Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 31.10.1974, Qupperneq 5

Heimilistíminn - 31.10.1974, Qupperneq 5
„Ég verð snillingur" hrópaði Honoré de Balzac árið 1833, þegar hann hóf að skrifa öðruvísi bækur en áður höfðu þekkst og voru eins konar úttekt á mannlegri hegðan. VEKJARAKLUikAN viö fagurlega út- skoriB rúmiö hringir um miönættiö og Honoré de Balzac sviptir af sér sængur- fötunum og stigur niöur á óhemju verömætt teppiö, sem hylur gólfiö. Hann hefur fengiö sinn skammt af svefni, nákvæmlega fjórar stundir og nú er kominn timi til aö hefja störf dagsins. Balzac er stórvaxinn, þrekinn maöur meö óvenju stutta fótleggi, en hann litur betur út, þegar hann er kominn i vinnu- fötin. Fyrst setti hann upp inniskó úr mjúku, marokkönsku leöri, siöan fór hann i munkakuflinn sinn, úr finni, hvitri kasmirull. Um mikiö mittiö krækti hann digurri keöjur úr venetiönsku gulli og viö hana hanga pennahnifur, skæri og litill gylltur hnifur til aö ydda meö fjaöra- penna. Balzac gengur þungum skrefum inn i skrifstofu sina, kveikir á fjórum kertum i fögrum stjaka og sezt niöur viö litiö borö, þakiö græn u klæöi og dregur til sin stafla af ljósbláum skrifpappir. Nú getur hann byrjaö. Rithöfundurinn mikli dýfir fjaörapennanum i blekhúsiö og byrjar aö skrifa meö miklum hraöa. Hann gerir aöeins hlé ööru hverju til aö súpa stórum á svörtu kaffi og vinnur til dögunar. Afköst hans eru geysileg og einbeitnin einstök. Nú er Balzac aö vinna aö bókaflokki, aö þvi er viröist enda- lausum og á hann aö kallast „Hinn mann- legi gleöileikur”. Þetta er verk, sem á eftir aö endast honum allt hans ótrúlega afkastamikla lif. — Ég verö snillingur, haföi hann sagt áriö 1833, þegar hann fékk fyrst hug- myndina, sem átti eftir aö gera hann ódauölegan. Þá höföu aöeins ein eöa tvær manneskjur trúaö þessum oröum hans. Nokkrir tóku hann alvarlega sem rit- höfund, en hugsuöu þó um hann sem eins konar trúö. Þaö var svo sem skiljanlegt. Margir hæfileikamenn eru sérkennilegir I háttum og vist er, að Balzac fékk meira en sinn skammt af þvi. Hann fæddist árið 1799, var sonur aöstoöarborgarstjóra Tours og hann hóf lifsstarf sitt sem óþekktur lögfræðingur. Ekki gazt honum alls kostar að þvi starfi og ekki leiö á löngu unz hann ákvaö aö fara heldur aö skrifa. Næstu tiu árin reyndist sú ákvöröun honum illa. Hann skrifaði bók eftir bók undir ýmsum nöfnum, en fáir lásu og loks tók hann að prenta sjálfur og gefa út bækur, en árangurinn varö jafnvel enn verri. Þaö ævintyri endaöi meö gjaldþroti og eftir aö Balzac haföi skroppiö upp i sveit til aö flýja lánardrottna sina, settist hann að i litlu húsi i útjaöri Parisar og tók upp pennann á nýjan leik. Þar skrifaði hann, áriö 1830, bókina „The Wild Ass’s Skin” sem geröi hann frægan og þá voru ár þrenginganna liðin og raunverulegt lif Honoré de Balzac gat hafizt. Hann átti engan rétt á ,,de”-inu i nafni sinu og heldur ekki sjaldarmerkinu, sem hann bjó til handa sér. En Balzac var snobb og dýrkaöi fólk meö titla. Hann var gjörsamlega ábyrgöarlaus gagnvart peningum, sinum eigin og annarra og hann hikaði ekki viö aö ljúga ef þaö var hagstæðara undir ýmsum kringum- stæöum. En umfram öll einkennilegheitin var hann safnari. Hann fyllti litla heimiliö sitt I Rue Cassini af bókum, húsgögnum og klukkum. Hann hefur sennilega átt aö greiöa fyrir eitthvað af þessu, en geröi þó aldrei. Hvaöa máli skipti þab annars? Hann var rithöfundur og þaö var aðeins venjulegt fók, sem greiddi skuldir. Skyndilega og alveg upp úr þurru fékk hann hugmyndina aö „Hinum mannlega gleöileik”. Ekki var furöa þótt Balzac yröi allur á lofti, þvi þetta var verk, ólikt öllu, sem áöur haföi þekkzt. Héöan i frá skyldu allar hans bækur veröa liöur i meistaraverki. Hver einasta skáldsaga, eöa skáldsagnaflokkur skyldi skilgreina einhvern þátt i mannlegri hegðan og persónurnar áttu allar aö koma fyrir aftur og aftur i verkinu til enda. 5

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.