Heimilistíminn - 31.10.1974, Page 18

Heimilistíminn - 31.10.1974, Page 18
Merkar ___ v uppfinningar REGNHLÍFIN — velmegunartákn 1 Oxfordstræti i London er fræg verzlun, sem ekkert hefur breytzt í meira en hundraB ár. „James Smith & Sons” stend- ur yfir dyrunum, letrað gylltum stöfum. Þetta er elzta sérverzlun með regn- og sólhlifar I Evrópu. Gladstone, hinn vinsæli forsætis- ráðherra Viktoriu drottningar, keypti alltaf regnhlifar hjá Smith & Sons og enginn herramaður með sjálfsvirðingu lét sjá sig utan dyra án stóru, svörtu, vand- legu samanbrotnu regnhlifarinnar sinnar. Höföingjar frá Afriku, sem komu i heimsókn til London, gerðu sér alltaf sér- staka ferð til Smith & Sons til að kaupa risastórar, skrautlegar sólhlifar, sem nota skyldi við hátiðleg tækifæri heima fyrir. En regnhlifin er miklu eldri en ætla mætti. A gömlum, egypzkum málverkum má sjá Faraó í hásætinu undir stórri sólhlif. Samkvæmt kínverskum sögnum var regnhlifin fundin upp fyrir þremur þúsundum ára, og uppfinningamaðurinn var kinversk aðalskona. Þá höfðu aðeins konunglegir og aðalsmenn leyfi; til að nota regnhlif. Konungur Burma hafði marga titla og einn þeirra var: „Lávarður stóru sólhlifarinnar”. Aðeins hann mátti nota hvlta sólhlif, aðrir embættismenn og aðalsmenn báru sólhlifar i öörum litum og sýndi liturinn stöðu þeirra. Japanskeisari sást aldrei opinberlega án þjónsins, sem bar sólhlifina yfir hon- um. Þegar sonur Viktoriu drottningar prinsinn af Wales var á ferð i Indlandi 1877, reið hann á fil undir risastórri, gylltri sólhlif. Indversku furstarnir gáfu honum regnhlifar úr bláu silki með perl- um og silkibrókaði með rúbinum I, sem tákn um virðingu og undirgefni sina. Það voru forn-Grikkir sem fyrstir Evrópubúa tóku að nota regnhlifar. Fyrir tvö þúsund árum fóru hátt settar griskar konur I gönguferðir sinar meö sólhlifa- þræla á hælunum. 1 Róm hinni fornu voru 18

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.