgerð allt til ársins 1940. J>á fluttust þau hjónin ásamt dætrum sínum til Reykjavíkur og rcistu húsið í Granaskjóli 5 þar sem þau áttu heima til æviloka. Hinrik lagði ekki árar í bát þótt Póra Hjartar Framhald af bls. 11 kom víða við og lét margt gott af sér leiða á sviði félagstn.lla Jslensk varslu í anda. orði, verki, þekking, sterk ( veg og vanda, vissir ei af blekking." Matt. Joch. Þóra var ein af stofnendum kvenfélagsins Ársólar í Súgandafirði. þá 24 ára gömul, og var fundarstjóri á stofnfundinum og kosin ritari í fyrstu stjórn. Því embætti gengdi hún í 5 ár uns hún varð formaður 1925 til 1932 er hún fluttist til Siglufjarðar. Þar tók hún mikinn þátt í stukustarfi og leikstarfi á vegum stúkunnar. einnig starfaði hún í kirkjukórnum. Árið 1942 gekk Þóra í kvenfélagið Von á Siglufirði, en ári síðar var hún orðin formaður þess og var það þar til hún fluttist til Akraness 1944. Á Akranesi starfaði hún einnig mikið að félagsmálum, hún var í leikfélaginu. kirkjukórn- um, stúkunni og kvenfélaginu og var formaður þess 1948 til 1962. Hún var heiðursfélagi í Kvenfélagi Akraness, Kvenfélaginu Ársól í Súgandafirði og Stórstúku íslands. Ferskeytlan og söngurinn átti mikinn sess í huga og hjarta Þóru. Á heimili hennar var mikið sungið, enda fjölskyldan einkar söngvin. Þóra var góð móðir börnum sínum og tengda- hann hætti í útgerðinni hcldur stundaði hann atvinnu sem tengd var sjómennsku og vinnslu sjávarafurða meðan kraftar hans entust. Laufey kona Hinriks andaðist þann 14. febrúar árið 1979 og eftir það bjó Hinrik einn í íbúð sinni meðan heilsa hans leyfði en dætur hans litu eftir honum og önnuðust um hann af stakri nærfærni og umhyggju allt til hinstu stundar. Þetta er í stuttu máli lítið og ófullkomið ágrip af lífshlaupi dugmikils aldamótamanns. Hógværs manns sem aldrei lét mikið á sér bera, en æðraðist samt aldrei þótt stundum blési svalt á móti. Hann var alinn upp í hörðum skóla aldamótaáranna og þreytti sínar aflraunir við saltan sæ. Hann er að mínu mati einn þcirra góðu sona þessa lands, sem við öll stöndum í þakkarskuld við og hafa átt sinn þátt í að byggja upp það velferðar þjóðfélag, sem við nú búum í. Það er okkar, sem eftir lifum, að ávaxta það pund og bregðast ekki skyldu okkar. Hinrik andaðist þann 26. desember s.l. eftir langa vegferð. Hann var jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu föstudaginn 7. janúar sl. Blessuð sé minning Hinriks Jórmundar Sveins- sonar. Fari hann í friði. Klemenz Jónsson börnum. Viðfrændsystkinin nutumgóðsafhennar göfuelyndi. Guðrún P. Helgadóttir segir í kvæði sínu Móðir: „Móðirin leikur létt og blítt við lítið barn. Hún gefur því gull í lófa og gull í tá að stœrri og verður siálf. “ Þetta fallega ljóð á líka við Þóru frænku. Þóra var mikil handavinnukona og marga hefur hún glatt með sinni fallegu vinnu og mörgum hefur hún yljað með sínu fallega brosi og góða geði. „Ceiglaus mun hennar ganga um gullbúið himins hlið“ Með þessum orðum kveð ég mína elskulegu föðursystur, en ég mun alltaf minnast hennar með söknuði og virðingu. „Ljúft er að sofna I logaskininu bjarta" Sigrún Sturludóttir. 14 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.