Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Side 15

Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Side 15
Haraldur Árnason rádunautur sextugur Haraldur Árnason, verkfæra- og vatns- veituráðunautur Búnaðarfélags íslands verður sextugur nú 7. febrúar. Haraldur hefur starfað hjá Búnaðarfélagi íslands síðan 1954 og er nú meðal þeirra starfsmanna þess sem lengst hafa starfað fyrir það. Það er rík ástæða til að minnast þessara tímamóta í lífi Haralds og þakka honum fyrir fjölþætt og giftudrjúg störf í þágu landbúnaðarins. Það vill svo til að Haraldur hefur lagt hönd að verki við framkvæmd þriggja mjög merkra þátta í framfarasögu landbúnaðarins og sveitanna síðustu þrjá áratugina, sem síðar verður vikið að. Haraldur er fæddur í Munchen í Þýskalandi 7. febrúar 1923. Foreldrar hans voru hjónin Hróðný Einarsdóttir prests Pálssonar í Reykholti og Árni Björn gullsmiður Björnsson Símonarsonar. Árni var þekktur gullsmiður í Reykjavík. Haraldur ólst upp í Reykjavík en átti sumar- dvalir í sveitum eins og mjög var og er títt um bæjarbörn og var meðal annars á Fróðastöðum í Hvítársíðu og á Hvarfi í Bárðardal í nokkur sumur, hjá þekktu ágætisfólki á báðum stöðum. Á honum og mörgum fleirum sannast að sveita- dvöl hefur fært landbúnaðinum margan góðan starfsmann og liðsmann. Haraldur lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1942. Stundaði síðan nám í BA-deild og læknadeild Háskóla íslands 1942- 1944. Þá sneri hann sér að landbúnaðarfræðum fór til Bandaríkjanna og stundaði nám á sviði búvéla og bútækni við hinn þekkta Cornell-há- skóla í íþöku. Þar tók hann B.Sc. próf 1947 og meistarapróf (M.S.) 1949. Eftir heimkomu 1949 vann hann fyrst hjá Véladeild S.Í.S. en síðan sem verkstjóri hjá Vélsmiðjunni Keili og einnig sem umsjónarmaður á Keflavíkurflugvelli þar til að hann gerðist verkfæraráðunautur Búnaðarfélags íslands 1. febrúar 1954. Hjá því hefur hann starfað nær þrjá áratugi. Starfinu hjá Búnaðarfélagi íslands fylgdi meira en ráðunaustsstarf á sviði véla- og verkfæranotk- unar. Haraldur tók þá strax sæti í Verkfæranefnd n'kisins. Sú nefnd átti sér merka sögu. Hún var fyrst skipuð 1927 til að sjá um útvegun verkfæra og gera tilraunir með þau. í lögunum um tilraunir í landbúnaði frá 1940 var henni falið svipað hlutverk og tilraunaráðunum í jarðrækt og búfjarrækt, og á hennar vegum voru fyrstu bútæknitilraunirnar hafnar á Hvanneyri 1954. Haraldur var fulltrúi B.í. í Verkfæranefnd þar til hún var lögð niður með nýjum lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna sem sett voru 1965. Þá tók bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Hvanneyri við í beinu framhaldi af fyrra starfi þar. Meira fylgdi starfi verkfæraráðunautsins en þetta Þegar 1954 tók Haraldur sæti i 'veianefnd ríkisins og gerðist framkvæmdastjóri Vélasjóðs er hún rak. Þessum störfum gegndi hann þar til jarðræktarlögum var breytt 1972 og nefndin og Vélasjóður lagður niður. Þá voru tímar breyttir og ekki þörf á að reka skurðgröfur eða önnur framræslutæki á vegum ríkisins, svo mörg ræktun- arsambönd og einstaklingar höfðu þá yfir nauð- synlegum tækjakosti að ráða. Vélasjóður tók að reka hér skurðgröfur 1942 og urðu þá mikil tímamót í sögu framræslu og túnræktar. Það var upphaf nýrrar ræktunaraldar í íslenskum búskap. Þegar mest var umleikis hjá Vélasjóði á sjötta og framan af sjöunda tug aldarinnar rak hann yfir þrjátíu skurðgröfur sem unnu í öllum landshlutum, hafði stórt viðhalds- verkstæði og varahlutageymslu, sem var byggt í Kópavogi á árunum 1956-57. Árið 1962 flutti vélasjóður enn tækninýjung inn í landið þar sem voru finnsku lokræsaplógarnir. Eftir að gerð plógsins hafði nokkuð verið breytt og hann lagfærður fyrir íslenskar