Heimilistíminn - 31.10.1974, Síða 19
purpurarauðar sólhlifar i tizku og
rómverskar konur voru fyrstar til aó nota
þær i rigningu.
A miðöldum virðist regnhlifin hafa
horfiö lir notkun, en svo komst páfinn að
þeirri niðurstöðu um 1500, að regnhlifin
gæti verið prýðistákn um virðingu. Þess
vegna bar hann ávallt regnhlif, þegar
hann kom fram opinberlega.
Fólk sem kom norðan frá i heimsóknir
til Italiu, veitti þessu ágæta verkfæri at-
hygli og Thomas Coryate, maðurinn, sem
kynnti Englendingum gaffalinn, lýsti
itölsku regnhlifunum þannig: — Það er
stórt leðurstykki, sem spennt er yfir
hringlaga skerm með pinnum neðan á.
Einkum eru það reiðmenn, sem nota hana
á lengri ferðum og binda þeir þá hand-
fangið fast við lærið og sitja þvi i skugga i
sólarhitanum.
Mörg hundruð ár liðu þar til regnhlifin
náði fótfestu i Frakklandi, Bretlandi og
þar fyrir nor.ðan. Franskir kaupsýslu-
menn komu með regnhlifar heim frá
Kina, ftaliu og Spáni. Þegar fyrstu
herramennirnir tóku að spranga
um götur London með regnhlifar árið
1772, brugðust eklar leiguvagna illa við.
Atti þetta apparat að eyðileggja at-
vinnuna fyrir þeim?
Sama ár keypti verzlunareigandi i
A þessari teikningu frá 1782 er verið aö
gera grin að nýju regnhlifatiskunni.
Kinverjar notuðu regnhlif bæði i sól og
snjókomu.
Bandarikjunum regnhlif i skipi, sem kom
frá Indlandi. Þegar hann fór stoltur með
hana út á götu, viku konur hræddar til
hliðar og smástrákar köstuðu grjóti á
eftir honum. Enginn vissi hvort þetta
var ný og merkileg flik, eða einhvers
konar vopn. Fyrsta bandariska regnhlifin
fékk ekki höfðinglegar móttökur.
Það var ekki fyrr en i byrjun aldarinnar
sem leið, að regnhlifin komst loks i tisku
beggja vegna Atlanzhafsins. Banda-
riskar konur biðu eftirvæntingafullar
eftir skipunum, sem fluttu nýjustu
geröirnar frá London og Paris, en þær
sólhlifar voru gjarnan með knipplingum,
perlum og silkibrókaði. Konur Viktortiu-
timabilsins voru dauðhræddar við að láta
sólina skina á andlit sér, þvi þá voru fölar
konur með mjólkurhvlta húð fegurstu
konurnar.
Eftir 1820 var farið að endurbæta regn-
hlifarnar. Þungir teinarnir úr eik eöa
bambus, viku fyrir léttari úr hvalbeini og
eftir 1851 voru teinarnir úr stáli. í stað
oliuborins silkis, sem var þungt, kom
bómull og siðan nælon.
Þegar Bretar fóru að framleiða regn-
hlifar i lok 18. aldar, hengdu þeir gjarnan
eikarkvist i handfangið. Það var gömul,
heiðin trú, þvi að eikin var helguð Þór,
þrumuguði norrænna manna. Eikar-
kvistirnir áttu að vernda eiganda regn-
hlifarinnar gegn eldingum og það var trú
manna, að sérstök hætta væri á, að
eldingum slægi niður i regnhlifar.
Þá fann Benjamin Franklin eldinga-
varann i Bandarikjunum og Frakki einn,
sem þýddi bækur Franklins á frönsku
varð svo hræddur við eldingar, að hann
setti litinn eldingavara á regnhlifina sina.
Þegar hann gekk um götur Parisar dró
hann á eftir sér leiðslu úr regnhlifinni!
H^GIÐ
— Já, ég þekki söguna um að leggja
eigi niður stöðu þina, það var ég sem
kom sögunni af stað.
— Geturðu fyrirgefið mér, Theódóra?
Mér varð það á að opna launaumslagiö
mitt.
— Nei, heyrið mig nú. Ég hef komið
alla þessa leið til að heimsækja
manninn ininn og svo hafiö þið látið
hann sleppa.
19