Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Blaðsíða 12
Hellismannaþáttur — og óðal i Fjölfarin þjóðleið til Skálholts og Þingvalla lá í 8-9 aldir fram hjá Steinkrossi á Rangárvöllum. Sá bær stóð á gamalgróinni hraunbrún, um það bil sjö kílómetrum ofar en Gunnarsholt. Þaðan var miðlungs bæjarleið í næsta vatnsból. Kunnugt er um þréttán bændur, sem bjuggu á Steinkrossi eftir 1700. Þaulsætnastur var Bjarni Hannesson faðir Hannesar afa föður míns. Hann þraukaði þar í 51 ár, þrátt fyrir Móðuharðindi og „Langajökul", sem surfu fast að mörgum bónda á búskaparárum hans. Síðastur bjó þar 15 vetur, Valtýr Sigurðsson bóndi í Kotmúla, Valtýssonar í Gfslakoti, Brandssonar í Drangshlíð, Einarsson- ar. Þá fór Steinkross endanlega í eyði, „harða vorið 1882“. Þar kæfði þá allt í sand. II Valtýr Sigurðsson flúði fram í Holt. Bjó næst 6 ár í Vctleifsholti. síðan eitt ár suður á Vatnsleysuströnd og annað í Vetleifsholtshelli. Vorið 1890 flutti hann að Árbæjarhelli, keypti þá jörð og bjó þar síðan 24 vetur. Þar dó hann 78 ára gamall vorið 1921. Sagður öðlingsmaður. Hann átti Guðrúnu (1833-1915) Eiríksdóttur í Tungu á Rangárvöllum, Jónssonar á Rauðnefs- stöðum, Þorgilssonar bónda í Koti, Þorgilssonar á Efra-Hvoli, Jónssonar á Skeiði, Þorgilssonar. Þau Hellishjón áttu eina dóttur barna: Eyrúnu (1870-1938). Hún giftist Gísla (1864-1918) Gísla- syni bónda í Helli og víðar, Þórðarsonar að Miðkoti í Þykkvabæ, Jónssonar í Neðra-Dal, Auðunssonar. Eyrún og Gísli fóru að búa 1892 - bjuggu allan sinn búskap í Árbæjarhelli - og þóttu sómamenn. Þau eignuðust fimm börn, sem komust upp og til aldurs. Elsta systirin giftist ung og flutti til bónda síns. Hin systkinin voru kyrr heima í Helli. Bjuggu fyrst 20 ár með móður sinni - síðan fjögur saman meðan öll lifðu. Tvö þau yngstu búa enn í Helli: Guðbjörg sjötug og Guðmundur einum vetri vant í áttrætt. Þar líður að búskaparlokum, hver sem þá tekur við. Þrjú elstu systkinin eru gengin til grafar. Þeirra skal hér minnst í stuttu máli. III Guðrún Gísladóttir húsmóðir í Króki fædd 13/12 1889, dáin 6/9 1935, giftist ung Guðmundi syni Ólafs bónda og síðasta ferjumanns í Króki, Gunnlaugssonar bónda þar, Bárðarsonar, einnig bónda þar, Gunnlaugssonar að Jórvík í Flóa, Pálssonar bónda í Gljákoti, Þórarinssonar. Ólafur Gunnlaugsson heiðurskarl og óvenju markaglögg- ur maður, bjó í Króki til æfiloka 1935 - og hafði 12 þeirra ■ Guðrún Gísladóttir. þá setið 52 ár að búi. Guðrún og Guömundur í Króki höfðu þá verið um 20 ár, í húsmennsku þar og sambúð við gamla manninn - og hennar lífi þá ltka næstum lokið. Guðrún Gísladóttir mun hafa verið vel gerð kona, hógvær. nægjusöm og þolinmóð. Hún ól á seytján árum fjórtán börn - og annaðist þau af öllum kröftum meðan æfin entist. Mátti segja að það færi vel úr hendi, þrátt fyrir fátækt og óþægindi í þröngum, gömlum og köldum bæjarhúsum. Börn hennarvoru heilbrigð og hraustbyggð - döfnuðu vel og urðu dugnaðar- fólk. Hún dó frá tíu af þeim óstaðfestum, á aldrinum frá 3ja til 14 ára. Þá tóku elstu dætur hennar við uppfóstri yngri systkina sinna, uns öll voru komin upp. Krókur var mögur bújörð í þann tíma. og fjarri því að vera