Heimilistíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 9
— Datt mér ekki i hug, sagði
Maria. — Nizkupúkinn sá
arna! Nei, við skulum komast
af án hans hjálpar, svo
sannarlega*'
Og það tókst þeim. Allan
veturinn drukku þau mjólk og
borðuðu heygraut með nokkr-
um grjónum i.
Seint um kvöld haustið eftir
kom Einar riðandi á Silfru
yfir heiðina. Hann var að
koma úr bænum, þar sem
hann hafði selt kartöflur og
grænmeti. Svört ský voru að
hrannast upp á himninum, og
Silfra flýtti sér til að ná heim,
áður en óveðrið skylli á.
En þá heyrði Einar ein-
hver undarleg hljóð utan úr
mýrinni, og þegar hann
nálgaðist, sá hann að það var
tröllkarlinn sjálfur, sem lá þar
og hljóðaði. Eftir þvi að dæma
hvað hann var hás, var hann
búinn að liggja þarna lengi.
— Hjá álllp! hrópaði hann. —
Ég er meiddur! veinaði hann
og baðaði út öllum öngum.
— Einmitt það, sagð Einar
hinn rólegasti.
— Einar, mikið var gott að þú
komst með Silfru og tóman
vagn. Ég er mikið meiddur,
kvartaði tröllkarlinn. — Ég
var á leiðinni yfir mýrina,
þegar ég hrasaði um trjárót og
datt. Fóturinn er svo snúinn,
að ég get ekki stigið i hann.
Gott að þú komst.
— Einmitt það, sagði Einar
aftur, og lét sem hann skildi
ekki málið!
Tröllkarlinn deplaði aug
unum. Skildi Einar hann ekki
Hann kæmist aldrei heim til
sin svona fyrir sólarupprás, og
sólin er versti óvinur trölla. Ef
hún nær að skina i augu
þeirra, springa þau.
Tröllkarlinn skalf af hræðslu.
Hugsa sér ef hann springi
snemma i fyrramálið.
— Ætlarðu ekki að hjálpa
mér, Einar? spurði hann
skjálfandi.
— Hjálpa þér. Nú finnst mér,
að þú eigir að sjá um þig, ég sé
um mig.
Þá mundi tröllkarlinn, að
hann hafði einmitt sagt þessi
orð um veturinn, þegar Einar
hafði beðið hann að lána sér
hveitið. Hann skammaðist sin.
Hvernig gat hann átt von á að
Einar vildi hjálpa honum,
þegar hann hafði verið svona
hjartalaus við hann, þegar
hann þurfti hjálp?
Einar ræskti sig. — Hmmm,
hmm. Tröllkarlihn horfði
dapur á, og hann skildi, að
hann langaði ekkert til að
hjálpa honum.
— Ég hef skipt um skoðun,
sagði þá Einar. — Seztu upp á
vagninn, og svo reynum við að
ná heim, áður en óveðrið
skellur á.
Tröllkarlinn var nú ekki
seinn á sér, og Silfra stökk af
stað eins hratt og hún komst.
Tröllkarlinn valt aftur og
fram i vagninum, en kærði sig
kollóttan, þar sem hann
kæmist heim, áður en sólin
kæmi upp. Hann var svo
glaður, að hann gleymdi
meira að segja verknum i
fætinum.
Morguninn eftir var óveðrið
gengið yfir, og sólin kom
snemma upp. Sólargeislarnir
skinu yfir mýrina, en þar var
enginn tröllkarl. Hann var
öruggur i rúminu sinu inni i
Bláfjalli.
En upp frá þessu var
tröllkarlinn ekki nizkur. Á
hverjum vetri, þegar fór að
liða á, fann Einar tvo hveiti-
poka fyrir utan dyrnar. Það
var gjöf frá tröllkarlinum,
sem hafði lært að hjálpa ná-
grannanum.
HVAO VEIZTU
1. t hvaða landi varö mest manntjón i
síðari heimsstyrjöldinni?
2. Hvað eru mörg stykki i einu grossi?
3. Hvað er andstætt sætu, þegar talað
er um vin?
4. Hvað heitir hæsta fjall á Bretlands-
eyjum?
5. Hvað nefnist 40 ára brúðkaups-
afmæli?
6. Hvað er StS gömul stofnun?
7. Hvernig dó Jóhannes skírari?
8. Hver skapaði söguhetjuna Tarzan?
9. Hvað er Suðurpóllinn hátt yfir
sjávarmáli?
10. Hvað er kefliö langt sem notað er i
boðhlaupi?
Hugsaðu þig vandiega um — en svörin
er að finna á bls. 39.
HI&GIÐ
— Hvaða dagsetning sagðirðu að ætti
að vera á boðskortunum?
— Þjónn þaö er dauð fluga I súpunni
minni.
— Já, það er leiðinlegt með aliar þess-
ar dauðu flugur. Þær þoia likiega ekki
suðu.
9