Heimilistíminn - 31.10.1974, Síða 34
virtust vera að leita að einhverju i blautum
mosanum og flugu siðan aftur og fram yfir
járnbrautina og i átt til borgarinnar.
— Bara, að maður hefði vængi. Þá væri þetta
enginn vandi. En kannske fengi ég ókeypis
flugferð, ef ég spyrði. Þvi ekki að reyna það?
Það getur þó aldrei verið verra en að það takist
ekki.
Svo lagði Bastaan af stað út mýrina, til að
tala við storkana. Hann varð að hoppa þúfu af
þúfu út til þess næsta.
— Góðan daginn, ég heiti Sebastian
Mendel-....
Við gefum ekkert i dag, greip storkurinn
fram í fyrir honum.
— Nú, sagði Bastian. — Hvað verður það nú,
sem ég ætlaði að segja? Já, það er gott veður i
dag.
— Já, já, svaraði storkurinn. Bastian horfði
forvitnislega á hann. Hann skildi ekki hvað var
orðið af öðrum fætinum á honum.
— Af hverju stendurðu á öðrum fæti? spurði
Bastian.
— Ég á að gera það.
— Af hverju áttu að gera það?
— Af þvi að ég er storkur.
— Þá veit ég það, sagði Bastianæ— En af
hverju hefurðu rauða fætur?
— Ég á að hafa rauða fætur.
— Hvers vegna.
— Af því ég er storkur.
Af hverju ertu hérna i mýrinni?
— Ég á að gera það.
— Af hverju áttu að gera það?
— Af þvi að ég er storkur, svaraði storkurinn.
— Nú já. Er þetta kannske storkasýning?
— Nei, hættu nú alveg, hrópaði storkurinn
reiður. — Hér kemur maður i ferðalag á hverju
ári og svo er talað við mann eins og....eins
og...Meira gat hann ekki sagt fyrir eintómri
reiði, en stóð bara og smellti með nefinu.
Þetta var víst ekki nógu gott, hugsaði
Bastian. Nú get ég varla orðið vinur hans.
Hann fiýtti sér að segja: —Þú hefur óskaplega
glæsilegt nef.
— Hmmmmm, svaraði storkurinn, leit i hina
áttina og lét sem ekkert væri.
— Já, sagði Bastian. — Og svo geturðu látið
heyrast svo skemmtilega i þvi.
— Finnst þér það? spurði storkurinn.
— Já, það er eins og bilaður gluggi, sem
skeliist i hvassviðri.
— Hvað þá? skrækti storkurinn. — ófor-
skammað. Nei, þetta er dónaskapur. Ég klaga
fyrir ferðaskrifstofunni! Ég er farinní Það er
búið. Allt búið! Storkurinn lyfti sér upp á
tærnar og breiddi úr vængjunum.
— Æ, sagði Bastian. — Nú flýtur hann. Ég
verð að taka áhættuna. Nú eða aldrei!
Og á sama augnabliki og storkurinn lyfti sér
frá jörðinni, stökk Bastian upp, greip um fætur
hans og hélt sér fast.
— Hjálp! hrópaði storkurinn. — Laumufar-
þegi! Hann kitlar mig! Storkurinn sparkaði og
sneri upp á sig, en Bastian hélt dauðahaldi i
fæturna. Þeir flugu hátt yfir mýrinni, járn-
brautinni og borginni, en Bastian þorði alls
ekki að lita i kring um sig. Storknum leið
heldur ekki vel, þvi hann kitlaðisvo voðalega af
þvi að hafa Bastian utan um fæturna á sér
meðan hann flaug. — Hjálp! hrópaði hann. —
Ég klaga! Hættu þessu! Ég klaga fyrir ferða
skrifstofunni...Hikk, hikk......ferðaskrifstof-
unni.
— Þvilik flugferð, hugsaði Bastian. — Með
hverju endar þetta? Hann opnaði annað augað
pínulitið og sá, að þeir voru nú hinum megin
við járnbrautina og á leið inn yfir borgina.
Storkurinn bjó sig undir að setjast á þak á
stóðu húsi og nú gat Bastian ómögulega haldið
sér lengur. Hann datt niður á ójafnar þakplötur
i
og rúliaði niður þakið og út i loftið. Þar sem
hann fann ekkert til að taka i, hélt hann dauða-
haldi um rófuna á sér, en það gerði ekkert
gagn. Hann hélt áfram að detta. Þetta verður
liklega aldrei búið, hugsaði hann. — En —
1 bomm! Allt í einu sat hann i einhverju mjúku.
Hann opnaði varlega augun og leit i kring um
sig. Svei mér þá! Hann hafði dottið niður i Iit-
inn blómagarð, sem var ekki breiðarj en svo,
Framhald.
34