Heimilistíminn - 17.10.1974, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 17.10.1974, Blaðsíða 8
konu, datt mér þá fyrst i hug, hvað kon- an min eiginlega hefði haldið. Mér var sem ég heyrði hana spyrja: — Hvers vegna svaraði fyrst ókunnur karlmaður og svo ókunn kona og þú varst klæðalaus? 1 ljós kom, að konan var systir nágrannakonunnar, sem var að eiga barnið og hún ætlaði bara að fullvissa sig um aö ég færi og sækti börnin i skólann. Jonni, ég og pipulagningamaðurinn fengum okkur morgunkaffi um hádegis- bilið. Nú var ég kominn i timahrak og sló þvi föstu að Jonni væri það þriflegur, að hann þyrfti ekki á næringu að halda fyrr en um kaffitima klukkan fjögur. Annars var ég búinn að ákveða, að eftir hádegis- matinn skyldi ég gera við gatið, sem Jonni braut á skilrúmið inn i borðstofuna, er hann var litill. Þá sæi konan, að hægt er að hafa tima til annars en þess nauð- synlegasta. Ég blandaði kalkhræruna og þar sem ég var hlynntur þeirri kenningu að með- höndla börn eins og fullorðið fólk, hrærði ég dálitið aukalega handa Jonna og lét hann fara með það út I garðinn. Það var erfitt að gera við gatið. I fyrsta lagi datt blaut hræran alltaf niður á gólfteppið Kannski hefði ég átt að leggja blöð undir. En ég lét ekki undan og loks kom að þvi að meira af hrærunni var i gatinu en á tepp- inu. Þá heyrði ég ákafa rödd hrópa. — Sjáöu pabbi! Hárið á Jonna var alveg hvitt. Veslings barniö. Ég athugaði þetta nánar. Það var kalkhræra. Ég dreif hann inn á baðið, en hræran var þegar orðin stif. Ekki var um annað að ræða, en sækja skærin og klippa hárið af. Nú vantar hann bara munkakufl, hugsaði ég með mér, þegar þvi var lokið. En svona nokkuð get- ur alltaf gerzt og hárið vex fljótt á drengj- um. Ég hélt áfram með gatið og var alveg hissa, þegar Róbert og Jóna voru allt i einu komin heim. — Hvað fáum við að borða? spurðu þau með eftirvæntingu. Nú sá ég fyrir mér konuna mina gnista tönnum og segja: — Má ég fá svolitinn frið, eða — biðið aðeins. Til að sýna börn- unum, að öðruvisi væri hægt að taka þetta, sagði ég rólega: — Ég er upptekinn eins og er, en það verður matur rétt straz. Þá mundi ég eftir börnunum, sem ég haföi lofað að sækja i skólann og spratt á fætur. Auðvitað þurfti ég þá aö reka hnéð i gatiö, sem ég var nýbúinn að gera svo vel við. Ég hrópaði til barnanna, að þetta tæki bara nokkrar minútur og stökk út i bilinn og náði til skólans á mettima. Það undraði mig, að eintómar stúlkur komu út úr skólanum. Ég hefði getað svarið að nágranninn ætti tvo stráka. Kannski voru þeir hinum megin. Þarna biðu þúsundir af stúlkum og allar voru þær eins. Loks þóttist ég þekkja and- iit. Jú, það passaði, hún átti heima i næsta húsi og hét Dfana. Óviðeigandi nafn á svona spikfeitan krakka. Hin var minni útgáfa og þær voru báðar undrandi, þegar ég gekk til þeirra. — Halló, sagði ég. — Ég er maðurinn i húsinu við hliðina og á að keyra ykkur heim i dag. Komið nú. En þær horfðu bara á mig og þekktu mig auðsjáanlega ekki þó þær heföu ótal sinnum verið heima hjá mér. Þær ákváðu loks að gegna og komu hik- andi með mér að bflnum. Einmitt þegar þær voru að setjast inn, var þrifið heljar- tökum um handlegg minn. — Hvert ætlið þér með börnin? Þarna stóö valkyrja mikil og greinilega fokreið. — Ég er að fara með þær heim, stamaði ég. Neglur konunnar grófust inn i hand- legginn á mér og það neistaði úr augun- um. — Jæja, já. Stúlkur, þekkið þið þennan