Heimilistíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 13
Steingrlmur Steinþórsson.
Síðustu áratugir 19. aldar voru átaka-
og umbrotatímar i Þingeyjarsýslu.
Fyrsta samvinnufélag landsins var
stofnað 1882 i einhverri hörðustu illviðra-
hrynu, sem yfir landið hefir gengið. Enn
hefir þjóð vor ekki nema að nokkru leyti
kunnað að meta, hversu mikið hún á að
þakka þingeysku bændunum, sem næstu
áratugina eftir stofnun Kaupfélags
Þingeyinga stóðu i þrotlausri baráttu við
erlent auðvald og kaupmannavald, stutt
af skammsýnum, afturhaldssömum
Islendingum, er voru þjónar og fylgis-
menn hinna erlendu drottna — hinna
erlendu selstöðukaupmanna, sem ekkert
höfðu þekkt áður, annað en blinda hlýðni
og undirgefni bændanna islenzku.
Sá sigur, sem þingeysku bændurnir
unnu i verzlunarmálunum siðustu áratugi
hinnar 19. aldar, i baráttu við hina dönsku
selstöðuverzlun, vannst vegna fórnfýsi og
samtaka þeirra. Og þótt einstakir
forustumenn hafi þar brotið isinn og
staðið i fylkingarbrjósti, þá hefðu þeir
orðið að gefast upp fyrir ofureflinu, ef
liðsmennirnir, sem að baki þeim stóðu,
hefðu ekki verið jafn einbeittir og
samhuga og raun bar vitni.
En það var á fleiri sviðum mannlegs lifs
en verzlunar og viðskipta, sem vorleysing
fór um lendur Þingeyjarsýslu siðustu
áratugi hinnar 19. aldar. Hin unga
kynslóð, sem þá brauzt til valda, heimtaði
róttækar breytingar á fornum erfða-
venjum og kenningum. Bókasöfn og
lestrarfélög voru stofnuð. Málfunda- og
skemmtifélög risu upp, og þar voru rædd
þjóðfélagsleg vandamál og bókmenntaleg
viðfangsefni tekin til meðfarðar.
Unglingaskólar voru stofnaðir i nokkrum
sveitum, sem veittu hinni fróðleiksþyrstu
æsku nokkra þekkingu, þótt þeir stæðu
aðeins yfir nokkrar vikur i senn. Ungir
Steingrímur Steinþórsson:
Skáldið á
Litiu-Strönd,
menn lærðu erlend tungumál og kynntust
erlendum bókmenntum, aðallega frá
Norðurlöndum. Kreddum og erfi-
kenningum buðu hinir ungu menn birginn.
Einkum þótti ungu kynslóðinni þá kirkjan
vera ihaldssöm og vanaföst. Prestarnir
urðu i augum þeirra imynd hræsni,
skinhelgi og vanafestu. Þeir heimtuðu, að
öll bönd, sem heftu frjálsa hugsun, væru
hlifðarlaust slitin.
Kjarni þessarar nýju stefnu var fólginn
i þvi að uppræta hið rótlausa og ftlna i lifi
einstaklinga og þjóða. Segja sannleikann
hlifðarlaust, hver sem i hlut átti.
Það var raunsæisstefnan i islenzkum
bókmenrtum, sem þessir fulltrúar þing-
eyskrar alþýðumenningar komu til liðs
við og veittu mikilvægt fylgi.
Við, sem vorum að komast til vits og
ára upp úr aldamótunum siðustu, urðum
varir við þennan þyt og vorum snortnir af
honum. Frumherjar K.Þ., sem höfðu
ÚR,
gömlum
BLÖÐUM
Heimilis-Tim'inn mun á næstu mánuð-
um flytja greinar, sem flestar birtust
upphaflega á menningarmálasiðu
Timans fyrir sem næst þrjátiu árum.
Fjalla þær um skáid og rithöfunda og
ýmsa þætti þjóðmenningar og þjóðlifs-
fyrirbæra, og eru þess vegna i sama
gildi, og þegar þær voru upphaflega
samdar.
Fyrsta greinin af þessu tagi, sem
Heimilis-Timinn birtir, er eftir
Steingrim Steinþórsson, fyrrum
búnaðarmálastjóra og forsætisráð-
herra um skeið, og fjallar uin rit-
höfundinn Þorgiis gjaiianda, sein var
ekki aðeins svcitungi hans, heldur
einnig sambýlismaður föður hans.
1.
barizt gegn þvi, að sveltitilraun Þórðar
Guðjóhnsen gegn félagsmönnum i K.Þ.
heppnaðist og borið sigur úr býtum i
þeirri baráttu, urðu i okkar huga
fullkomnar fyrirmyndir og foringjar, sem
sjálfsagt væri að fylgja. Þeir, sem beittu
sér fyrir nýjungum á sviði annarra
félagsmála og menningarmála, áttu
óskipt fylgi okkar unglinganna, sem þá
vorum að alast upp. Og þeir, sem voru
. frumherjar á vettvangi bókmennta,
ruddu nýjungum braut á þvi sviði, heimt-
uðu fullt frjálsrjæði fyrir hugsanir sinar,
hvað sem erfðavenjur og kennisetningar
segðu, urðu nokkurs konar dýrlingar i
okkar augum.
Sá Þingeyingur, sem á siðasta tug 19.
aldar og fyrsta tug þeirrar 20., fór eldi um
hug hinnar ungu kynslóðar i Þingeyjar-
sýslu og miklu viðar um land, með rit-
höfundarstarfi sinu, var bóndinn Jón
Stefánsson, sem tók sér rithöfundarnafnið
Þorgils gjallandi.
II
Árið 1892 kom fyrsta bók Þorgils gjall-
anda út. Það voru smásögurnar „Ofan úr
sveitum”. Kverið var ekki stórt og lét litið
yfir sér. Smásögur þessar vöktu mikla
eftirtekt, einkum þegar kunnugt var, að
höfundur þeirra var smábóndi norður i
Mývatnssveit, sem engrar skólamennt-
unar hafði notið. Þeir, sem ritdæmdu
þessa fyrstu bók Þorgils gjallanda, höfðu
að visu margt við hana að athuga — þótt-
ust sjá sterk áhrif frá norskum skáldum,
töldu málinu allábótavant og sögurnar að
ýmsu leyti gallaðar. En þær vöktu eftir-
tekt einkum sá tilfinningahiti og ákafi,
sem i ljós kom, — og hversu ófeiminn
höfundur var að segja skoðanir sinar
afdráttarlaust, þótt þær brytu algerlega i
bág við rikjandi skoðanir og venjur. Þá
varð þess og strax vart, með hve miklum
innileik, hlýju og samúð höfundar tók
svari þeirra, sem miður voru settir, hvort
heldur var efnalega eða af öðrum
ástæðum.
13
/