Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Blaðsíða 16
Gunnsteinn Gíslason, kaupfélagsstjóri, fimmtugur Vinur minn og frændi, Gunnsteinn Gíslason kaupfélagsstjóri á Norðurfirði er orðinn 50 ára. Svo hratt flýgur stund að fyrr en varir eru þeir sem manni finnst enn vera ungir orðnir miðaldra- menn, og senn hallar undan fæti. í tilefni þessa afmælis Gunnsteins langar mig að festa nokkur orð á blað sem afmæliskveðju til hans, þá ekki síst vegna þess að ég var ekki staddur heima á afmælisdegi hans. Gunnsteinn er fæddur að Steinstúni í Árnes- hreppi þann 4. desember 1932, sonur hjónanna Gísla Guðlaugssonar, bónda þar, og konu hans Gíslínu Valgeirsdóttur, systur minnar. Þau, hjónin, eignuðust fjóra syni og er Gunnsteinn næst yngstur þeirra. - Gunnsteinn ólst upp með foreldrum sínum og bræðrum á Steinstúni. Á Steinstúni er eitthvert fegursta bæjarstæði í minni sveit, og þó víðar væri leitað. Bærinn stendur uppi í hlíðinni að norðanverðu í firðinum með bogadreginn hamarsvegg skammt upp af bænum. Neðar og til beggja handa er gróðurlendi fjarðarins og bændabýlin tvö. Trékyllisvíkin er þaðan að sjá eins og stórt stöðuvatn. Hún lokast til hafsins af Krossnesinu og Reykjaneshyrnu, því stílhreina og fagra fjalli. Víkin er umgirt tígulegum og fögrum fjallahring. Oft er hún lognvær og kyrr eins og stöðupollur og tær sem spegill. Á slíkum stundum speglast fjöllin fagur- lega og standa á höfði á haffletinum líkt og í hrifningu af eigin fegurð og tign. Þarna ólst Gunnsteinn upp og naut þessarar náttúrufegurðar og friðsældar í hóglátri ró. sem einkenndi hann ungan, fríður sýnum eins og hann á kyn til og dagfarsprúður og hverjum manni hugljúfur, en leit þó glettnum eftirtektaraugum það sem fyrir bar. - Átján ára gamall fer hann í Reykjaskóla og stundar nám þar í tvo vetur, 1952-'54 Um haustið 1954 fer hann í Samvinnuskólann, undir stjórn Jónasar Jónssonar og stundar þar nám í tvo vetur og útskrifast þaðan með góðum vitnisburði. Segist hann eiga Sigmundi Guðmundssyni á Melum það að þakka, að hann fór til náms í Samvinnuskólanum. Hafi hann hvatt sig eindregið til þess og því látið tilleiðast þó efnahagurinn leyfði tæpast þann munað. Eins og flestir aðrir nemendur Samvinnuskólans, undir stjórn Jónas- ar, varð hann fyrir sterkum áhrifum skólastjórans og metur það mikils fyrir lífsviðhorf sín. Að loknu námi í Samvinnuskólanum hvarf hann ekki að þeim störfum sem það nám gaf tilefni til, heldur leitaði sér almennrar vinnu á landi og á sjó. Haustið 1955 vantaði kennara við barnaskól- ann á Finnbogastöðum. Um það starf sótti Gunnsteinn og var ráðinn kennari við skólann. Var hann þar kennari í fjóra vetur við góðan orðstír. Hefði honum þá verið opið að afla sér réttinda til tramhalds i pvi starti, en til þess kom ekki, sem betur fór. Ekki fyrir það að kennslan færi honum ekki vel úr hendi, heldur því að við þurftum á honum að halda til stærri hluta. 16 Sveinn Sigmundsson frá Melum hafði verið kaupfélagsstjóri Kaupfélags Strandamanna um nokkur ár. Nú lét hann af því starfi og gerðist kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagstrendinga. Okkur vantaði því mann í hans stað. Var Gunnsteinn þá ráðinn kaupfélagsstjóri það ár, 1960, og hefur gegnt því starfi síðan með stakri prýði og við vinsældir. Tel ég það okkur og okkar fámennu sveit mest til happs að svo varð. - Starf kaupfélagsstjórans á Norðurfirði hefur ekki verið heiglum hent eða hægur sess. Lengi vel var það einum ætlað og svo var með Gunnstein í fyrstu. Hann var framkvæmdastjóri, afgreiðslumaður og bókhaldari, auk þess verkstjóri við afgreiðslu skipa, slátrun og hvað annað sern sýslað var. - Honum var því ætlað margra manna verk og ónæðissamt. Skipaafgreiðslan á Norðurfirði hefur alltaf verið erfitt verk og áhættusamt og verður það þar til varanlegar úrbætur fást í hafnarbótum. Hvergi á landinu mun nú vera