mann? Þær hristu höfuöin og ég hló. — Þær eiga heima i húsinu við hliðina á mér og ég lofaði að sækja þær i dag. Ég lagöi föðurlega hönd á koll þeirrar eldri. — Þetta er Diana og þetta er... Maja. — Púff! Konan sleppti takinu, hljóp að börnunum og faðmaði þau að sér. — Þær heita Guðrún og Kristin, hvæsti hún. — Ég hef tekið niður biinúmerið yðar og skal svei mér kæra yður. Banraræningi! Bálreiöur gekk ég að bilnum og settist inn. Var ég skyldugur til að muna hvað öll börn hétu? Ég var bara kominn hálfa leið- ina heima, þegar ég fór að vorkenna sjálf- um mér. Ég saknaði konunnar minnar. Þegar ég kom heim sá ég að bill ók burtu frá næsta húsi og börnin nágrann ans voru á leið inn. Ég ætlaði að fara að skýra máliö, þegar Jóna kom hlaupandi út. — Pabbi, veiztu hvar mamma geymir lykilinn af handjárnunum hans Róberts? Ég vissi hvar gólftuskan var og dósa- hnifurinn og meira að segja sjúkrakass- inn, en hún hafði alveg gleymt að segja mér hvar lykillinn af handjárnunum var. Ég sagði Jónu það. — Slæmt, sagði hún bara. — Róbert er nefnilega fastur niðri i kyndiklefa. Hann var að sjá, hvað pipulagningamaðurinn var að gera og læsti handjárnunum utan um rör þar. Ég fór inn. Konan min hafði reiözt, þeg- ar ég gaf Róbert þessi finu handjárn. — Veiztu hvað getur gerzt? sagði hún. Nú vissi ég það... Leitin að lyklinum var árangurslaus. Ég varð að segja Róbert að hann yrði að blða þar til mamma kæmi heim. Hann tók þvi vel, sérstaklega eftir að hann upp- götvaöi, að hann gat borðað með hand- járnum. En hann átti I svolitlum vandræöum með sultuna. — Mér finnst blússan min falleg, sagöi Jóna meöan hún hjálpaði mér að vaska upp. Ég haföi ekki tekið eftir aö hún var komin i nýja, bleika blússu, svolitiö flekkótta. Eftir kaffi og nokkrar brauðsneiðar lét ég fallast niður i hægindastól. Allt I einu mundi ég eftir að konan hafði að minnsta kosti þúsund sinnum sagt, að hún hefði aldrei tima til að setjast niðurJNú skildi ég það, en það sem ég undraðist var ekki hvaðhún kvartaði mikið, heldur litið. Hún á skilið að fá orðu, hugsaði ég. Allar húsmæður eiga að fá orðu, bætti ég rausnarlega við. Að visu hafði ég ekki efni á þvi handa öllum, en konan min skyldi svo sannarlega fá eitthvað frá mér. Þessar þægilegu hugsanir rofnuðu við dyrabjölluna. — Opniö dyrnar, hrópaði ég, Mér datt ekki I hug aö standa upp. En ég varð að gera það, þvi tveir lögregluþjónar komu inn. — Er þetta yðar bill, sem stendur fyrir utan? — Já, svaraði ég og vissi upp á mig skömmina. En auðvitað lagaðist þetta. Þeir þurftu ekki annað en spyrja i næsta húsi, hvort ég heföi ekki átt að sækja börnin.-----Lit ég kannski út eins og barnaræningi? spurði ég og i sama bili rak Róbert upp öskur niöri I kjallara. — Hvað var þetta? spurði annar Iög- regluþjónninn og Jóna flýtti sér aö útskýra: — Hann kemst ekki upp, hann er handjárnaður niðri I kjallara. Þeir litu hvor á annan og siðan á mig, en i þvi nam bill staðar fyrir utan og konan min steig út. Ég átti að sækja hana, en það gleymdist. Jóna i bleikflekkóttu blússunni fór til dyranna og Jonni, ennþá þakinn hvitu kalklagi hoppaði á eftir henni. Niðri i kjallaranum skrölti Róbert i handjárn- unum og hrópaði: — Hver er þetta? Lögreglan fylgdi mér til dyra og við fór- um allir út til að taka á móti þessari dásamlegu konu minni. HI^GIÐ — Sjáöu Svarta örn. Nú er hann aö tala upp úr svefninum. 8

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.