Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 31.10.1974, Qupperneq 37

Heimilistíminn - 31.10.1974, Qupperneq 37
um síðasta dansinn. Þá hafði hann ýtt henni aðeins frá sér, einmitt um leið og Louise og maður hennar dðnsuðu fram hjá og upp frá því virtist hann eitt- iivað svo f jarrænn. En hún mátti ekki vera að því að hugsa um það þá, því rétt á eftir voru blöðrurnar losaðar niður úr loftinu og svifu niður yfir fólkið á cjólf inu. Það var hljótt í aftursætinu. Ray svaf, eða lét ;;em hann geri það og Luke sat og starði út um cjluggann. Bráðum færi að birta. Janet hallaði höfðinu aftur á bak, hún var þreytt. Neil leitannað ;slagið til hennar, hann hélt að hún svæfi líka. Svo 1‘ór hann sjálfur að geispa og Luke mótmælti. — Ekki þetta, drengur minn, ráðlagði hann — Það eru mörg tré meðfram þessum vegi og ef þú sofn- ar....viltu ekki að ég aki svolítið? — Nei, takk ég er ekki þreyttur. Hann mundi hvernig Luke hafði lotið niður að Janet meðan þau dönsuðu og nú steig hann fastar á bensíngjöfina. iHann var þó líklega fær um að aka sínum eigin bil Iheim, Luke skyldi ekki fá að skipta um sæti við hann. Svo brosti hann lítið eitt. Hvað mundi Luke hugsa, ef hann gæti lesið hugsanir hans? Hann leit aftur á Janet, hún leit til hans um leið og geispaði. — Þetta er víst að verða smitandi, sagði rödd úr aftursætinu. — Hvað eigum við langt eftir? — Bara þrjár mílur. Janet hristi höfuðið. Tuttugu mílur fram og til íbaka bara til að komast á dansleik. Einn imannanna, sem hún talaði við þar, hafði meira að segja flogið alla leið frá Queensland, meira en 20 imílur hvora leið í sama tilgangi. Kannske vendist !hún þessu meðtímanum, en ennþá var tilhugsunin undarleg. Það var farið að birta í austri, þegar þau komu heim að Burriettia. Ray teygði úr sér og geispaði og stakk upp á að þau fengju sér tebolla, áður en þau færu að sofa. Neil kveikti upp í eldavélinni og setti vatn yfir og meðan þau biðu eftir að það syði, fór Janet inn til sín, fór úr fína kjólnum og í morgun- kjól, en lét demantana vera um hálsinn, Svo settust þau við eldhúsborðið, með te og ristað brauð og ræddu um dansleikinn. Neil sagði frá hugmynd sinni um að halda veizlu á afmæli Rays í næsta mánuði, Hugmyndinni var fagnað og Ray brosti undirfurðulega. Hann var að vona að geta opin- berað trúlofun sína við sama tækifæri og þegar hann væri kvæntur Antoinette, sem hann var full- viss um að gera, ætlaði hann að koma öðruvísi f ram við hana en Neil við sína konu. Þau létu uppvaskiið eiga sig og buðu hvort öðru góða nótt geispandi, en breyttu því hlægjandi í góðan dag og fóru síðan hvert í sitt herbergi. Janet lagði demantana varlega í hylkið og stakk því undir koddann. Ekki vegna þess að hún óttaðist að neinn kæmi inn og stæli því. heldur vonaði hún, að hana dreymdi það. Hún steinsof naði um leið og hún lagði höfuðið á koddann og vaknaði tveimur tímum seinna við óskaplegan hávaða. Andartak gerði hún sér ekki grein fyrir hvaða hljóð þetta var, en það dó út og kom síðan aftur. Hún heyrði Neil blóta innilega í herberginu við hliðina og síðan var herbergishurð Rays skellt Hún klifraði syf juð út úr rúminu, fór aftur í morgun- kjólinn og hraðaði sér út. Hún leit upp, er út var komiðog fór að skellihlægja. Lítil f lugvél var á ferð “í rétt fyrir ofan húsþakið. Hún gat greint andlit f lug- mannsins og þekkti aftur manninn f rá Queensland sem hún hafði hitt á dansleiknum. — Ef ég næði til hans....þrumaði Ray — Ég var rétt sofnaður.En svo hló hann líka og þau stóðu og veif uðu meðan f lugvélin tók beygju og kom síðan enn á ný yfir húsið. Flugmaðurinn, sem greinilega var ánægður með að hafa vakið þau, veifaði glað- lega og tók síðan stef nuna upp á við og burt. — Almáttugur, sagði Janet hlægjandi. — Þið Ástralir eruð svei mér skrítnir. — Það tekur því ekki að leggja sig aftur, sagði Neil. Það var þegar orðið heitt af sólinni. Janet leit heim að húsinu og byrjaði þá að hlægja aftur, þvi i dyrunum stóð Bluey, skelfingin uppmáluð. — Hvað í ósköpunum var þetta, frú Janet? sagði hann hræddur. — Bara maður sem við hittum á dansleiknum og vildi bjóða okkur góðan daginn. — Ég sem hélt, að eitthvað alvarlegt væri á seyði. Það var eins og hann hefði orðið f yrir vonbrigðum. — Ég f lýtti mér, þvi ég hélt, að eitthvað væri að og hann ætlaði að reyna að lenda. — Te, sagði Neil í skipunartón og Bluey hraðaði sér inn og tautaði á leiðinni eitthvað um, að hann tæki bara við svona skipunum frá frú Janet, Hin settustá brún verandarinnar og skellihlógu að öllu saman. — Ég gleymi aldrei nóttinni eftir fyrsta dans- leikinn minn á Comobella, sagði Janet loks. — Ekki ég heldur, Neil hysjaði upp um sig nátt- buxurnar og hallaði sér upp að súlu. — Hvað eigum við að gera í dag? Bróðir hans varð hálf vandræðalegur á svipinn. — Ég ætla að hitta Antoinette, svo ég er upptekinn. Janet brosti bara. — Ég var að hugsa um að at- huga garðinn eitthvað. Nú er moldin blaut eftir rigninguna svo það ætti að vera auðvelt að ná ill- gresinu bui*t. Hún sneri sér að Neil — Gætir þú ekki hjálpað mér? Hann minntist ákvörðunar sinnar um að gera meira fyrir hana og kinkaði kolli. Hann langaði ekki beint til að taka til við málninguna aftur og varð f enginn, að hún haf ði ekki stungið upp á því, Bluey kom haltrandi með bakka og bolla, síðan te og ristað brauð og í annað sinn á þremur tímum sátu þau yf ir því og ræddu um dansleikinn. Þegar hún hafði klætt sig, byrjaði hún í garðinum, Neil var ekki sjáanlegur og þegar hann kom, var hún búin að taka til garðklippur og stinga handa honum og sagði að hans verk ætti að vera að skera niður eitthvað af villta vínviðnum. Hann langaði alls ekkert til þess og sagðist ekki skilja' hvers vegna þess þyrfti. Janet benti á málninga- föturnar, sem enn stóðu á veröndinni og sagði, að ekki væri hægt að gera neitt við húsið að utan f yrr en búið væri að fjarlægja vínviðinn. Framhald 37

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.