jafn slæm aðstaða í þeim málum og á Norðurfirði. Með tilkomu frystihúss á staðnum og þar með frystingu kjöts og annarra sláturafurða jókst starfið að miklum mun. Keyra þurfti diselvélar til Ijósa og frystingar. Var það mikið verk og fylgdu því oft vökunætur og viðgerðir. Undir allt þetta gekkst Gunnsteinn með sinni einstöku rósemi. Veit ég að ekki hefði þurft að bjóða öðrum skrifstofulærðum manni að ganga í þau verk hans. Vöntun á húsnæði og annað kom í veg fyrir að hægt væri að ráða það starfsfólk sem nauðsyn bar til og takmörkuð geta til að standa undir auknu mannahaldi. - Með vaxandi umsvifum og pappírs- flóði óx starfið svo að það var ofvaxið því starfsliði sem fyrir hendi var. Voru þá fengnir aðstoðar- menn frá SÍS til að létta undir með bókhaldið. En alltaf var meira en nóg verkefni eftir þegar þeir hjálparmenn fóru. Nú hin síðustu ár hefur mikið verið gert til úrbóta og uppbyggingar á Norðurfirði á vegum kaupfélagsins. Frystihúsið hefur verið stækkað til mikilla muna, nýtt íbúðar- og skrifstofuhús verið byggt og tekið í notkun til stórra þæginda, sölubúðin færð í nýtísku horf. Með komu rafmagnsins létti stórum á umsjá frystivéla og svo er um fleira. Stórt geymsluhús með aðstöðu til fiskverkunar o.fl. á neðri hæð og aðstöðu til íbúðar og matstofu verkafólks í sláturstíð og annars, sem til fellur, á efri hæð, er í smíðum og langt komið með byggingu þess. Aðstaða er því öll gjörbreytt frá því sem var. Fastur starfsmaður hefur verið ráðinn við bókhald og önnur störf eftir því sem til vinnst. í allri þessari uppbyggingu hefur Gunnsteinn haft ómetanlega forustu og framkvæmd við óhægar fjárhagsaðstæður. Hann hefur þurft með lipurð og ýtni til að þoka þessum málum fram svo sem orðið er. Megum við sveitungar hans vera honum þakklátir - og erum það - fyrir framgang þeirra nauðsynlegu fram- kvæmda. Við bindum vonir við að honum auðnist að búa enn betur í haginn á Norðurfirði svo sem vonir hafa verið vaktar um fyrir skilning, velvilja og samhug allra þingmanna kjördæmisins, sem fram kom á Alþingi í fyrra. Undir því er komið hvort byggðarlagi okkar tekst að tryggja framtíð- arbúsetu okkar. Ég ann Gunnsteini að leiða það farsællega til lykta og vona að honurn takist það. En það hafa fleiri störf hlaðist á Gunnstein en stjórn kaupfélagsins og umsvif þess þó það sé ærið starf. Hann hefur verið oddviti Árneshrepps síðastliðin 12-13 ár. Má því segja að forsjá okkar hafi hvílt meira á honum en nokkrum öðrum. Um það er sama að segja og störf hans við kaupfélagið, allt er það leyst af hendi með samviskusemi og góðri forsjá, þó að framkvæmdir séu þar aðrar. Gunnsteinn er kvæntur Margréti Jónsdóttur frá Stóru-Ávík, mikilli myndar og sómakonu. Hún hefur lagt sig fram um að vera manni sínum sönn hjálparhella í starfi hans. Það er mikilsvert að eiga hana sem húsmóður á því heimili, sem allir í sveitinni eiga meira og minna samskipti við, enda nýtur hún ástsældar allra. Heimili þeirra er til fyrirmyndar. Þau eiga 5 börn, tvo syni og þrjár dætur. Á þessum tímamótum í ævi Gunnsteins, vinar míns og frænda, er mér þakklætið efst í huga fyrir alla persónulega kynningu við hann og fjölskyldu, þá hjálp, sem hann hefur ávallt verið reiðubúinn að veita mér í mínu stússi, og ekki síst fyrir störf hans í þágu byggðarlagsins, sem hér hefur verið að nokkru getið, og ég tel aó tair, eóa enginn, hefðu leyst betur af hendi en hann. Hann vill hvers manns vandræði leysa og gerir það sé þess nokkur kostur. Hann er alúðlegur við alla og gerir þar engan mannamun. Glettin tilsvör og hógvær kímni hans setja sérstakan blæ yfir öll kynni við hann. Þegar við, bændurnir í Árneshreppi lögðum útí uppbyggingu okkar á árinu 1975 var það hálfgert ævintýri og fjárhagsleg óvissa fyrir efnalitla bændur, en sú framkvæmd tókst svo vel að það Framhald á bls. 9 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.