Heimilistíminn - 17.10.1974, Page 34

Heimilistíminn - 17.10.1974, Page 34
inn í honum var eins og gat. Kannski var bara gat þarna og enginn magi. Hann leit niður sjálfan sig til að gá. Jú, maginn var þarna enn- þá, en ekki var mikið eftir af honum, hann var hræðilega litill. Langt i burtu heyrðist söngur. Það var maður i reglulega góðu skapi, sem söng: — Sild er góð með súrri sósu kartöflum og smjöri og kaldri mjólk — hæhó! Tralalalalalei tjú bang — dingaling og búmsarabúms! Þetta var undarlegur söngur, hugsaði Bast- ian. En það er alveg rétt, sem maðurinn segir. Síld er alveg óskaplega góð, ég þori bara ekki að hugsa um hana framar. Röddin kom nær. Maðurinn sem söng kom akandi eftir hjólreiðastignum. — Sild er góð þegar kalt er i veðri og maður fær kvef og hita — hæhó! Tralalalalalei tjú bang — dingaling og búmsarabúms! Nú verður bráðum ekið yfir mig, hugsaði Bastian. En það gerir ekkert til. Hann lá graf- kyrr og langaði ekkert til að hreyfa sig, ekki einu sinni þegar hann fann, að Ijósið á hjólinu skein á hann. Maðurinn hélt áfram að syngja: — Sild er góð þegar veðrið er gott og hafið er blátt og öldurnar rísa hátt — hæhó! Tralalalala — hæ hvað er þetta, sagði hann og stöðvaði hjólið og steig af baki. Hann hafði komið auga á Bastian, þar sem hann lá. — Ja, stórseglið mitt, ef þetta er ekki kisu- tetur, sagði maðurinn. Bastian lét sem ekkert væri. — Jú, svei mér þá, sagði maðurinn. — Svo sannarlega, sem ég heiti Siggi sjóari og geng með axlabönd og sjóhatt, þá er þetta kisa. Nú stóð maðurinn alveg við Bastian. — Nei, hvað hún er litil og sæt. Það var næstum eins og hann ætlaði að fara að gráta af þessu. — Bara að hún sé ekki dauð. En það kemur bráðlega í Ijós, bætti hann við. Svo gekk hann að hjólinu sinu og náði i eitt- hvað, sem hann kom með til Bastians. Hann veifaði þvi fram og aftur framan i trýnið á hon- um og þegar Bastian fann indælislykt af nýtti sild, þá stökk hann upp, án þess að vita af þvi og hann vissi heldur varla af þvi að hann sporð- renndi allri sildinni. Þá varð Siggi sjóari glað- ur. Hann dansaði um og söng: — Sild er góð, sild er góð! Er það ekki það, sem ég hef alltaf verið að segja? — Sild er góð þegar kisan er veik Hún verður frisk af sild — hæhó! Tralalalalalei tjú bang — dingaling og búmsarabúms! Svo náði Siggi sjóari i aðra sild handa Bastian og þá þriðju, sem Bastian át lika, þá fjórðu, sem hann át alveg og þá fimmtu, sem hann át næstum þvi alveg, þvi þegar hann kom að næstsiðasta bitanum, ropaði hann hátt og valt á bakið og gat alls ekki étið meira. Framhald. 34

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.