Heimilistíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 24
Fyrstu sex mánuðirnir 7. mánuður BARNIÐ flytur tvisvar. Fyrst úr maga mó6ur sinnar, úr hlýjunni út i kalda og miskunnarlausa veröld og siðan heim i nýtt umhverfi, nýja vöggu, einmitt þegar það var farið að venjast þeirri fyrri. Er þá nokkuð undarlegt þótt barnið gráti? Sér- fræðingar þykjast hafa komizt að þeirri niðurstöðu af fyrstu vikuna gráti barn að meðaltali 117mínúturá sólarhring og all- ir vita hve langar þær minútur geta verið. En það sem eftir er af sólarhringnum á barnið að sofa, nema meðan á máltiðum stendur. Geri það það ekki, er annað hvort um að kenna hungri, blautri bleyju, lofti i maganum eða óstyrkri móður, sem gerir barnið óstyrkt. Þá er mikilvægt að barnið og móðirin hafi það rólegt, því fyrstu vikurnar eru ákaflega erfiðar. Þroski barnsins er ótrúlega mikill fyrsta mánuðinn. Það réttist úr likaman- um, augun taka að festa sig á ýmsum hlutum og litla hrukkótta andlitið sléttist. Enn er ekki komið á neitt eiginlegt sam- band við umheiminn og það sem likist brosi á ekki að vera það, en samt er jafn gaman að sjá það. Þarfirnar eru einfald- ar: matur, svefn og hrein bleyja og það sem mikilvægast er: rólegt umhverfi. Það siðastnefnda er undir foreldrunum komið. Þau verða að hjálpast að. Móðirin þarf á allri hjálp að halda þótt hún eigi fri frá útivinnunni. Dagurinn er ekki nógu langur til alls, sem hún þarf að gera og sjálf er hún að ná sér bæði andlega og llkamlega eftir fæðinguna. Faðir, sem tekur sinn þátt I umhugsuninni um barnið, fær tvöföld laun: glaðari konu og sam- band við barnið frá byrjun. mánuður Nti FER margt að breytast og barnið öðl- ast margháttaða nýja reynslu. Það er far- ið að þekkja andlit pabba og mömmu og finnst gott að fá ávaxasafa I teskeið. Brostið er á leiðinni, handleggir og fætur láta nokkurnveginn að stjórn og ýmis hljóð verða kunnugleg. Nú er ekki lengur þörf á 6 til 7 máltíðum á sólarhring, 5 er eðlilegra. 1 lok annars mánaðar fara for- eldrarnir að geta sofið næstum alla nótt- ina, allt að 6 tlmum I einu og það er gulls igildi fyrir alla aðila. Tveggja mánaða barn fer að vaka dálltið á daginn og láta dást að sér og skoða heiminn utan vögg- unnar svolitið. Foreldrunum fer að skiljast, að það er dásamlegt að eiga litið barn, en stundum getur reynzt erfitt að sjá það i upphafi. Hlutirnir eru að falla I fastar skorður og móðurinni finnst hún vera orðin venjuleg manneskja aftur og hún er orðin snilling- ur i að blanda mjólk á pela. Ef hún vill ekki eignast barn strax aftur, þarf hún að verða sér úti um getnaðarvarnir, þvi samlif hjónanna má hefjast aftur eftir 6 vikur frá fæðingu að öllu eðlilegu. Hafi faðirinn verið duglegur að hjálpa henni fram til þessa, eru góðar horfur á aö hún sé vel upplögð, en ef ekki, getur liðið nokkur timi, þangað til hana langar til og má vera að að leika sér. 3. mánuður BARNIÐ getur ekki talað, en það gefur frá sér hljóð og gerir ósparlega alls kyns tilraunir með þau. Þegar þvi er sýnt leik- fang, eltir það það með augunum og alls kyns hljóð verða til þess að það hættir þvi sem það er að gera og hlustar. Vöku- stundirnar á daginn lengjast og nætur- svefninn líka, þó ekki sé hægt að búast við morgunsvefni næstu mánuðina. Smá- börnum finnst sérlega þægilegt að hefja daginn um 6-Ieytið. Þegar barnið er 2-3 mánaða getur það farið að borða örlitið af fastri færðu milli mjólkurmáltiðanna. Avaxtamauk og þunnt grænmetismauk rennur niður án erfiðleika, þegar hræðslan við skeiðina er yfirunnin. Uppskriftir af barnafæðu eru til i óteljandi bókum. Nú fara foreldrarnir að hlakka til ýmissa hluta og nú þarf móðirin að fara að hugsa fyrir barnfóstru eða fóstur- heimili, ef hún vinnur úti og hefur nú störfin á ný. En öllum mæðrum finnst barneignafriið yfirleitt og stutt. 24

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.