Heimilistíminn - 25.09.1975, Síða 4

Heimilistíminn - 25.09.1975, Síða 4
Manneskjan að baki nafninu — 3 Leonardo da Vinci Hann var ailsherjarsnillingur — ólgandi uppspretta visku og hugmynda, bæði fyrir samtíðina og komandi kynslóðir. Hann er einn mikilhæfasti maður, sem nokkru sinni hefur verið uppi Nýir hættir voru óðum að ryðja sér til rúms i Evrópu. Gutenberg hafði fundið upp prentun bóka og handskrifaðar bækur komu nú Ut i fjöldaframleiðslu. Stúdentar voru skyndilega betur upplýstir en kennarar þeirra og kröfðust með- ákvarðanaréttar i kennslunni. Póstsam- göngur gjörbreyttust með föstum tengi- stöðvum um alla álfuna, þar sem póst- menn gátu skipt um hesta. Fyrstu sprengidrunurnar kváðu við i Alpafjöll- um, þar sem byrjað var að nota púður til að sprengja ný skörð. Portúgalir fundu upp nýja skipategund, caravelluna, sem sigldi hraðan meðfram ströndum Afriku og gerði Kólumbusi kleift i lok aldarinnar að fara fyrstu ferðina til nýja heimsins. Námavinnsla var vélvædd i fyrsta sinn og stóru kopar- og silfurnámurnar i Bæ- heimi veittu málma i nýja mynt, thaler, sem núheitir dollar. Það var bikblandan i þessum námum — sem Marie Curie not- aði nokkrum öldum siðar til radium- vinnslu — sem opnaði leiðina til kjarn- orkualdarinnar. Þetta voru i sannleika sagt nýir hættir. Móðir jörð tók skyndilega að minnka, nýir heimar voru uppgötvaðir. Nú var hægt að sigla umhverfis jörðina, nokkuð sem eng- inn hafði vitað áður. Fréttir breiddust Ut, að vfsu ekki með eldingarhraða eins og nU, en gagnstætt þvi sem áður var, kom- ust þær á áfangastað. Ráð gömlu heimspekinganna: Beinið sjónum inn á við, þvi i huga mannsins er sannleikann að finna, var endurbætt með nýjum, úthverfum hugsanagangi, vfsindalegum rannsóknum. Héðan i frá var það það sem hægt var að sjá, finna og 4 upplifa og setja í efnislegt samhengi, sem einhverju máli skipti. Raunvisindin voru fædd. Á þessum tima urðu miklar breytingar i Evrópu, ekki aðeins i hugsun, heldur einnig framkvæmd. Gamlir múrar og for- dómar urðu að vikja. II primo Popolo, fyrsta lýðræðið, var löngu orðið til i Fló- rens, voldugasta og auðugasta lýðveldi þeirra tima. Lýðræðið var við lýði á sinn hátt, þrátt fyrir mútur, æðislega kosningabaráttu og götuóeirðir. Það veitti fólkinu völdin á fyrstu árum efndur- fæðingarinnar i Evrópu eftir hinar myrku miðaldir, að minnsta kosti þeim hluta fólksins, sem réð yfir fjármagni, hæfileik- um, orku og framkvæmdasemi til að varpa sér Ut i tafl stjórnmálanna. Náttúrubarnið Það var i þessu samfélagi endurreisn- ar, að lifsglöð, ógift bóndadóttir, Cata- rina, fæddi sveinbarn þann 15. april 1452. Þetta gerðistí þorpinu Vinci skammt utan við Flórens og drengurinn átti eftir að verða ein af athyglisverðustu persónum mannkynssögunnar og einn af fyrstu snillingum mannkynsins. Faðirinn varungur lögfræðingur, Piero d’Antonio, sem af stöðulegum ástæðum vildi ekki kvænast stúlkunni. Hann var af ötulli fjölskyldu, sem stefndi upp á við og vildi bæta stöðu sina með þvi að tengjast aðlinum og tók sér nafnið da Vinci til við- bótar þvi borgaralega. Piero tók son sinn að sér og lét hann heita Leonardo da Vinci. Þegar sama ár kvæntist Piero 16 ára gamalli stúlku úr sömu stétt og i brúð- kaupsgjöf gaf hann henni Leonardo ný- fæddan. Siðan hafa mikiar rökræður farið fram meðal sérfræðinga um hvort það að barnið var tekið af móðurbrjósti og alið upp án móðurkærleika, hafi átt þátt i þvi að Leonardo virtist fyrirlita konur, þegar hann fullorðnaðist. Leonardo var alinn upp i þægindum hálf-aðalsins. Hann gekk í skóla, þar sem hann fékk áhuga á stærðfræði, tónlist og söng. Æskuárunum eyddi hann á heimili föðurins i Anchiano í vesturhliðum Albanofjalla. Þarna var landslag óvenju fagurt, grænir, frjósamir dalir, olifulund- ir og dökk, ógnþrungin fjöll. Leonardo var náttúrubarn. Hann þurfti að rannsaka allt nákvæmlega sem hann sá á ferðum sinum Uti við, taka það i sundur, snUa þvi við, teikna það og likja þvi við aðra hluti. Hann varð að komast að þvf, hvernig allt gekk fyrir sig og hvers vegna. Þegar sem skóladrengur var hann framUrskarandi listamaður. Dag einn var föður hans sendur tréskjöldur frá einum veiðifélaga sinum, sem bað hann að láta listamann i Flórens mála mynd á skjöld- inn, næst þegar hann færi til borgarinnar. Piero lét son sinn hafa skjöldinn og bað hann vinna verkið. Leonardo kaus að mála Medúsuhöfuð á skjöldinn. Með mestu leynd safnaði hann öllu, sem hann kost yfir af möðkum, snák- um, leðurblökum og alls kyns kvikindum, sem eru bezt til þess fallin að hleypa köldu Leonardo var einn af glæsilegustu mönn- um I Flórens. Talið er að hann hafi verið fyrir mynd af styttu Verrochiosar af Davíð.

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.