Heimilistíminn - 31.10.1974, Page 7
B sR VJ A
Ba 9 a A/
Þegar tröllkarlinn
lærði að gera greiða
EINU sinni var góður og dug-
legur bóndi, sem hét Einar.
Bærinn hans var ekki stór, en
hann rak búskapinn svo vel,
að hann gat brauðfætt sig,
Mariu konu sina og börnin
átta. Auk þess átti Einar tvær
kýr, Hjálmu og Glámu, og
ekki má gleyma Silfru,
fallegustu hryssunni i allri
sýslunni. Einar sá um dýrin og
heyskapinn, en Maria sá um
allt innanhúss og nokkrar
kindur og spann af þeim ullina
og prjónaði siðan vettlinga,
leista og peysur á börnin úr
garninu, svo engum varð kalt
á veturna. En svo kom vetur,
sem var kaldari en allir hinir.
Það var svo kalt, að börnin
gátu ekki leikið sér úti.
Bærinn hans Einars var
langt i burtu frá öðrum bæj-
um, alveg uppi undir Bláfjalli,
þar sem tröllkarlinn átti
heima. Einar þekkti tröll-
karlinn ekkert, vissi bara, að
hann stundaði verzlun og fór á
hverri nóttu út úr fjallinu með
dunum og dynkjum og
heimsótti nágrannatröllin til
að verzla við þau.
Hann var búinn að safna
ýmsum hlutum inn i fjallið.
Þar var gull og silfur, sykur og
hveiti, tau og húsgögn. Hann
hafði sjálfur sagt ömmu
Einars það einhvern tima
fyrir löngu, þegar hún var að
leita að týndu lambi. Þau
höfðu tekið tal saman, og
tröllkarlinn hafði gortað ákaf-
lega af auðæfum sinum og
boðið ömmu Einars að koma
með sér inn i Bláfjall og sjá
dýrðina. En hún vildi það ekki,
þvi hún vissi, að sá sem færi
inn i fjallið, kæmi aldrei þaðan
út aftur. Hún þóttist þvi ætla
að fara heim og hafa fata-
skipti fyrst. Tröllkarlinn trúði
Lána þér hveiti?
Nei, ég held
nú ekki. Ég sé um
mig og þú getur séð um
þig, þrumaði tröllkarlinn.
7