Heimilistíminn - 17.10.1974, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 17.10.1974, Blaðsíða 6
Þannig á að gera hlutina ALDREI hef ég getað Imyndað mér, hvað konan mín gerir allan daginn. Tvö eldri börnin eru I skóla og það yngsta á dag- heimili þrjá daga vikunnar fyrir hádegi. HUsið er nýtlzkulegt og auðvelt að vinna i þvi og þar eru öll þau hjálpartæki, sem hægt er að fá nú til dags. Samt sem áður segir konan min, að allt fari úr skorðum, ef Jonni dettur og hruflar á sér hné, eða slminn hringir oftar en einu sinni. Afleiðingin er sú, aðég kem heim að mikilli óreiðu á öllu. Þvi miður eigum við enga vél, sem gefur börnum að borða og gengur frá fötum — nokkuð sem börn gera helzt ekki. En að koma heim og finna eft- irlætisstólinn sinn fullan af fötum og börn- in i boltaleik með brauðsneiðar, það er of mikið af þvi góða. Ég segi ekki að ég fari að þrasa, þvi ég elska konuna mína. En ég get orðið óþolinmóður og sú setning, sem slitur þolimæði minni mest, er: — Ég hef ekki einu sinni mátt vera að þvi að vaska upp! Að minu áliti sýnir slikt, að nútima húsmóðirin er hreinasti ónytjungur. Ég skil ekki, hvers vegna konan min verður svona öskuvond i hvert sinn, sem ég bendi henni rólega á, hvað móðir min hafði að gera á sinum tima og það án allra þessara nýtizku hluta. Ég hef sagt henni frá þvottadögunum, þegar ég var strákur, um balann, sem við böðuðum okkur i, og þvottarullunni. En konan min fyllist bara fyrirlitningu og bendir á bilinn, mótorsláttuvélina, rakvélina og allt annað, sem faðir hennar átti aldrei, en þó ég segi, að ekki kvarti ég, dugar það ekkert. Ég varð svo sannarlega glaður, þegar Disa vinkona hennar fyrir austan fjall bauð henni að koma og heimsækja sig einn daginn af sérstöku tilefni. barna var guilið tækifæri fyrir mig að sýna konunni, hvernig gera ætti hlutina. Ég skyldi sjá um heimilið þann daginn og kenna henni það i eitt skiptið fyrir öll. Ég var móðgað- ur yfir þvi að vita, að hún var viss um að ég gæti það alls ekki. Dagana áður en hún fór, leiðbeindi hún mér eins og ég væri að fara i próf og daginn áður fór allt upp i loft af þvi að nágrannakonan fór á sjúkrahús degi áður en áætlað var til að eignast barn, og konan min var búin að lofa að sækja börnin hennar i skólann. — Ég var búin að reikna með að fá bíl- inn til að sækja þaú, hrópaði hún æst. — Einmitt það, já, svaraði ég rólega. — Nú er þetta mun einfaldara. Ég sæki þau. Snemma um morguninn ók ég henni á umferðarmiðstöðina og hlustaði alls ekki á síðustu leiðbeiningarnar um hvernig ég ættj að ráða fram úr þúsund vandamálum dagsins, og ók heim til þess að koma krökkunum i skólann. Fötin þeirra lágu hrein og strokin á stólnum, en það var svo sem ekki við þvi að búast, að ailt væri með. Konan hafði gleymt nærskyrtu handa Róbert. Ég tók þvi rólega og þar sem ég gat alls ekki fundið aðra skyrtu, klæddi ég strákinn i eina af minum. Það sást ekkert innan undir og systkinin fóru hin ánægðustu af stað i skólann. Jonni var ekki á dagheimilinu þennan daginn, svo hann hjálpaði mér að vaska upp eftir morgunmatinn. Ég varð ekki hið minnsta vondur, þegar hann vaskaði upp sykurkarið, sultuskálina, smjörkúp- una og mjólkurkönnuna, þó i þvi væri heilmikið af sykri, sultu, smjöri og mjólk. Konan min hefði áreiðanlega orðið ösku- vond, en ég skolaði þessu öllu saman einfaldlega niður um niðurfallið á vaskin- um. Ég fann óhreina þvottinn á felustað konunnar. Það var ekki ætlunin að koma sér undan neinu af verkunum. Þegar ég ræddi um þennan dag og skynsamleg verk min I framtiðinni, skyldi hún svei mér ekki geta sagt, að ég hefði heldur ekki þurft að þvo þvott og strauja. ÉG viöurkenni, að mér leið ekki rétt vel, þegar ég tók þvottinn út úr vélinni. Ekki minntist ég þess, að svona mörg stykki Fyrir kom, að konan mín kvartaði yfir að dagurinn væri ekki nógu langur. Ég skildi það ekki — dagur húsmóður hlaut að vera þægilegur. Svo fékk ég tækifæri og greip það fegins hendi. Nú skyldi ég sýna henni, hvernig ótti að fara að þessu..... 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.