Heimilistíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 14
Þorgils gjallandi hefir sjálfur lýst þvi,
hvað það var sem kom honum til þess að
gerast rithöfundur. Hann segir svo i
áritunarorðum með „Ofan úr sveitum”,
rituð árið 1910, eða fáum árum áður en
hann andaðist:
,,í huga minum var uppreisn og ólga
gegn ýmsum venjum og kreddum. Ég gat
ekki þagað. Þá sköpuðust sögurnar.
Ósjálfrátt var söguformið hendi nær en
ritgerðarsmiðið. Dæmin voru nóg til að
benda huganum i áttina: þó tók ég ekki
neinn einstakan mann til framleiðslu”.
Það, sem knúði Þorgils gjallanda til
ritstarfa, var sannleiksást hans annars
vegar, en stolt hans og sjálfstæði hins
vegar. Hann varð að segja samtið sinni
hug sinn — benda á það, sem honum þótti
varhugaverðast og hættulegast i
menningu og venjum samtiðarinnar.
Eftir útkomu „Ofan úr sveitum” komu
margar smásögur eftir Þorgils gjallanda
i ýmsum timaritum. Sumpart voru það
dýrasögur, sem strax vöktu mikla eftir-
tekt, en sumpart smásögur um önnur efni.
Þá birtust og allmargar greinar eftir
hann i blöðum þessi árin. Það var þvi ekki
svo litið, sem birt var eftir Þorgils á
áratugnum 1892 — 1902, þegar þess er
gætt, að hann var einyrkjabóndi, sem
aðeins hafði kvöldvökur og nætur til rit-
starfa.
Arið 1902 kom út á Akureyri skáldsagan
„Upp við fossa”. Það er án efa mesti við-
burður á rithöfundarferli Þorgils
gjallanda, og jafnframt mjög merkur at-
burður i bókmenntasögu Islands. Þessi
saga er mesta skáldverk höfundarins.
Almennt er viðurkennt, að „Upp við
fossa” sé fyrsta sveitalifssagan, sem út
kom hér á landi, sem jafnist á við sögur
Jóns Thoroddsen — og standi þeim
fyllilega jafnfætis. Þó getur ekki ólikari
rithöfunda. Hin mikla alvara og ástriðu-
Þorgils gjallandi
þungi, sem einkennir Þorgils gjallanda,
og þó einkum þetta aðalskáldrit hans, er i
algerri andstöðu við hinn létta blæ og
„húmor”, sem er yfir sögum Jóns
Thoroddsen. Engum getur þvi i hug
dottið, að Þorgils hafi tekiö sér hann til
fyrirmyndar, þótt hann hins vegar teldi
Jón Thoroddsen eitt af höfuðskáldum
vorum. „Upp við fossa” er braut-
ryðjandaverk I islenzkri skáldsagnagerð.
„Upp við fossa” vakti geysilega eftir-
tekt, en dómar um söguna voru mjög mis-
jafnir. Sumir merkisklerkar landsins
prédikuðu gegn henni i kirkjunum, vegna
þess hve ósiðsöm og spillandi sagan væri.
Gamlar æruverðar heföarmaddömur
krossuðu sig og blöskruðust yfir þeim
óþverra, sem kæmi úr penna höfundar.
Dæmi munu vera til þess, aö póst-
afgreiðslumenn hafi eyðilagt póstpakka
með bókinni, til þes að foröa á þann hátt
fólki frá þvi að hnýsast i þessa hættulegu,
„siðspilltu” bók. Þessar viötökur eru næg
rök fyrir þvi, að hér var merkilegt skáld-
rit á ferðinni. Rit, sem risti svo djúpt i
kaun samtiðarinnar, að hrikti i ýmsum
kreddum og vanaböndum þjóðfélagsins,
gat ekki verið neitt miðlungsverk. Hin
aldraða kynslóð um siöustu aldamót
hneykslaðist miklu meir á þessari sögu
Þorgils gjallanda, en núlifandi kynslóð á
ýmsu i ritum Halldórs Kiljans Laxness.
