Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Blaðsíða 11
Dóróthea Erlendsdóttir
Fædd 1. scptembcr 1910
Dáin 15. janúar 1983
Nýlega var gerð frá Akraneskirkju útför frú
Dórótheu Erlendsdóttur, en hún andaðist í
Sjúkrahúsi Akraness að morgni 15. þ.ni.
Dóra, eins og hún var jafnan ncfnd í daglcgu
tali, var fædd á ísafirði 1. sept. 1910, dóttir
hjónanna Helgu Daníelsdóttur og Erlends Krist-
jánssonar málarameistara, danskmenntaður í
þcirri iðngrein sem þá var sjaldgæft. Tvo brteður
eldri átti Dóra, Kristján trésmíðameistara, nú
dáinn og Ragnar, verkstjóra. - Þau hjón, Helga
og Erlendur slitu samvistum um þetta leyti og
flutti Helga þá til Hnífsdals með dótturina og
gerðist ráðskona hjá Jóhannesi Jónssyni, verka-
manni þar, tn drengjunum var komið fyrir hjá
góðu fólki, vandalausu.
í Hnífsdal ólst svo Dóra upp hjá móður sinni
og þessum fóstra sínum, sem reyndist þeim
mæðgum í alla staði mjög vel, enda þótti telpunni
vænt um hann, sem væri hann faðir hennar og
virti hann mikið alla tíð. - Móður sína missti Dóra
er hún var 12 ára, en fóstri hennar vildi ekki sleppa
af henni hendinni fyrr en hún væri fermd, en þá
fluttist hún til fsafjarðar aftur og dvaldi næstu árin
í skjóli góðs fólks, er átti verslunina Dagsbrún,
en við þá verslun starfaði hún nokkur síðustu árin,
sem hún dvaldi á ísafirði.
Á þeim árum þótti engan veginn sjálfgefið að
allir unglingar, og þó síst munaðarleysingjar,
gengju í skóla að lokinni barnafræðslu, þó bæði
hefðu löngun og gáfur til frekara náms. Á ísafirði
var þá góður unglingaskóli og fékk Dóra þar
inngöngu, mest fyriratbeina séra Sigurgeirs, síðar
biskups þar sem hún stundaði nám tvo vetur með
góðum árangri og kom það sér vel fyrir hana. er
hún tók að stunda verslunarstörf í Dagsbrún og
ekki síður við margvísleg félagsstörf síðar á
ævinni. - Móðir Dóru hafði verið kaupakona á
Hóli í Önundarfirði, myndarlegu og fjölmennu
heimili, og varö það til þess að Dóra fór þangað
stundum á sumrin og þar kynntist hún eiginmanni
sínum, Hálfdáni Sveinssyni, kennara. en þau
gengu í hjónaband 12. maí 1934 og fluttu sama
ár til Akraness, þar sem Hálfdán fékk stöðu við
barnaskólann og bjuggu þau þar æ síðan. -
Hálfdán lést 18. nóv. 1970, 63 ára að aldri, en
hann var einn af þekktustu borgurum bæjarins.
tók mikinn þátt í félagsmálum ýmiss konar, var
t.d. lengi í bæjarstjórn ogeinn helsti forystumaður
í verkalýðsmálum svo nokkuð sé nefnt.
Skólaskylda var færð niður í 7 ár á Akranesi
1934, og varð það til þess, að þrír nýir kennarar
komu að skólanum. sem þá var undir stjórn Svövu
Þorleifsdóttur. en þeir voru Hálfdán Sveinsson,
Elíborg Aðalbjarnardóttir og Guðmundur
Björnsson, er línur þessar ritar. - Eigi höfðunt
við Hálfdán, þó báðir væru kvæntir, haft
fyrirhyggju um útvegun húsnæðis og öllum
ókunnir hér. En með hjálp góðra manna. og vil
cg þá sérstaklega nefna Pctreu í Mörk, sem þá
islendingaþættir
var í skólanefnd, fengum við inni að Suðurgötu
27, þriggja herbergja íbúð og samciginlegt eldhús.
