Heimilistíminn - 17.10.1974, Síða 7

Heimilistíminn - 17.10.1974, Síða 7
hefðu verið bleik. Þarna voru ótal bleikir vasaklútar og nærskyrtan min var lika bleik-Kannski var þetta ekki nærskyrtan min, heldur eitthvað nýtt, sem konan hafði keypt. Þegar ég svo dró út rauðu knattspyrnutreyjuna hans Róberts, minntist ég þess óljóslega, að ég hafði séð konuna mina þvo hana eina sér i fati. Þarna var þá skýringin. Ég velti þvi fyrir mér, hvort ég ætti að bleikja allan þvott- inn, en varð þá litið á skyrturnar minar tvær, sem voru aldeilis skinandi fallegar svona bleikur. Ég var lika viss um, að Jónu litlu fyndist skyrtublússan sin fall- egri svona en hvit. Ég var einmitt að fara að fá mér kaffi- sopa, þegar dyrabjallan hringdi. Þarna kom einmitt það sem vantaði: óvænt heimsókn. Heimóttarlegur maður stóð úti fyrir — Pipulagningamaðurinn, sagði hann. — Pipulagningamaður? — Já, pipulagningamaður, sagði hann. — Ég lofaði að koma i dag. Konan min hafði eytt svo miklum tima að vara mig við ýmsu óvenjulegu, að henni hafði alveg láðst að taka hið venju- lega með. — Það er leki i heitavatnsgeyminum, útskýrði maðurinn brosandi. — Frúin sagði, að það væri bara litið. Ég hætti við að biðja hann að koma heldur á morgun en fór með honum niður i kjallara og sýndi honum geyminn. — Ég þarf að láta heita vatnið renna af honum, sagði hann. — En hvað þá með baðið mitt? Andartak varð hann áhyggjufullur á svipinn, en sagði svo glaðlega. — Þér get- ið notað þetta vatn i baðið. Hann hafði greinilega enga hugmynd um, hvað ég var vanur að vera lengi i baði. Baðið var eftir siðdegiskaffið á áætluninni, þegar Róbert og Jóna voru komin úr skólanum og gátu passað Jonna litla. Þá væri ég búinn með húsverkin og gæti slappað af i baðinu. Jæja, ég yrði að taka snöggt baö núna, meðan pipulagningamaðurinn biði. Ég sem hafði hlakkað svo til að nota freyði- bað konunnar. Varla var ég kominn ofan i baðkarið, þegar dyrabjallan hringdi. — Ég skal opna, kallaði pipulagninga- maöurinn. Svo heyrði ég ókunna en seið- andi konurödd spyrja: — Er húsbóndinn heima? — Kem strax, hrópaði ég og þurrkaði mér i hasti. Þá hringdi siminn. PIpu- lagningamaðurinn tók tólið. — Hann er i baði. — Á ég að taka simann? spurði konuröddin. — Það gætu verið skilaboð. — Ég opnaði rifu á dyrnar og kallaði fram: — Ég er að klæða mig. — Maðurinn yðar er að klæða sig, sagði konuröddin sykursætri röddu. — Á ég að taka skilaboð? Jú, það virðist allt vera i lagi. Ég skal skila þvi. Skrýtiö, en þegar ég sá þessa laglegu 7

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.