Sér i lagi voru það prestarnir, sem þóttust
eiga um sárt að binda, þvi að oftast voru
þeir i sögum Þorgils imynd hræsni og
skinhelgi. En Þorgils eignaðist strax sina
aðdáendur. Ýmsir hinna yngri manna
skipuðu sér um hann, hófu sögur hans til
skýja, ef til vill um skör fram. Allir, sem
ritdæmdu „Upp við fossa”, viðurkenndu,
að hún væri merkilegt skáldverk, og um
geysimiklar framfarir væri að ræða, um
meðferð efnis og máls, frá þvi aö „Ofan úr
sveitum” kom út.
Ég ætla mér ekki þá dul að ritdæma
„Upp við fossa” hér. Tel mig ekki heldur
til þess færan. En ég er þess fullviss, að
hún verður ávallt talin eitt af höfuðskáld-
verkum islenzkra bókmennta og að
islenzk bókmenntasaga verður aldrei
skrifuð svo, að þeirrar bókar verði ekki
getið og þess storms, sem hún vakti I
lognmollu þeirri, er- hér á landi var
rikjandi i bókmenntalegu tilliti um
aldamótin siöustu.
Arið 1910 kom þriðja aðalverk Þorgils
gjallanda út. Það voru „Dýrasögur”
hans. Var þar sumpart safnað saman
eldri sögum, sem birzt höföu áður, en að
nokkru birti Þorgils þar nýjar dýrasögur.
Viðtökur voru hinar beztu. Voru dómar
manna mjög á einn veg um það, að þetta
væri ágæt bók. Siðasta sagan I dýrasögun-
um var „Heimþrá”, perlan i bókinni og án
efa einhver áhrifamesta og listrænasta
smásaga, sem samin hefir verið á
islenzka tungu.
Þegar Þorgils gjallanda er minnzt sem
rithöfundar, veröur ekki fram hjá þvi
gengið að nefna þá hlið bókmenntastarf-
semi hans, er snerti sveitina hans. Hand-
skrifuð sveitablöð höfðu um alllangt skeið
verið gefin út i Mývatnssveit. Ritaði
Þorgils löngum mikið i þau. Þá flutti
Þorgils mjög oft ræður á skemmtisam-
komum. Skrifaði hann slikar ræður alltaf
og flutti þær þannig. Loks flutti hann oft
eftirmæli við jarðarfarir. Fátt af þessu
hefur birzt á prenti, enda margt ritað
um dægurmál þess tima. En þó fæst ekki
heilsteypt mynd af Þorgils gjallanda sem
rithöfundi, nema rannsökuð sé þessi hlið á
ritstörfum hans — og þarf að birta úrval
þess á prenti. Allt ber þaö merki hins
sérstæða persónulega ritháttar hans, og
þar er að finna gullkorn, sem hafa varan-
legt bókmenntaiegt gildi á öllum timum.
Mikið af ritverkum Þorgils gjallanda er
óprentað enn, og þau, sem gefin hafa
verið út, eru löngu uppseld. Hann er þvi
sem rithöfundur lokuð bók fyrir nútima-
fólki. Það er illa fariö og ekki vanzalaust.
Það þarf að gefa út myndarlega útgáfu af
ritverkum hans, og jafnframt skrifa ýtar-
lega um hann sem rithöfund. Von er til, að
þessu verði hrundið i framkvæmd nú
fljótlega og er það vel farið, þvi að hann
hefir helzt tii lengi legið óbættur hjá garði.
Þessi fáu orð, sem ég hér hefi ritað um
ritstörf Þorgils, eiga alls ekki að skoðast
sem nein bókmenntaleg gagnrýni, enda
munu aðrir mér færari inna það af hendi.
En ég vildi minna hina ungu kynslóö á
þennan merkilega fulltrúa Islenzkrar
alþýðumenningar. Ég vil benda hinni
uppvaxandi kynslóð á það, að henni er
vissulega hollt að kynnast skoðunum
Þorgils gjallanda og ritverkum hans. En
hún þarf einnig að þekkja manninn
sjálfan — aðstöðu hans i þjóðfélaginu,
hvernig þjóðfélagsborgari hann var og
hvort hann, sem dæmdi hræsni og
skinhelgi harðar en nokkra aðra bresti,
var sjálfur laus við slikt. Þess vegna vil
ég að lokum fara nokkrum orðum um
bóndann á Litlu-Strönd, Jón Stefánsson.
HI^GIÐ
— Finnst þér ekki dásamlegt aö hafa
alla hraðbrautina ein?
14