Heimilistíminn - 17.10.1974, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 17.10.1974, Blaðsíða 14
önnur enn lengri.| Þá lagði Jónsi af stað til baka, þá leið- ina, sem hann taldi, að hann hefði komið. — Raggi! hrópaði hann — Raggi! Hér er ég! Raggi. En hann heyrði ekkert hljóð, aðeins lágan þyt i trjánum og stöku fugl blistraði. Annars var grafarþögn. Jónsi gekk og gekk, aðeins þangað og svo- litið hingað, og eftir ýmsum krókaleiðum. Hvar i ósköpun- um var hann annars? Hann kannaðist ekkert við umhverf- ið. Sá hann þennan skurð áðan? Sat hann á þessum stubbi? Hann fór að verða pinulitið hræddur. Var hann raunverulega orðinn viltur? Nú mundi hann lika, hvað mamma hans hafði alltaf sagt, pabbi reyndar líka, að skógurinn væri svo stór, að enginn vandi væri að fara inn i hann, en verra að komast út aftur. — Raggi! hrópaði Jónsi og gráturinn var kominn upp i hálsinn á honum. — Raggi, ég er hér! Raaaagggiiiii! En enginn Raggi svaraði og nú var það litla, sem Jónsi sá af himninum að byrja að dökkna. Jónsi lét fallast niður trjábol sem lá á jörðinni og néri tárvot augun, með tveim- ur óhreinum hnefum. — Hæ! kallaði hann með skjálfandi röddu.— Er enginn, sem getur fundið mig? Komið og finnið mig! En skógurinn var þögull og kyrr. Nú var farið að kvölda og Jónsi sat og grét öðru hverju. Hugsa sér ef hann þyrfti að vera hérna i skóginum alla sina ævi. Þá svelti hann áreiðanlega i hel. Hann var hræddur og honum var kalt og hann hugsaði til mömmu, pabba og Lisu, sem sátu heima i hlýju stofunni og borð- uðu smurt brauð og drukku kakó. Hann var óskaplega svangur og nú fór hann enn einu sinni að gráta. Það hvein Pabbi, mamma, Lisa og margir nágrannar fóru út að leita að Jónsa. 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.