aðstæður rak Vélasjóður tvo slíka plóga um skeið og var ræst með þeim víða um land, sumstaðar óhemju stór landsvæði. Haraldur átti þarna að sjálfsögðu stærstan hlut að. Við þennan umfangsmikla rekstur með miklu mannahaldi munu þeir eðliskostir, sem einkenna Harald Árnason hvað mest hafa komið sér vel, en það eru dugnaður og áræði samfara einstaklega glaðlegu og geðþekku viðmóti, sem mikið hefur að segja í öllum samskiptum. Hann mun enda hafa verið hjúasæll og kunnað vel að velja sér menn til starfa. Annar þáttur í störfum Haraldar fyrir Búnaðar- félag íslands er hlutur hans að því að útbreiða súgþurrkun í landinu. það kom í hlut verkfærar- áðunautsins að teikna súgþurrkunarkerfi og leiðbeina bændum um allt er hana varðaði. Þær framfarir í fóðurverkun sem þessu fylgdu eru ómetanlegar. Ekkert er bóndanum betra en gott heimafengið fóður. Með breytingunni á jarðræktarlögunum 1972 var tekið að veita framlag á vatnsvcitur til heimilis og búþarfa. Hófst þá nýr þáttur í störfum Haralds Árnasonar. Áður hafði Ásgeir L. Jónsson, vatnsvirkjaráðunautur mælt fyrir vatnsveitum bæði á einstökum jörðum og fyrir félagsveitum. En með lagabreytingunni varð geysileg aukning á þessum framkvæmdum svo að líkja má við byltingu. Er Haraldur hafði ekki lengur um Vélasjóð að sinna sótti hann um leyfi frá störfum í tæpt ár og fór til náms í Hollandi og lagði stund á jarðvatnsfræði og annað er tengdist rannsóknum á sviði framræslu. Að þeim rannsóknum hefur hann síðan nokkuð unnið eftir því sem tími hans og handbærir fjármunir hafa leyft. Meira er þó um hitt að eftir heimkomuna fók hann að sér að mæla fyrir og gefa fyrirmæli um gerð vatnsveitna og hefur það verið ærið starf síðan. Nú er búið að leggja félagsveitur um fjölmargar sveitir og jafnvel stóra hluta úr mörgum sýslum auk óteljandi smærri veitna fyrir fáa eða einstaka bæi. Nær allur undirbúningur, mælingar og hönnun þessara veitna, sem oft er umfangsmikill og vandasamur hefur hvílt á herðum Haralds. Mörgum bændum hefur hann því hjálpað til að fá gott og heilnæmt neysluvatn þar sem það var bágborið fyrir. Þetta er þriðji stóri þáttur Haralds að merkum framförum í landbúnaði og í sveitum landsins. Þetta kalla ég gæfu í starfi og er dæmi um það hve ánægjulegt það er að vinna með og fyrir íslenska bændur. Langt er frá að hér sé getið allra starfa Haralds á einu eða öðru sviði fyrir Búnaðarfélag íslands eða aðra aðila, en staðar skal þó numið. Það Iætur að líkum að Haraldur hefur í öllum þessum störfum unnið fyrir fjölmarga bændur, e.t.v. eru þeirfærri afbændum landsinssem hann hefur ekki átt einhver samskipti við. Hann er hvarvetna vel látinn, enda fer saman skarp- skyggni, góð og vingjarnleg framkoma, dugnaður, hjálpsemi og vandvirkni í starfi. Því hafa störf hans öll lánast vel. Haraldur er einnig ákaflega góður vinnufélagi og vinsæll af öllu sínu samstarfsfólki. Haraldur er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Herdís Jónsdóttir og eru börn þeirra Árni Björn, búfræðikandidat og ráðunautur í Noregi, Jón Ingi vélfræðingur, Svanbjörg Helga, kennari og Hild- igunnur arkitekt. Síðari kona Haraldar er Erna Erlendsdóttir og eiga þau tvö börn Auði Ingibjörgu, stúdent og Gunnlaug Brján nema. Haraldur er á allan hátt vel gerður maður, myndarlegur á velli og vel á sig kominn og finnst okkur samstarfsfólki hans allt of snemmt að tala um að liann haldi sér vel - við sjáum tæpast á honum aldur. Engu að síður er starfsdagurinn hjá Búnaðarfélagi íslands or?inn nokkuð langur. En við vonum að enn eigi eftir að bæ»ast þar verulega við og sendum við þeim Ernu og t laraldi okkar bestu kveðjur með þeirri ósk. Jónas Jónsson. Islendingaþættir 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.