Eigi hefði það þótt glæsilegt nú til dags fyrir tvær
fjölskyldur, hcrbergin frekar lítil, kolacldavél og
ekkert bað. En þar er skemmst frá að segja, að
þetta sambýli tókst með ágætum og sú vinátta er
þá myndaðist milli þessara fjölskyldna varði æ
síðan og gekk í arf til barnanna, sem urðu 9,
fjögur hjá þeim Dóru og fimm hjá okkur Pálínu.,
- Árið 1944 fluttu þau Hálfdán og Dóra t eigið
húsnæði að Sunnubraut 14, þar sem þau eignuðust
fallegt og rúmgott heimili, enda voru börnin þá
orðin 4, eins og fyrr greinir, Hilmar Snær f. 24/2
’34, vélvirki og nú kennari við Iðnskóla Reykja-
víkur, Rannveig Edda, f. 6/1 '36 húsmóðir og
skrifstofustúlka, Sveinn Gunnar, f. 23/7 '39,
prentari og prentsmiðjustjóri, Helgi Víðir, f. 1/4
'44, umdæmisstjóri Brunabótafélags Islands á
Austfjörðum.
Áður hefur vcrið gctið viðamikilla félagsstarfa
húsbóndans, en húsfreyjan var líka vel liðtæk á
því sviði. Var hún lengi í stjórn Kvennadeildar
Slysavarnafélags Akraness og formaður um
nokkur ár og starfaöi þar af miklunt dugnaði og
fórnfýsi, enda kjörin heiðursfélagi Slysavarnafé-
lags íslands á 50 ára afmæli þess. Auk þess var
Dóra ötull starfsmaöur Oddfellowrcglunnar og
Kvenfélags Alþýðuflokksins á Akranesi og fyrsti
formaður þess. - Það gefur auga leiö, að heimilið
að Sunnubraut 14 krafðist mikilsaf húsmóðurinni,
umsjá og uppeldi fjögurra barna, uuk umfangs-
mikilla félagsmálastarfa, eins og að framan
greinir, því húsbóndinn hafði nóg á sinni könnu
„út á við", svo vart mátti búast við mikilli aöstoð
úr þeirri átt, verkaskiptingin slík á þeirri tíð, að
það þótti ekki umtalsvert. Og hvað sem jafnrétt-
isfólk nútímans vill um það segja. þá blessaðist
þetta í alla staði eins og best vcröur á kosiö,
börnin fjögur og þeirra heimili er augljósasti
vitnisburðurinn um það.
Og cr við nú að leiðarlokum, hinir mörgu vinir
og vandamenn Dórótheu Erlendsdóttur, kveöjum
hana hinstu kveöju. minnumst við hennar ætíð
sem mikilhæfrar og elskulegrar konu, sem gott
vaf að hafa kynnst og átt samleiö meó um lcngri
eða skemmri tíma.
G.B.
,A strík og elskuð
atgerviskona,
fögur sýnum
fróð og minnug,
sterk í stríði
fyrir sterka trú. “
Þessar Ijóðlínur eftir Matt. Joch. lýsa Þóru
frænku vel, hún var með afbrigðum vinaföst og
trygglynd kona.
Þóra var fædd að Suðureyri við Súgandafjörð.
Foreldrar hcnnar voru Jón Einarsson skipstjóri
og íshússtjóri, en móðir hennar var Krison
Kristjánsdóttir útvegsbónda á Suðureyri. Þóra
giftist ung Friöriki Hjartar frá Dýrafirði; þjóð-
kunnum skólastjóraogfræöimanni. Þaueignuðust
6 börn. Sigi :ður og Svavar eru látin en eftir lifa
Jón, Ólafur. Guðrún og Ingibjörg Hjartar.
Þóra var einstaklega mikil félagsmálakona:
i ramhald á bls. 14
Póra Hjartar
Fædd 19. des. 1896
Dáin 31. dcs. 1982