Heimilistíminn - 17.10.1974, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 17.10.1974, Blaðsíða 3
Kæri Alvitur! Við„ maðurinn minn og ég erum alltaf ósammála, þegar okkur er boöið i veizlur, þvi hann vill alltaf koma heldur seint, en ég vil vera stundvis. Ef við erum boðin kl. 19, er ég tilbúin og þarf alltaf að biða eftir honum, þvi hann segir aö við höfum ekkert að gera fyrr en 19,30. 'En við komum alltaf siðust og þurfum þá að heilsa ölium gestunum, og mér finnst það kveljandi. Hvaö er rétt? Að koma á réttum tfma eöa hálftima of seint? Kristln svar: Ef boðið er i veizlu kl. 19, er venjulega ætlunin að hafa heitan mat. I þvi tilfelli er að minnsta kosti áriðandi að koma stundvislega, þvi það er erfitt að halda matnum heitum meðan beðið er eftir fólki. Kaffisopi eða kokkteill skemmist varla mikiö, þótt það biði svolltið, en það er ágætur slöur að koma stundvíslega, þegar manni er stefnt eitthvert. Alvitur Alvitra min! Ég ávarpa þig svona, af þvi ég held, aö þú sért kvenkyns, þótt gaman væri að vita það með vissu. Ég ætla að þakka fyrir gott og skemmtiiegt blaö. Það er leitun að annarri eins fjölbreytni i efnisvali I blöðum, og mikið var ég búin að biða eftir að þið kæmuð úr sumarfrii. En það var ekki aðalatriðiö, heldur hitt, sem ég er búinn að þrasa mikið við fólk um: Hvort dónalegt sé að skrifa einkabréf á ritvél. Það er heimingi fljótlegra, og maður skrifar lika oftar. Þeir sem ég hef skrifað, hafa ekki mótmælt Ritglaöur svar: Hvort ég er karl- eða kvenkyns skiptir engu máli fyrir þá sem skrifa mér, og ég get sagt þér, að ég skrifa llka öll einkabréf mln á ritvél, allt nema undirskriftina. Sumum finnst þetta ópersónulegt, en það er yfirleitt eldra fólkið eða snobbarar. Haltu bara áfram að pikka. Alvitur. Kæri Alvitur! Ég get ekki þakkað þér allt gamalt, þvi þú hefur ekki starfað það lengi, en allt gott þakka ég þér og vona að þú getir leyst úr eftirfarandi spurning- um: 1. Hvaða inntökuskilyrði þarf i Sam- vinnuskólann og hvaða aldur? 2. Hvað er það margra ára skóli og getur maöur lært þar einhverjar sér- stakar greinar? 3. Hvað þarf maður að vera gamall til að læra sjúkraþjálfun og kemst maður I hana úr fóstruskólanum? 4. Er óleyfilegt að safna peningum handa bágstöddu fólki úti i heimi með þvi að ganga I hús, þegar öruggt er að peningarnir fara til stofnunar, sem sendir þá? Jó. Svar: 1. Inntökuskilyrði I Samvinnuskólann eru mjög há einkunn úr landsprófi, gagnfræðaprófi, eða framhalds- deildum. Aldurinn skiptir ekki öllu máli, en lágmarkið er 16 ár. 2. Skólinn getur verið 2ja eða 4ra ára skóli. Tvö ár veita réttindi úr verzlunardeild, en eftir 4 ára nám opnast Háskóli íslands sam- vinnuskólafólki. Ekki er hægt að stunda þar sérnám I neinum greinum. 3. Aldur til sjúkraþjálfunarnáms er ekkert atriði, en hins vegar er stúdentspróf skilyrði og námið er þrjú ár erlendis, þar sem ekki verður farið að kenna greinina hérlendis á næstunni, og þá verður þaö við há- skólann. 4. Ekki veitég um lagahlið málsins, en að gefnu tilefni þarf fólk, sem safnar peningum I húsum, að vera á vegum stofnunar og gefa fólki kvittanir frá henni. Vona að þetta nægi. Alvitur. Meðal efnis í þessu blaði: Bob Hope f rá miðöldum Bls — 4 Fann gervitungl örkina hans Nóa? ........... 5 Þannig á að gera hlutina, smásaga............6 Drykkjuskapur kvenna........................ 9 Eldhúskrókurinn .......................... io Pop— Thede Franco Family .................. 12 Þegar Jónsi villtist, barnasaga ........... 13 Föndurhornið, hraðbátur.................... 16 SOS — okkur vantar kvenfólk! .............17 Merkar uppf inningar, ryksugan ...........18 Tref lar gegn frosti og kvef i............20 Hvaðveiztu?...............................22 Spéspeki .................................22 Þögla styttan er rödd Rómar ..............23 Sherlock Hoimesfærsér einkaritara ....----24 Eruþæreins?.................. ............25 Árstíðarskipti, Ijóð .................... 25. Ágætis húsgagn, smásaga ..................26 Eldhúskrókurinn...........................29 Tíu milljón f uglar.......................30 Konur eru karlmönnum fremri ..............31 Brúður í þjóðbúningum.....................31 Tréskór fara illa meðfætur barna .........32 Húnfinnurtil .............................32 Kötturinn Bastian, frh.saga...............33 Ökunnureiginmaður, frh.saga ..............35 Ennfremur skrýtlur, pennavinir, krossgáta, bréfakassi o.fl. 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.