til tvískiftanna. Þau Guðmundur höfðu fyrstu árin töðu fyrir aðeins eina kú - en sóttu síðan kúahey handa annarri, langar leiðir - ýmist niður í Safamýri eða útá Skeið. Guðmundur vildi komast á betri jörð. En hreppsnefndin bað hann, að skilja eigi svo við gamlan föður sinn - sem treysti sér þá ekki til að sitja jörðina einn - þótt búa vildi. Fyrir þá sök sat Guðmundur kyrr í Króki. Það var engin furða, þótt hann á krepputíð þryti fé til að ala alla önn fyrir fjórtán börnum. í þá tíð var hvergi líknar að leita, nema hjá sveitarsjóði. Og það gerði Gvendur í Króki hiklaust, í nauðsyn barna sinna. Hann sótti þangað á seytján árum tæplega sjö þúsund krónur. Mér finnst það með ólíkindum lítið! Það var ekki keyptur óþarfi í Króki. Þessir peningar fóru allir fyrir staðgóðan mat. Guðrún og Guðmundur í Króki áttu þessi börn: 1. Guðrún Lovísa f. 1915, gift Magnúsi Kr. Magnússyni verkamanni í Reykjavík. 2. Guðrún Viktoría f. 1916 - gift Jóhannesi Albert Kristjánssyni frá Súðavík, verka- manni í Reykjavík. 3. Guðbjartur f. 1918 - bílstjóri í Reykjavík kvæntur Önnu Sveinsdóttur frá Viðfirði. 4. Ólafur f. 1920, verkamaður í Reykjavík kvæntur Jóhönnu Kristjánsdóttur ættaðri úr Skagafirði. 5. Eyrún f. 1921, gift Þórði Gestssyni bónda á Kálfhóli á Skeiðum. 6. Hermann f. 1922, bóndi í Forsæti í Út-Land- eyjum kvæntur Guðfinnu Helgadóttur frá Forsæti. 7. Kristín f. 1923, gift Einari Inga Hjálmtýssyni verkamanni í Reykjavík. 8. Dabjört f. 1924, gift Jóhannesi Bjarnasyni frá Stokkseyri verkamanni í Reykjavík. 9. Sigurbjörg f. 1926, gift Ásgeiri Magnússyni pípulagningamanni í Reykjavík. 10. Ingólfur f. 1927, bóndi í Króki í Holtum. Fimmti bóndi þar í beinan karllegg á 174 árum. Kona hans heitir Lára af finnskri ætt. 11. Valtýr f. 1928, bflstjóri í Reykjavík. Kvæntur Sigmundu Hákonardóttur úr Reykjavík. 12. Ragnheiður f. 1929. Var gift Sigurði Frímanns syni frá Oddhól á Rangárvöllum. bílstjóra i Reykjavík. 13. Gísli f. 1930 d. 1980, bílstjóri í Reykjavík. Kvæntur Dagbjörtu Snæbjörnsdóttur. 14. Sigrún f. 1932. Gift Ólafi Benediktssyni úr Eyjafirði. Það fór líkt um Krókssystkin og þorra Rangæinga af þeirri kynslóð: Ellefu þeirra höfnuðu í Reykjavík. Og þangað fór einnig faðir þeirra, eftir nærri 40 ára búskap. Hann er þar hjá Ólafi syni sínum, ern og hress á 94. aldursári. Niðjar Guðrúnar Gísladóttur eru orðnir margir: 14 börn, 41 barnabarn og 50 barnabarnabörn. Samtals 105 - og allir á lífi nema einn sonur hennar sem dó fimmtugur. Þrettán af börnum hennar eiga niðja. Þetta er að verða fjölmenn ætt, sem verður þó líklega hvorki kennd við Krók né Árbæjarhelli. Nú gleypir Reykjavík allar ættir og hrærir þeim saman af handahófi í eina litlausa allsherjar ættarblöndu. IV. Valdís Gísladóttir bústýra í Árbæjarhelli - Fædd 23/6 1896. Dó 30/5 1979. Valdís átti alla æfi heima í Árbæjarhelli. Var heimasæta fram um fertugt, en síðan bústýra önnur fjörutíu ár. Miðað við Guðrúnu systur hennar, sýndist hún eiga hæga æfi, erfiðleika- og áhyggjulitla, en þó eigi nærri raunalausa. Eigi veit ég hvort hún hafði nokkurn hug á að eignast bónda og með honum bú og börn. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.