Heimilistíminn - 17.10.1974, Side 36

Heimilistíminn - 17.10.1974, Side 36
— Það litla sem ég sé, virðist ágætt, svaraði hann treglega. Svo leit hann upp í loftið. — En þú getur ekki málað allt loftið. Hann reyndi að ímynda sér hana standandi uppi á tröppunni úti á miðju gólfinu. — Ég get reynt. Hún dýfði penslinum aftur í föt- una og beindi allri athygli sinni að málningunni. Neil stóð andartak og horfði á hana. Hún virtist minni en nokkru sinni, þarna uppi undir loftinu. — Þú ræður ekki við þetta, sagði hann hugsandi. — Komdu niður, áður en þú dettur. — En ég get ekki hætt núna, mótmælti hún. — Ég er byrjuðog þá verðég að Ijúka við það. — Við Ray getum lokið við það. Hann var búinn að sleppa orðunum, áður en hann áttaði sig. — Þetta er ekki kvenmannsverk. — En..Hún þagnaði þegar hann kom að tröppunni. Hann teygði sig, tók málningarf ötuna og setti hana niður á gólfið og rétti síðan fram hendurnar. — Komdu niður, þegar ég segi þér, skipaði hann. — Þú er ekki nógu stór til að mála loft. Er það nú uppátæki. Hvað liggur svona á? — Mig langar til að það verði huggulegt hérna, stofan sjálf er falleg og málning gerir kraftaverk. Hún lét undan og rétti honum pensilinn. — Má ég mála veggina? — Veggina já, en alls ekki loftið. Komdu niður segi ég. Þessi trappa er ekki einu sinni stöðug á gólf inu. — Ég fann ekkert annað, svaraði hún og lagði hendur sínar í hans og varð þá skyndilega Ijóst, að þetta var í fyrsta sinn, sem hann hafði snert hana, síðan þau komu til Burnettia. Hún brosti til hans, en hann lyfti henni niður eins og hverjum öðrum kartöf lupoka. Svo leit hann aftur rannsakandi upp i loftið. — Liturinn er fallegur. Róandi, grænn litur. Hvernig eiga veggirnir að vera? — Mjúkur, Ijósgrár litur á veggina. Og svo sá ég alveg dásamlegt gardínuefni í bænum. Vínrautt. Heldurðu, að þessir litir eigi ekki vel saman? — Þeir ættu að gera það. Hann leit niður á gólf ið. — Vafðir þú teppið saman? Lágri röddu viður- kenndi hún það og hann andvarpaði. — Ó, Janet. Hvers vegna beiðstu ekki þangað til við komum? — Þið voruð hvergi nærri og ég er sterkari en þú heldur, svaraði hún kotroskin. — Þó ég sé lítil og grönn, þarf ég ekki að vera ósjálfbjarga. — Nei, kannski ekki. En þú lætur vera að gera svona hluti framvegis. Skilurðu það? — Já, Neil. Hún leit niður til að hann sæi ekki kímnina í augum hennar. Ray blótaði lágt, þegar hann fékk skipun um að siðdegið ætti að nota til að mála dagstof una. Hann var reglulega súr á svipinn, þegar hann bar inn búkkana, sem Neil sendi hann eftir. Þegar búið var að leggja breiða planka yfir, var ágætt að standa þarna. Ekki leið á löngu þar til mestur hluti loftsins breytti um lit og stofan virtist þegar hreinni og bjartari. Janet var stórhrifin. Hún var alltaf að færa bræðrunum te og aðstoða þá eins og hún gat. Hún þóttist ekki sjá, að Ray var í vondu skapi og heyrði ekki að Neil sagðist vera kominn með hálsríg til lífstíðar. Bluey haltraði inn og dæmdi árangur- inn með stuttum og gagnorðum setningum, svo að meira að segja Ray brosti. Eftir kvöldmatinn hélt hann óbeðinn áf ram að mála og þegar loftið var bú- ið og hann var að hreinsa pensilinn, sá Janet að hann leit öðru hverju stoltur á verk sitt. Það rigndi enn morguninn eftir og Janet gladdist þegjandi. Hún var viss um, að ef verið hefði gott veður, hefðu bræðurnir horfið með þá afsökun, að vinnan biði. Eftir matinn bað hún Bluey að þvo upp og taka til te og svo fór hún inn að mála líka. Ray var þegar kominn og um leið og hann sagði, að Neil væri á leiðinni, tók hann fötu upp af gólf inu. — Er þetta liturinn á veggina? spurði hann róleg- ur og henni varð Ijóst, að hann var sáttur við f ram- kvæmdirnar en hugsaði sér þó ekki að biðja afsök- unar á önugheitunum daginn áður. Hún velti vöngum yfir málningunni í fötunni, þegar hann fór að hræra í henni. — Þetta er dekkra en á litaspjaldinu, sagði hún. — Það lýsist þegar búið er að hræra í því og enn meira þegar það þornar. Ætlar þú að mála líka? — Auðvitað svaraði hún ákveðin. — Þá verðurðu að biða, þangað til ég er búinn með efri hlutann, þá málar þú þann neðri. Henni leizt bezt að gera eins og henni var sagt og gekk að glugganum og leit út yfir garðinn. — Það vex allt í rigningunni, sagði hún hálf vegis við sjálfa sig og fékk eitthvert uml til svars. Eftir nokkrar mínútur hélt hún áfram: — Þegar ég kom hingað, velti ég því fyrir mér, hvernig ég ætti að fá timann til að líða. Alltvar svoóliktþví sem ég var vön og ég var viss um að verða einmana. En nú...hún leit upp til hans, ákveðin í að reyna að sigrast á andúð hans, hann yrði að gera sér grein fyrir, að hún var kona bróður hans. — Nú hef ég einfaldlega ekki tíma til að gera allt, sem ég vildi koma í verk. Mér datt ekki í hug, að nágrannarnir væru svona gestrisnir og vingjarnlegir og þess vegna get ég ekki neitað heimboðunum. Mig langar að sauma nýjar gardín- ur og áklæði á húsgögnin hérna inni. Mig langar að setja niður ný blóm í garðinn, nú er moldin orðin nógu mjúk til að ég geti stungið upp. Það er svo margt sem mig langar að gera til að húsið verði heimilislegt og þægilegt. Nú hafði hún sagt vitleysu. Ray hætti andartak að mála, leit kuldalega á hana og sagði ákveðinni röddu: — Það hefur alltaf verið hemilislegt hérna, hvað sem þægilegheitunum líður. I sama bili kom Neil inn og Alfreð með honum. Hann viðurkenndi að hafa eitt sinn verið málari. Hún var ánægð yf ir nærveru hans, því meðan hann var þarna, var ekki hægt að seg ja neitt persónulegt. Ray var aftur orðinn þvermóðskufullur á svipinn og hún andvarpaði meðan hún beið þess að Alfreð lyki við að mynda sér skoðun á loftinu. Ef f rú Ston- ham hafði ekkert á móti því, sagði hann loks, þá hafði litaval hennar tekizt vel. Hann kvaðst vera f ús til að vinna innanhúss til tilbreytingar, ef hann hjálpaði henni eitthvað með því. Hann greip pensilinn með ákafa og það sem eftir

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.