Heimilistíminn - 17.10.1974, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 17.10.1974, Blaðsíða 19
Nútima ryksuga. Fyrstu ryksugurnar höfbu bursta, sem þyrluöu rykinu upp svö vinnukonan hvarf næst- um i rykskýjunum. afþurrkunarkiistum, tuskum og bönkurum og það var heldur ekki gert hreint almennilega nema einu sinni á ári. Þá var allt borið út og barið og burstað. En þá var ekki til nein aðferð til að draga rykið út úr þungum dyrahengjum, vegg- tjöldum og gluggatjöldum. Teppi og óbðlstraðir stólar fengu með timanum á sig yfirbragð sem skapaðist af rótgrónum skit. Eftir að ryksuguvagnar Booths tóku að aka um götur Lundúna, var ryk i tonnatali fjarlægt úr leikhússtólum og verzlunum. Eitt af fyrstu verkefnum Booths var að ryksuga bláa krýningardregilinn i West- minster Abbey áður en Játvarður VII var krýndur. I fyrri heimsstyrjöldinni var hann beðinn að koma með vélarnar i risa- bygginguna Chrystal Palace. Þar hafði hitasótt boritizt út meðal hermannanna sem þar bjuggu og þeir lágu sjúkir og deyjandi um allt, án þess að læknar gætu nokkuð að gert. A tveimur vikum soguðu 15 ryksugur Booths upp sentimetra þykkt ryklag af gólfum, gluggakistum og húsmunum i þessu gamla húsi. Alls voru fjarlægð 26 tonn af ryki og það batt enda á hitasóttina. Betri auglýsingu gat ryksugan varla fengið. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.